Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 26

Dagur - 21.12.1978, Blaðsíða 26
Eigum við að reyna nýja rétti um jólin! Tilvalinn ábætir 200 g smjör 200 g sykur 150 g hveiti 250 g hafragrjón 3 til 4 dl ijómi Öllu nema rjómanum blandað í pott og hitað. Sett á pönnu og steikt í 25 til 30 min. við 160 stiga hita eða þar til blandan er orðin ljósbrún. Mulið þar til blandan er orðin að grófri mylsnu. Setjið mylsnuna og rjóm- ann í lög og hafið rjómann efst. Þetta er gert rétt áður en ábætirinn er borinn fram. Gott fer að hafa niðursoðna ávexti eða sultu með. Hæna í rauðvínssósu (4-5 manns) 1 unghæna eða 2 kjúklingar 2 matsk. hveiti salt, hvítur pipar 100 g bacon í ræmum 2 matsk. smátt skorinn laukur 1 sellerirót, steinselja, nokkrar greinar salt 5 piparkom 1 lárviðarblað (paprika) 3—4 dl rauðvín 16 til 20 litlir laukar 200 g nýir sveppir eða 1 /4 dós, niðursoðnir sveppir 2 matsk. smjör eða smjörlíki Suðutími: Hæna, 50 til 60 mín. Kjúklingur 25 til 30 mín. Hreinsið hænuna. Skolið hana vel og þurrkið. Hlutið hana í sundur. Veltið stykkjunum í blöndu af hveiti, salti og pipar. Steikið baconbitana. Takið þá upp og brúnið síðan hæn- una í feitinni. Bætið baconi, leuk selleri, steinselju og öðru kryddi saman við. Blandið rauðvíni saman við. Látið lokið á og sjóðið við vægan hita. Flysjið smálaukinn. Lát- ið lauk og sveppi malla í smjöri þar til þeir eru meyrir. Takið hænuna upp og sýið rauðvínssósuna. Bætið lauk og sveppum saman við og látið suðuna koma upp. Berið réttinn fram í sósunni með brúnuðum hrísgrjónum og hrásalati. Sjóðið rauðkálið á nýstárlegan hátt! (6-8 manns) 1 stórt rauðkálshöfuð 6 stór matarepli 4 laukar 2 lárviðarblöð 4 stk. heill negull salt, nýmalaður pipar ca 1 dl. edik eða borðedik ca 1 dl vatn Fjarlægið ystu kálblöðin. Skerið kálhöfuðið í smátt og látið suðuna koma upp á kál- inu. Hellið þá soðinu af. Flysjið eplin og skerið þau í þunna báta. Saxið 3 lauka. Stingið negul í fjórða laukinn. Leggið kálið, saxaða laukinn og eplin í pott með þykkum botni. Kryddið með salt og pipar. Bætið lárviðarblöðum og lauknum með negulnum saman við. Hellið ediki og vatni yfir. Látið lok á pottinn og sjóðið kálið við vægan hita í 2 til 2 1 /2 tíma — minnst 1 I /2 tíma. Gætið þess að kálið brenni ekki við — bæta má við örlitlu vatni saman við ef þurfa þykir. Fjarlægið lárviðarblöðin og laukinn með negulnum. Bætið salti og pipar eftir smekk. Berið kálið fram með nauta- kjöti, lambakjöti, jólagæsinni o.fl. Tómat súpa með makka rónum 3/4 til 1 ltr. vatn 2 súputeningar 8 tómatar eða 1 dós niður- soðnir tómatar 2 laukar 75 g makkarónur 1 búnt steinselja salt, pipar 1 matsk. smjörlíki 2 til 3 hvítlauksrif rifinn ostur Bræðið smjörið í potti. Hreinsið og skerið laukinn, merjið hvítlaukinn og skerið tómatana í bita. Setjið allt í pottinn og hitið vel í smjörinu. Kryddið. Látið malla undir loki í 10 mín. Bætið í vatni, súputeningunum og makka- rónunum. Látið sjóða undir loki þar til makkarónurnar eru meyrar. Bætið salti og pipar i eftir þörfum. Stráið steinselju yfir og berið súpuna fram með rifn- um osti. Prestur leit upp úr miðri ræðu sinni og sá son sinn sitja uppi á kirkjubita og henda lambaspörðum í söfnuðinn. Áður en prestur fengi orð sagt við drenginn hrópaði strákur: — Haltu bara áfram með ræðuna, pabbi, ég skal halda kerlingunum vakandi. Jóhanna Bogadóttir W heitir ung og fögur listakona, nýlega f: komin frá námi í grafíklist í Dan- mörku, Frakklandi og Svíþjóð, þar sem hún hefur verið búsett nú síðast. Laugardaginn 7. október síðastlið- inn hélt hún sýningu í húsakynnum Menntaskólans að Möðruvöllum á verkum sínum, sem öll eru sérstæð að fjölbreyttri fegurð. Á þessa sýningu bauð hún mér, blessunin hún Jóhanna mín. Svo þakka ég þér fyrir kossinn, sem þú gafst mér þarna á sýningunni, þennan hreina, tæra, mjúka, saklausa koss, sem mun ylja mér fram til síðasta ævikvölds. List þín er stórfögur og leikur um mann eins og sólvermdur vorblær. Njóttu heil handa, orðs og anda Jó- hanna mín. Ég þakka þér fyrir þessa ógleyman- legu kvöldstund, — umvafinn lífinu, listinni, fegurðinni og þér. Jóhanna mín. Hvar ertu nú stödd á landinu eða í veröldinni með list þína? En hvað sem því líður, Þér verði lífið létt og rótt., langur dagur, skammvinn nótt. Sólarbros og blíðuvor blómin fylli öll þín spor. Jón Benediktsson, prentari. JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljóiin eru fögur, en þau geta einnig verlð hœttuleg. — Foreldror, leiðbelnið börnum yð- ar um meðferð á óbirgðu Ijósi. (@Iebiteg jól BRUNABÓTAFÉLAG fSLANDS 26. DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.