Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 29

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 29
Heilög, himnesk ljóð úr harmi þínum ... (Framhald af bls. 22) Athvarf mitt jafn- an ... Veikleika minn og óstyrkinn af kann Jesús að taka. Öll brot og brest, böl holdsins mest bœtir og grœðir líka. Eitt er áberandi um Hall- grím, er sýnir, hve hann er gáfuríkur og áhrif hans mikil. Það er, hve verk hans eru hátt skrifuð hjá þeim, sem annars telja sig lítt kristilega sinnaða. Um þetta eru til mörg dœmi. í formálsorðum fyrir Málleys- ingjunum eftir Þorstein Er- lingsson sem mat kirkju og kristni á stundum ekki mikils, skrifar Ásgeir Ásgeirsson fyrr- um forseti þátt um samtal, er hann átti við skáldið. Asgeir spurði skáldið, hvað honum þœtti fallegast í passíusálmun- um, en þá sálma hafði Þor- steinn Erlingsson œtíð á nátt- borði sínu. Þorsteinn svaraði: A thvarf mitt jafnan er til sanns, undir purpurakápu hans þar hyl eg misgjörð mína. Hendingarnar las skáldið með grátklökkvum rómi. Þœr minna á barnið, sem felur grátið andlit í klœðum móður sinnar og fuglamóðurina, sem breiðir vœngina yfir ungana sína, hrœdda og kalda. “ Að vera ekki verðug- ur Bikar þjáningar, sem menn geta ekki vikist undan, hefir á öllum tímum verið umhugsun- arefni. Dostovjeski kvað svo að orði: „Það er aðeins eitt, sem eg óttast, að vera ekki verðugur þjáningarinnar. “ Ugglaust er þetta viðhorj ekki langt frá Hallgrími, því að hvenœr taldi hann sig verðugan. Auðmýkt er undanfari virð- ingar. Engum íslending hefur verið sýnd önnur eins virðing og Hallgrími, að láta höfuðkirkju í höfuðborg landsins bera nafn hans. Þegar ferðalangur utan af landi gengur undir vœngi þessa fagra musteris getur hann ekki annað en litið upp í lotn- ing og aðdáun eins og turninn bendir, og minnir það glöggt á upphaf passíusálmanna: Upp, upp, mín sál! — Þá minnir helgidómurinn á Skólavörðu- hœð síðast en ekki sízt á hlut Hallgríms / því óbrotgjarna musteri Guðs, sem eru hjörtun sem trúa. Getur nokkur verið trúlaus? Eftir öllum sólarmerkjum átti líf Hallgríms að fortapast. En það snérist til dýrðar, sem ártíð hans hefur vottað í 304 ár. Af þessu megum/ við öll sjá, hvers Guð' er megnugur. Okkar tímar hafa ekki farið varhluta af þjáningu, — eða við nútímamenn. Sagnfrœðingur- inn Arnold Toonbe birtir þá skoðun í ritum sínum, að tœkniöldin sem við lifum á, hafi aukið þjáningar mannkynsins og gert syndir mannsins þyngri og óbærilegri. Hvað á þjáður maður að gera og öldin, sem ól hann? — Hvað annað en snúa sér til Drottins? — Merkur þjóðhöfðingi komst svo að orði við valdatöku sína: Getur nokkur maður verið trúlaus, eftir allt það, sem við erum búin að reyna? —- Svarið á Hall- grímsminning, okkur er gefin í kvöld, eins og passían, sem eitt sinn fœddist í hugsun postul- ans: Því að eg hygg, að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. Dýrð, vald, virðing og vegsemd hœst viska magt, speki og lofgerð stœrst sé þér ó Jesús, herra hár og heiður klár Amen, amen um eilíf ár. Hallgrímskirkja. Ljósm. Tíminn: Róbert. Wmk | Valgerður Sverrisdóttir: !Landbúnaðar- {málin komist á jfastari grund- ! völl ■ Til þess að svara þessari spum- ingu ætla ég fyrst að líta mér næst og segja að ef allt gengur að ósk- um verð ég orðin móðir áður en árinu lýkur, og það er það stór- kostlegasta sem ég get hugsað mér. Ef ég víkka sjóndeildarhring- inn aðeins, þá get ég sem bónda- kona (þ. e. ef heimilt er að nota Iorðið kona) sagt, að þetta ár var nokkuð gott hvað afkomu í bú- Iskapnum snertir. Góð spretta og kartöfluuppskera þrátt fyrir kulda fyrri part sumars. En það er víst svo, að hagur bóndans og Iþjóðarbúsins fer ekki' saman, og heldur er það hastarlegt að hafa 1 það að stefnumarki, sem virðist 5 auka vandamálin í þjóðfélaginu, | nefnilega aukna framleiðslu. IUm landsmálin er það að segja, að það er alltaf það neikvæða, ■ eða verðbólgan, sem kemur fyrst S upp í hugann þegar maður hugsar ■ til þeirra. Ég get þó sagt það, að I ég er ánægð með að það skyldi 5 takast að mynda vinstri stjórn, og ■ ég bind miklar vonir við, að henni takist að koma verðbólgunni nið- ur og gera fleiri jákvæða hluti. I ■ ■ I I I I I I I I I a a Valgerður Sverrisdóttir. Komandi ár er ár barnsins og I það er vonandi að það geti haft 5 jákvæð áhrif hvað snertir upp-| eldismál og um leið heilbrigðara g I I I I I I ■ I I I I I (Framhald af bls. 5) Igarð vil ég þrengja hringinn og beina vonum mínum til okkar eigin þjóðar. ! fyrsta lagi er það von mín, að vöxtur sá, sem verið hefir í verð- bólgunni okkar margumræddu, hlaupi sem fyrst í eitthvað annað Iog gagnlegra t.d. í verksvit þeirra, sem með almannafé fara. Hvaða vonir bindur þú við kom- andi ár? Ég vona að það megi takast að koma landbúnaðarmálunum á fastari grundvöll, og að þar megi koma á einhverri langtíma stefnu því að offramleiðslan er stað- reynd og virkilegt vandamál. Besta lausnin væri náttúrlega ef takast mætti að afla markaða er- lendis sem væru raunhæfir, því að laun bænda eru svo sannarlega ekki svo há, að þau megi skerða., mannlíf. — Þar hef ja þeir hvern 1 virkan dag . | (Framhald af bls. 5) eftir malbikinu. Meðfram öllumB vegum bjó fólk í vögnum, boga-B lögðúm fjögurra hjóla hestvögn-2 um og hesturinn var ætíð bund-( inn við tré þar rétt hjá. Var okkur ■ sagt að þetta fólk væri örsnautt I flökkufólk. Ég var undrandi að 5 sjá svo mikla fátækt eins og eins H og þarna virðist vera. Okkur« fannst alveg sérstakt hvað írar eru ■ vingjarnleg og elskuleg þjóð. Hvers ég vænti af næsta ári? Ég vonast eftir góðu heilsufari | og góðæri í heild, eins og verið | hefur undanfarin ár. m Mér er sem ég sjái þann I I I I I j — Hinn gamii I úrbóta- vegur.. (Framhald af bls. 5) Iurhlutverkið og húsfreyjustöðuna sé hvorútveggja rækt af alúð og I kærleika. Einmg tel eg, að dýr- 5 mætasta eign hvers heimilis sé | barnið. ■ í öðru lagi að vinna bug á tveim I illkynja meinum, sem eru inn á 1 gafli hjá nálega öllum landsins 3 börnum, þar á ég við áfengis- | vandan og verðbólgupúkann, g sem mataður er jafnt og þétt á I I I hinu listilegasta viðurværi. Ef slíkt mætti takast, innum við stórsigur er lengi yrði í minnum hafður. í þriðja lagi að vinna markvist að því að fyrirbyggja slysin í um- ferðinni. Þetta eru þær vonir, sem ég bind við hið nýja ár. í öðru lagi að þjóðin vakni til ■ vitundar um eigið mat á lífinu og ■ möguleikum þess til sannrar lifs- ■ gleði. Við álítum okkur frjálsarj manneskjur en erum þrælar fjöl- ■ miðla, skipulagsnefnda auk« ótölulegra annarra nefnda semB eru einingar í kerfinu, sem er orðin slík ófreskja og bákn að enginn finnst þar í, sem berj ábyrgð á einu eða neinu. Fjöl-B miðlarnir mata okkur stanzlaust á ■ tilbúnum þörfum og hafa sann-Jj arlega haft erindi sem erfiði.™ Fæstir geta nú orðið tekið sjálf-B stæðar ákvarðanir í sambandi viðl þarfir sínar og langanir. Skyldi ' t. d. einhver finnastB ábyrgur fyrir þeim eyðilegging-p aröflum sem leika lausum halaj á einum fegursta stað í nágrenni* Akureyrar, Glerárgljúfrum ogB umhverfi þeirra. Ósnortin og ómenguð náttúru-S fegurð er sífellt að verða fágætariB í heiminum og hvert það land« sem hefir upp á slíkt að bjóðaB talið ríkara en önnur. Það er sárara en tárum tekur að líta þá viðurstyggð augum sem nú jm blasir við upp með Glerá. Sorp- B haugum bæjarins var á sínum B tima valinn þarna staður og nú er ~ stórt svæði beggja megin árinnar ■ orðið að einni sandnámu, þar sem ■ sést styngandi strá, en B I hvergi sést styngandi strá, sandhólar og malargrifjur komið B í stað grösugra lauta og lyngivax- “ inna. DAGUR . 29

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.