Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 13

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 13
Hó! öll á himni öll í lofti öll á jörðu hlýðið á mig í miðju ykkar er nýtt líf takið höndum saman ég grátbæni ykkur ryðjið braut þess svo að það geti haldið för sinni áfram hinum megin við fjöliin fjögur Þannig vígir þorpskallari Omaha - indíánanna átta daga gamalt barn alheiminum. Barnið ávinn- ur sér fyrst nafn, þegar það getur gengið. Þá getur það sjálft beint baki að kjarna móður jarðar og þannig tekið á móti styrkjandi krafti hennar. Ofið teppi karlmennsins hylur dyragættina og varnar skerandi geislum sólarinnar inngöngu. í hjarta Norður-Amerríku í Lituðu eyðimörkinni (The Painted Des- ert) fæða konur af Hópí-indíána- kynþættinum í kyrrð og rökkri. Konan situr á hækjum sér og á bak við hana krýpur karlinn, hann heldur nöktum handleggj- um utan um stóran magann og styður við bak hennar í hríðunum með öllum líkama sínum. Eftir fæðinguna halda móðir og bam kyrru fyrir í fæðingar- húsinu, aðeins ættmóðirin kemur daglega og gefur fastandi móður- inni vatn og grænmeti. Barnið hefur ennþá ekki hlotið nafn og enginn mun syrgja þó það komist ekki heilt á húfi leiðar sinnar til þessa heims. Fyrir sólarupprás á tuttugasta degi eftir fæðinguna koma allir Hugleiðing um fæðingar ættingjar af kvenkyni inn í húsið. Konumar lauga barnið úr sedrusviðarvatni og hver af ann- arri halda þær á barninu og gefa því nafn. Næstu ár er barnið kallað öllum nöfnunum uns dag einn að jarteikn eitt mun hremma eitt af nöfnunum og barnið verð- ur það nafn og konan sem sá nafnið fyrir verður guðmóðir barnsins. Eftir nafnasamkomuna ganga amma, móðir og barn í austurátt. móðirin lyftir baminu hægt móti rísandi sólu og syngjandi þakkar hún þeim sem líf gefur vegna þess að móður jörð hefur bæst nýtt líf. Hópíarnir eru sá índíánaætt- flokkur sem best hefur varðveitt indíánska menningu og elstu Lóa Grýludóttir , höfundur þessarar greinar, er dönsk og kennir við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hún hefur m.a. ritað bók um fæðingar. sagnir. Myndletur þeirra segir frá syndaflóðinu, ísköldu og nær allt aftur til þess tíma þegar sólgjaf- inn bað kóngulóarkonuna um að skapa póiana tvo svo og hljóðið. Hópíarnir muna einnig þá tíma þegar mannfólkið var af einu og sama hjarta og þeir þekkja og kunna að nota orkustöðvamál, hin sjö hjól líkamans sem veita al- heims styrk og vitneskju. Hópíarnir lifa við mæðraveldi, það er að segja ættin gengur í kvenlegg. Karlinn hjálpar kon- unni við að gæta barna hennar en ber ábyrgð á bömum systur sinn- ar. í mæðraveldinu fer ættflokk- urinn að ráðum kvennanna og þau ráð eru runnin undan rifjum andanna. Fyrir tíma Kólumbusar bjuggu allir Indíánar Norður-Ameríku við kvennastjórn. Arið (1450) fjórtán hundruð og fimmtíu bundust Irókesamir böndum Stóra sátt- mála. Þessi lög sögðu svo fyrir að konurnar ættu landið og jörðina, að ættir gengu í kvenlegg og að konur erfðu hinn virðulega titil höfðingja. Þegar lög þessi voru samþykkt var Tré hins mikla friðar gróðursett og í trátoppin- um sat örninn vegna þess að hánn getur séð víða og varað við hætt- um Meðal annars eru það Hópí-indíanamir sem hafa inn- blásið hinar mildu fæðingarað- ferðir franska fæðingarlæknisins Leboyer. Indíánamennig Norð- ur-Ameríku hafði einnig áhrif á Karl Marx en til allrar bölvunar yfirsást honum að indíánamir lutu kvenveldi. Núna hefur hin tæknivædda menning karlaþjóðfélagsins yfir- tökin í Norður-Ameríku. Hinar þrjár heilögu gerðir eru vélvædd- ar: Ástarsamleikurinn er orðinn að samförum þar sem annað kynið leitast við að þrýsta öndinni úr hinu kyninu, kollhríðin og dauðadansinn hafa breyst í tölvustýrðar sjúkrahúslegur. Ljósmóðurstarfið var bannað með lögum í Bandaríkjunum um síðustu aldamót (árið nítján hundruð 1900). Samtímis því að ljósmóðirin var gerð að sökudólgi barnfarssóttirinnar. I Evrópu var bamfararsóttinni útiýmt við það að læknirinn og ljósmóðirin lærðu að þvo sér um hendurnar áður er þau fóru að sinna næsta sjúklingi. Bandaríkin riðu á vaðið við að gera fæðingar flóknar. Eðlileg fæðing er m.a. fólgin í því að bamið er ekki tekið með keisara- skurðu. Allar fæðingar í Banda- ríkjunum eru settar af stað og móðirin deyfð meðan á fæðingu stendur og búið er að fjarlægja barnið þegar móðirin vaknar. Óski móðirin eftir því að fá að sjá barnið er því lyft upp á bak við glerrúðu. Eftir tíu daga dvöl á fæðingarstofnun kemur móðirin heim. Á þröskuldinum fær hún í hendur tvo pakka og himinháan Framhald á bls. 14. Tílmil aðvinna! argus Happdrætti Háskólans greiðir 70% velt- unnar í vinninga. Það er hæsta vinnings- hlutfall í heimi! Til þess aö vinningar HHÍ haldist í hendur við verðlag í landinu, hafa vinningar happ- drættisársins 1979 hækkað um 1361 milljón. Samtals greiöir Happdrætti Háskólans því 4.536.000.000.- krónur í vinninga. Lægstu vinningarnir hækka í 25.000. krónur, og í ár verða 50.000.- króna vinningarnir og 500.000.- króna vinning- arnir fleiri en áður. Vinningarnir fimmfaldast hjá þeim sem eiga trompmiða! I 98 432 4.014 — 14.355 — 15 524 134 550 — 450 aukav Miðar í HHÍ '79 kosta nú 1.000.- krónur. „Stóri vinningurinn“ kemur okkur öllum til góöa. Þaö er þáttur HHÍ í auknum fram- kvæmdum til eflingar menntunar og vísinda í þágu atvinnulífsins. Vinningaskrá 1979: 5 000 000 - 2 000 000 - 1 000 000- 500 000,- 100 000,- 50.000 - 25 000 - 75 000 45.000 000 - 36.000.000 - 198.000.000 - 216 000 000 - 401.400.000 - 717.750 000 - 2.888.100 000 - 4.502.250 000- 33.750 000 - 135.000 vinningar samt kr 4.536 000.000 - HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuvegama DAGUR.13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.