Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 24

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 24
HEIÐDÍS NORÐFJÖRÐ: BARNA GAMAN m ♦ ♦A Éfe. Kóngulóin Gömul helgisaga Eins og allir vita, fyrirskipaði Heródes að lífláta öll svein- börn, svo að hann gæti náð til Jesú. En Jósef hafði verið aðvaraður í draumi og flýði með Maríu og Jesúbarnið til Egyptalands. Þegar Heródes heyrði það, sendi hann þegar hermenn til að leita þeirra. Og af því að hermennirnir höfðu góða hesta, en Jósef var gangandi með Maríu, getið þið skilið, að fljótt dró saman með þeim. Þegar þau Jósef og María sáu hættuna nálgast, földu þau sig í afskekktum helli bið veginn. Þar ætluðu þau að bíða, þar til hermennirnir væru farnir fram hjá. Það leið þó stutt stund, þar til tveir hermenn komu að hell- isdyrunum. „Hér hafa þau eflaust falið sig,“ sagði annar þeirra. „Kveiktu á blysunum, við skulum rannsaka hellinn.“ Jósef og María urðu auð- vitað mjög óttaslegin, er þau heyrðu þetta, en svo svaraði hinn hermaðurinn hlægj- andi: „Nei, hér geta þau ekki verið. Sjáðu bara. Inngang- inum er lokað með kónguló- arvef. Hvernig heldurðu að þau hefðu getað komist inn án þess að slíta vefinn? 24. DAGUR Jóla- sveinn r a glasi Þessi jólasveinn er skemmtilegt borðskraut á jólaborðið. Þið getið tekið örk af glanspappír og teiknað hring á örkina. Þvermál 34 cm. Skiptið nú þessum hring í fjóra jafna hluta og límið hvern Menn þurfa aðeins að hugsa, þá sparar það bæði tíma og áreynzlu.“ „Þú hefur rétt að mæla,“ sagði hinn hermaðurinn. „Hér hafa þau ekki getað falið sig.“ Svo keyrðu þeir hestana sporum og hurfu. Undrandi og ánægt skreið flóttafólkið aftur út í sól- skinið. Þá lyfti Jesúbarnið hendinni og blessaði kóngu- lóna, sem hafði spunnið vef sinn fyrir innganginn á ör- skammri stundu og með því gabbað leitarmennina. Og sjá. Þegar kóngulóin kom í ljós kom tákn hins heilaga kross fram á baki hennar! Enn þann dag í dag ber kóngulóin þetta heiðurs- merki. Margir telja hana gæfudýr, og í net sitt veiðir hún að minnsta kosti flugur og skordýr, sem annars mundu kvelja menn og dýr á sumrin. þeirra saman og búið til keilu. Þið berið lím á, eins og er sýnt á mynd A. Þeg- ar þessu er lokið, límið þið skegg, augabrúnir og húfukant úr baðmull. Ef pappírinn er t.d. rauður eða svartur, getið þið klippt augu, eyru og nef úr hvítum pappír. Svo er jólasveinninn látinn á glösin á borðinu og við köllum hann þá glasa- hettu. Frú Heiðdís Norðfjörð hefur safnað og valið það efni fyrir yngri lesendur, sem hér birtist og færir blaðið henni þakkir sínar og jóla- óskir. Leikendur: Matthildur 11 ára (M), og kennslukonan (K). K: Jæja, Matthildur mín, kantu nú lexíurnar þínar í dag? M: Já það held ég. K: Hvað áttir þú að hafa í náttúrufræðinni? M: Ég átti að læra um húsdýrin. K: Já rétt er nú það. Segðu mér þá frá húsdýrunum. M: Kisa mín eignaðist fjóra kettlinga í gær. K: Nei — sussu nei — alltaf ertu eins, Matthildur. Segðu mér, hvað húsdýrin heita. M: Snati, Branda...... K: (Grípur fram í). Nei þú átt að segja: Hundur, köttur og svo framvegis. M: Hundur, köttur og svo framvegis. K: (Stynur). Ekki skil ég hvað verður úr þér Matthildur, þegar þú ert orðin stór, þegar þú svarar aldrei rétt. M: Ég ætla að verða mamma, þegar ég er orðin stór, og eiga 10 börn. K: Jæja, þá held ég að þú verðir að taka framförum. M: Þess þarf ég ekki. Pabbi segir að ég verði bara að taka lýsi, þá verði ég stór. K: Jæja, svo við höldum okkur við efnið. Eitt af okkar bestu húsdýrum er kýrin. Geturðu nú hugsað þér, hvaðan við fáum mjólkina? M: Það er nú misjafnt. K: Jæja, ekki hélt ég nú það. En segðu frá og vertu nú einu sinni dugleg. M: Já, litli bróðir fær mjólk úr mömmu, ég hjá Gunnu frænku í mjólkurbúðinni og mamma og pabbi úr dós frá Silla og Valda. K: Datt mér ekki í hug, að þú svaraðir einhverju þessu líkt. En nú skal ég segja þér nokkuð. Við fáum mjólkina úr kúnni, og svo er búið til skyr, ostur og smjör úr mjólkinni en nokkuð er soðið niður í dósir og látið í búðirnar, reyndu nú að muna þetta. M: Já, ég skal muna það. K: Kantu vísuna sem þú áttir að hafa? M: (Þylur í gríð og ergi). Þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla... K: Nú varstu dugleg. Manstu hver hefur ort þetta kvæði? M: (Hugsar sig um, vandræðalega á svip). K: Manstu það ekki — Hannes...? M: (Flýtir sér). Ja-há — Hannes á horninu. K: Nú hélst þú víst að þú værir dugleg. En þetta var nú samt ekki rétt hjá þér. Ég átti við Hannes Hafstein. Hann orti þetta kvæði um Jónas Hallgrímsson. M: Ó, hann Jónas bróðir hans pabba? K: Nei flónið þitt. Þessi Jónas var eitt af bestu þjóðskáldum okkar. En reyndu nú að reikna svolítið, kannski gengur það betur, þó að ég satt að segja efist um það. M: (Tekur bók og blýant). Já, hvað á ég þá að reikna? K: Varstu ekki farin að deila? Reyndu að deila 3 í 15. M: (Starir á hana og endurtekur í sífellu: 3 í 15. Bítur í blýantinn). K: Hugsaðu þér að þú eigir 15 egg. M: Ég borða aldrei egg. K: Það var nú heldur ekki meiningin að þú ættir að borða þau, hugsaðu þér bara að þú eigir að skipta 15 eggjum í 3 staði. M: Eiga þau að vera hrá eða soðin? K: (Óþolinmóð) A-ha! Það er alveg sama flónið þitt, hugs- aðu þér að þú eigir að skipta 15 eggjum á milli þín og systra þinna. M: Já — þá fær nú Stína bara eitt, því að hún vill aldrei gefa mér neitt, svo að ég gef mömmu mín egg. K: Þú átt að skipta jafnt. Segja sem svo: Ég eitt, Stína eitt, Magga eitt, svona heldur þú áfram, þangað til allt er búið. M: Jæja, komdu þá með eggin. K: Nei, hættu nú, ég gefst alveg upp á þér. En mig langar samt til þess að vita, hvort þú manst nokkuð úr Biblíu- sögunum. Veistu, hver Abraham var? M: Já, það veit ég vel — það er Færeyingurinn, sem býr í kjallaranum hjá henni Möggu frænku. Tjaldið (Fengið að láni hjá skólum)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.