Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 18
Föstudagur 22. des.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Hátíðadagskrá Sjónvarps-
ins. Umsjónarmaður Elínborg
Stefánsdóttir. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.25 Kastljós. Þáttur um inniend
málefni. Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
22.35 Silkibrók. (Fancy Pants)
Bandarísk gamanmynd frá ár-
inu 1950. Aðalhlutverk Bob
Hope og Lucille Ball. Velllauð-
ugar, bandarískar mæðgur eru
á ferðalagi á Englandi og ráða í
þjónustu sína mann, sem þær
telja ósvikinn, enskan yfirstétt-
arþjón. Þýðandi Jón O. Edwald.
00.05 Oagskrárlok.
Laugardagur 23. des.
16.30 (þróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Ullarbuxnatilskipun. Finnsk
mynd í gamansömum dúr um
strák, sem vill ekki vera í síðum
nærbuxum. Þýðandi Kristín
Mántylá. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
19.00 Enska knattspyrnan. Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Lífsglaður lausamaður.
Hjálp í viðlögum. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
20.55 Síðustu vígin. Fjórða og síð-
asta kanadíska myndin um
þjóðgarða og friðuð svæði í
Norður-Ameríku, og er hún um
Sonora-eyðimörk í Suðvest-
ur-Bandaríkjunum. Þýðandi og
þulur Gylfi Pálsson.
21.20 Það hitnar í kolunum s/h
(Black Fury) Bandarísk bíó-
mynd frá árinu 1935. Aöalhlut-
verk Paul Muni, William Gargan
og Akim Tamiroff. Joe Radek
gerist leiðtogi kolanámumanna
í verkfalli. Þegar námaeigendur
láta hart mæta hörðu, ásaka
verkfallsmenn Joe fyrir, hvernig
komið sé, og láta gremju sína
bitna á honum. Þýðandi Ragna
Ragnars.
22.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur 24. des. —
aðfangadagur jóla.
14.00 Míó og Maó. Leirkettirnir
bregða á leik.
14.05 Einu sinni á jólanótt. Banda-
rísk teiknimynd, byggð á kvæði
eftir Clement Moore. Jólasvein-
inum þykir sem íbúar borgar
nokkurrar hafi komið illa fram
gagnvart sér, og hann ákveöur
aö fara hjá garði án þess að
gefa jólagjafir. Þýðandi Hallveig
Thorlacius.
14.30 Lærisveinn galdrameistar-
ans. Leikin, nýsjálensk mynd,
byggð á kunnu ævintýri. Tónlist
eftir Paul Dukas. Þýðandi Hall-
veig Thorlacius.
14.40 Þegar Trölll stal jólunum.
Jólaljóð við teiknimynd. Þýð-
andi Þorsteinn Valdimarsson.
Þulur Róbert Arnfinnsson. Áður
sýnt á aðfangadag 1969.
15.05 Húsið á sléttunni. Jól á
Plómubakka. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
15.55 Hlé.
22.00 Aftansöngur jóla í sjón-
varpssal. Biskup fslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, þjónar
fyrir altari og prédikar. Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
syngur undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur. Orgelleikari
Hörður Áskelsson. Stjórn upp-
töku örn Harðarson. Aftansöng
jóla er sjónvarpað og útvarpað
samtímis.
23.00 Jól í landinu helga. Dagskrá
um ferð Kirkjukórs Akraness til
ísraels jólin 1977. Tilefni farar-
innar var boð frá l'srael um að
syngja við hátíðahöld jólanæt-
urinnar ásamt tíu öðrum kórum
víðsvegar að. Kórnum er fylgt
um söguslóðir biblíunnar, það-
an til Rómar og ferðinni lýkur í
kirkjunni á Akranesi. Söngstjóri
Haukur Guðlaugsson. Ein-
söngvarar Guðrún Tómasdóttir
og Friðbjörn G. Jónsson. Und-
irleikari Fríða Lárusdóttir. radd-
þjálfun Guðmunda Elíasdóttir.
Lesarar Þórey Jónsdóttir og
séra Björn Jónsson. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
23.35 Dagskrárlok.
Mánudagur 25. des. —
jóladagur
17.00 Amahl og næturgestirnir
s/h. Sjónvarpsópera eftir Gi-
an-Carlo Menotti. Þýðinguna
gerði Þorsteinn Valdimarsson
Leikstjóri Gísli Alfreðsson.
Flytjendur Ólafur Flosason,
Svala Nielsen, Friðbjörn G.
Jónsson, Halldór Vilhelmsson,
Hjálmar Kjartansson og fleiri.
Síðast á dagskrá á aðfangadag
1973.
18.00 Stundin okkar Jólatrés-
skemmtun í sjónvarpssal. Með-
al gesta eru Björgvin Halldórs-
son, Pálmi Gunnarsson, Ragn-
hildur Gisladóttir, Kór öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði, Halli og
Laddj, Ruth Reginalds, Katla
María Hausmann, Glámur og
Skrámur og ýmsir jólasveinar,
þeirra á meöal Stúfur og
Hurðaskellir. Hljómsveitarstjóri
Magnús Kjartansson. Kynning-
ar Sigríður Ragna Sigurðar-
dóttir og Svava Sigurjónsdóttir.
Umsjónarmaður Andrés Ind-
riðason. Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.15 Jólasaga Leikin, bresk kvik-
mynd, byggð á hinni kunnu
sögu Charles Dickens. Leik-
stjóri Moira Armstrong. Aðal-
hlutverk Michael Hordern. Ebe-
nezer Scrooge er maður vell-
auðugur, en alræmdur nirfill.
Jafnvel á jólunum er hann
jafn-nískur og harðbrjósta sem
fyrr. Þýðandi Rannveig
Tryggvadóttir.
21.15 Helglsögur af hellögum
Nikulási. Þáttur um kirkjubók
frá Helgastöðum í Reykjadal,
skrifaða á fjórtándu öld, gerður í
samvinnu við Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi. Um-
sjónarmenn Stefán Karlsson,
Ólafur Halldórsson og Jón
Samsonarson. Stjórn upptöku
örn Harðarson.
21.45 Níunda sinfónía Beethovens.
Fílharmóníuhljómsveitin í Los
Angeles leikur. Einsöngvarar
Carol Neblett, Claudine Carl-
son, Robert Tear og Simon
Estes ásamt kór. Stjórnandi
Carlo Maria Giulini. (Eróvision -
Breska sjónvarpið).
23.20 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 26. des. —
annar dagur jóla
17.00 Borln frjáls (Born Free)
Bandarísk bíómynd frá árinu
1965, byggð á bók eftir Joy
Adamson. Aðalhlutverk Virginia
McKenna og Bill Travers.
Ljónsunginn Elsa elst upp hjá
dýraeftirlitsmanni og konu hans
í Kenýa. Þegar Elsa stálpast
vilja hjónin gefa henni frelsi og
reyna að kenna henni aö verða
sjálfbjarga í frumskóginum.
Þýðandi Ragna Ragnars.
18.30 Hlé
20.00 Fréttlr og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Sllfurtungllð. Leikrit eftir
Halldór Laxness í sjónvarps-
gerð Hrafns Gunnlaugssonar.
Frumsýning. Persónur og leik-
endur: Lóa, Sigrún Hjálmtýs-
dóttir; Óli, Þórhallur Sigurðs-
son; Laugi, Steindór Hjörleifs-
son; Nonni, Egill Ólafur Egils-
son; Feilan, Egill Ólafsson; fsa,
Björg Jónsdóttir; Samson,
Kjartan Ragnarsson; Mr. Pea-
cook, Erlingur Gíslason; Þrjár
dansmeyjar, Henný Hermanns-
dóttir, Helga Möller, Ingunn
Magnúsdóttir; Róri, Arnar
Jónsson; Sjónvarpsleikritið
Silfurtunglið byggir á yrkisefni
sviðsverksins, en leikritið hefur
verið umritað og því breytt eftir
kröfum tækninnar. Mikilvæg-
asta breytingin er sú, að sviðs-
verkið gerist í fjölleikahúsi um
1950, en sjónvarpsleikritið í
sjónvarpsstöð í tímalausum nú-
tíma, þar sem skemmtiþátturinn
Silfurtunglið er í vinnslu og
undirbúningi.
22.20 Desember í Moskvu. Bresk
mynd um daglegt líf Moskvubúa
í desembermánuöi, jólaundir-
búning og jólahald. Þýöandi og
þulur Ingi Karl Jóhannesson.
23.10 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 27. des.
18.00 Kvakk-kvakk.
18.05 Gullgrafaramir. Nýsjálenskur
myndaflokkur í þrettán þáttum.
Annar þáttur. Þýöandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.30 Könnun Mlðjarðarhafslns.
Fjórði þáttur. Þýðandi og þulur
Gylfi Pálsson.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýslngar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
20.55 Þættir úr sögu Jussi Björ-
llngs. Hin fyrri tveggja sænskra
mynda, þar sem rifjaðar eru upp
minningar um óperusöngvar-
ann Jussi Björling.
21.45 Ég, Kládíus. Áttundi þáttur.
Ógnarstjórn.
22.35 Dagskrárlok.
Föstudagur 29. des.
20.00 Fréttir og veður.
2Ö.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Kittí, kittf, bang bang. (Chitty
Chitty Bang Bang) Bresk
söngva-og dansmynd frá árinu
1968, byggð á sögu eftir lan
Fleming, sem komið hefur út í
íslenskri þýöingu Ólafs Step-
hensen. Leikstjóri Ken Heug-
hes. Aðalhlutverk Dick Van
Dyke, Sally Ann Howes og Anna
Quayle. Tvö börn búa hjá föður
sínum, sem er uppfinninga-
maður, og afa. Þau komast yfir
gamlan kappakstursbíl og gera
á honum endurbætur svo að
hann er búinn ýmsum kostum
umfram aðra bíla. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
22.55 Á sextugsafmæli Leonards
Bernsteins. Upptaka frá tón-
leikum, sem haldnir voru í Was-
hington á afmæli Bernsteins 27.
ágúst síðastliðinn. Meðal þeirra
sem komu fram voru Rostropo-
vitsj, Yehudi Menuhin, Aaron
Copland, Christa Ludwig, Clau-
dio Arrau og Leonard Bern-
stein. (Evróvision - Breska
sjónvarpið)
23.20 Dagskrárlok.
Laugardagur 30. des.
16.30 fþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Selurlnn Sallý. Sönn saga
um munaöarlausan kóp, sem
börn á Sjálandi fundu og fóru
með í dýragarð. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Þulur Ragnheiður
Steindórsdóttir. (Nordvision -
Danska sjónvarpið).
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttlr og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Lífsglaður lausamaður. Al-
bert fer á eftirlaun. Þýðandi Ell-
ert Sigurbjörnsson.
20.55 Julie og vinlr hennar. Julie
Andrews syngur og dansar
ásamt Peter Sellers og Prúðu
leikurunum. Einnig kemur Bleiki
pardusinn í heimsókn. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
21.45 Pappírstungl s/h. (Paper
Moon). Bandarísk bíómynd frá
árinu 1973.
23.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur 31. des. —
gamlársdagur
14.00 Fréttir og veður.
14.15 Björninn Jóki. Löng teikni-
mynd um Jóka og félaga hans.
Jóki lendir í útistöðum við vin
sinn þjóðgarðsvörðinn og
kemst í margs konar raunir.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
15.40 fþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
17.00 Hlé.
20.00 Ávarp forsætisráðherra, Ól-
afs Jóhannessonar.
20.20 Jólaheimsókn í fjölleikahús.
Sjónvarpsdagskrá frá jólasýn-
ingu í fjölleikahúsi Billy Smarts.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
21.20 Áramótaskaup 1978.
22.20 Innlendar svipmyndir frá
liðnu ári.
23.10 Erlendar svipmyndir frá liðnu
ári.
23.40 Ávarp útvarpsstjóra.
00.05 Dagskrárlok.
Mánudagur 1. jan. —
nýársdagur
13.00 Ávarp forseta fslands, dr.
Kristjáns Eldjárns.
13.25 Endurteknir fréttaannálar frá
gamlárskvöldi.
14.45 Carmen. Ópera eftir Georges
Bizet, tekin upp í Vínaróper-
unnu 9. desember síðastliðinn.
Stjórnandi Franc Zefirelli. Car-
los Kleiber stjórnar kór og
hljómsveit ríkisóperunnar í Vín.
Einnig tekur Vínardrengjakór-
inn þátt í sýningunni.
18.15 Stundin okkar. Umsjónar-
maður Svava Sigurjónsdóttir.
Stjórn upptöku Andrés Indriða-
son. Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.20 Auglýsingar og dagskrá.
20.25 Erró. Árni Johnsen talar við
listamanninn. Brugðið er upp
myndum af verkum hans. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.25 Frænka Charleys. Hinn sí-
gildi gamanleikur eftir Brandon
Thomas, búinn til sjónvarps-
flutnings af Eric Sykes, og leikur
hann jafnframt aðalhlutverk.
Leikstjóri Graeme Muir. Charley
og Jack vinur hans hafa hug á
að bjóða vinstúlkum sínum til
veislu, en slíkt er ógerlegt nema
ráðsett dama sé viðstödd til að
gæta velsæmis. Charley á von á
frænku sinni, forríkri ekkju frá
Brasilíu, í heimsókn, og hann
vonast til að hún muni taka að
sér hlutverk siðgæðisvarðar.
Þýðandi Ragna Ragnars.
22.30 Blood, Sweat & Tears. Kana-
dískur poppþáttur með sam-
nefndri hljómsveit, David Clay-
ton Thomas, Chuck Berry, Bo
Diddley, Carl Perkins, Chubby
Checker o. fl. Þýðandi Björn
Baldursson.
23.20 Að kvöldi nýársdags. Séra
jón Auðuns, fyrrum dómpró-
fastur, flytur hugvekju.
23.30 Dagskrárlok.
1
DA NSINNIHR UNA
Einu sinni til forna var prestur í Hruna í Árnessýslu, sem
mjög var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Það var ávallt
vani þessa prests, þegar fólkið var komið til kirkju á jóla-
nóttina, að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar,
heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu,
drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemmtanir, langt fram
á nótt. Presturinn átti gamla móður, sem Una hét; henni var
mjög móti skapi þetta athæfi sonar síns og fann oft að því við
hann. En hann hirti ekkert um það og hélt teknum hætti í
mörg ár.
Eina jólanótt var prestur lengur að þessum dansleik en
venja var. Fór þá móðir hans, sem bæði var forspá og skyggn,
út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu.
En prestur segir, að enn sé nægur tími til þess, og segir:
„Einn hring enn, móðir mín.“.
Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í
þrjár reisur, að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá
að guði og hætta heldur við svo búið en verr búið. En hann
svarar ávallt hinu sama og fyrri.
En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í
þriðja sinn, heyrir hún, að þetta er kveðið, og nam vísuna:
„Hátt lætur í Hruna,
hirðar þangað bruna.
Svo skal dansinn duna,
að drengir megi það muna.
Enn er hún Una,
og enn er hún Una.“
Þegar Una kemur út úr kirkjunni, sér hún mann fyrir utan
dyrnar; hún þekkti hann ekki, en illa leizt henni á hann og
þótti víst, að hann hefði kveðið vísuna. Unu brá mjög illa við
þetta allt saman og þykist nú sjá, að hér muni komið í óefni
og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest
sonar síns og ríður í skyndi til næsta prests, biður hann koma
og reyna að ráða bót á þessu vankvæði og frelsa son sinn úr
þeirri hættu, sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með
henni og hefur með sér marga menn, því tíðafólk var ekki
farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna, var kirkjan
og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu
ýlfur og gaul niðri í jörðinni.
Enn sjást rök til þess, að hús hafi staðið uppi á Hrunanum,
en svo heitir hæð ein, er bærinn dregur nafn af, sem stendur
undir henni. En eftir þetta segir sagan, að kirkjan hafi verið
flutt niður fyrir Hrunann, þangað sem hún er nú, enda er
sagt, að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanótt í Hruna-
kirkju.
Jón Norðmann og Jóhann Briem.
18.DAGUR