Dagur - 18.12.1980, Síða 14

Dagur - 18.12.1980, Síða 14
„Heimkynni við sjó,“ Ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson Út er komin ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Nefnist hún Heimkynni við sjó og geymir sextiu tölusett ljóð. Útgefandi er IÐUNN. Þetta er fyrsta ljóðasafn Hannesar í níu ár, eða frá því að Rímblöð komu út 1971. Fyrir þremur árum kom heildarútgáfa á ljóðum Hannesar, Kvœðasafn 1951-1976. Um hina nýju ljóðabók segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Sífellt ber eitthvað annálsvert fyr- ir sjónir.“ Svo kveður Hannes Pét- ursson í einu hinna sextíu ljóða þessarar bókar. Og það er orð að sönnu: í hverju ljóðinu af öðru er brugðið upp minnilegum og drátt- hreinum myndum frá skynheimi einstaklings andspænis hrynjandi náttúrunnar umhverfis. Skáldið leitast við að lýsa með persónuleg- um hætti þessari skynjun lífs og heims, finna sér stað í heimkynni við sjó þar sem stórmerkin birtast í hversdagsleikanum? í fjöru, á grænum grundum, hjá tjörnum, í litbrigðum landsins um ársins hring. Þetta er fágætlega vandaður og sannur skáldskapur, jafnt að innviðum sem ytra búnaði. Ef til vill hefur orðlist Hannesar Péturs- sonar aldrei verið fágaðri en hér.“ Heimkynni við sjó er 70 blað- síðna bók. Oddi prentaði. Ljós- mynd á bókarkápu tók Haukur Hannesson. „Mánasilfur“ Annað bindi komið út Út er komið á vegum IÐUNNAR annað bindi af Mánasilfri, en það er úrval íslenskra endurminninga- þátta sem Gils Guðmundsson tekur saman. I þessu bindi eru þættir eftir tuttugu og níu höfunda, elstur þeirra er Árni Magnússon frá Geitastekk, en sex höfundanna eru á lífi. Safnrit þetta byrjaði að koma út í fyrra, og í fyrsta bindi voru þættir eftir tuttugu og sex höfunda. Ráð- gert er að bindin verði ekki færri en fjögur. Efni hvers bindis er raðað eftir stafrófsröð höfunda, en ekki aldursröð, og er reynt að hafa efni hvers bindis sem fjölbreytilegast. Valið er úr sjálfsævisögum. þ.e. ævifrásögnum sem sögumaður hefur skrásett sjálfur, og einnig minningaþáttum i blöðum og tímaritum sem mörg hver eru sjaldséð. Um annað bindi Mána- silfurs segir svo á kápubaki: „Sögumenn eru úrýmsum stéttum, karlar og konur. leikir og lærðir, sumir reyndir rithöfundar, aðrir sem minna fengust við skriftir um dagarta en kunnu þá list að segja eftirminnilega frá reynslu sinni. Og sú reynsla sem hér er lýst má kallast af ýmsu tagi: hátiðarstundir, hversdagsönn, lífs- og sálarháski, bjartir bemskudagar, kröpp kjör og hörð lífsbarátta.“ Mánasilfur, annað bindi, er 285 blaðsíðna bók. Oddi prentaði. „Ríki mannsins“ Bók um geðheilsuf ræði Út er komin bókin Ríki mannsins, drög að geðheilsufrœði eftir norska lækninn Vibeke Engelstad. Skúli Magnússon þýddi á íslensku en IÐÚNN gefur út. Bók þessi kom út í Noregi 1973 og hlaut þá verðlaun í norrænni samkeppni um alþýðleg fræðirit. Vibeke Engelstad er fædd 1919 og stundaði almenn læknis- störf í Osló um árabil. Síðan 1972 hefur hún einkum fengist við geð- lækningar. Hún starfaði um skeið í Afríku og hefur gefið út bók um reynslu sína þar, auk tveggja ann- arra bóka um geðheilsufræði (mentalhygiene). Páll Skúlason prófessor í heim- speki skrifar formála að þýðing- unni og segir þar meðal annars: „Á síðustu áratugum hafa orðið til ýmsar sérfræðigreinar sem hafa ekki einasta það hlutverk að auka þekkingu manna og skilning á eigin veröld, heldur er beinlínis ætlað að leysa í raun ýmis brýn lífsvandamál fólks. Engin sérfræði getur þó komið í stað heilbrigðrar sjálfs- bjargarviðleitni . . . Víður lífsskiln- 14. ÐAGUB ingur fólks og sérfræðiþekking þurfa að styðja hvort annað .. . Höfundur bókarinnar kappkostar að skírskota til lífsskilnings lesanda síns, þekkingar hans og reynslu, um leið og hún fræðir hann með því að ræða um mörg einstök atriði sem hún sækir til ýmissa greina mannlífsfræða.“ Ríki mannsins skiptist í fjórtán kafla. Aftast eru athugunarefni og spurning um hvern kafla fyrir sig, m.a. ætlað til umræðna þar sem bókin er lesin í námshópum. Bókin er 149 bls. Oddi prentaði. DAGURá bókamarkaði „Krakkarnir í Krummavík“ Ný barnasaga Magneu frá Kleifum Út er komin barnasagan Krakk- arnir i Krummavik eftir Magneu frá Kleifum. Útgefandi er IÐUNN. — Magnea hefur samið allmargar bamasögur, og eru kunnastar sögur hennar um Hönnu Maríu. Uni efni þessarar nýju sögu segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Hér segir frá systkinunum Halla, Palla, 'Kalla og Möggulenu . . . Foreldrar barnanna flytja úr Reykjavík upp í sveit. Þar er gaman að eiga heima og margt að sjá fyrir krakkana. Dýrin eru skemmtilegir leikfélagar og þess vegna ekki að undra þótt Halla langi ósköp mikið í hvolpinn hans Hannesar Hólm. En Hannes- er ekki á því að láta hvolpinn af hendi fyrir ekki neitt. Honum finnst Maggalena afskaplega skemmtileg, eins og raunar öllum finnst. . .“ Sigrún Eldjárn gerði teikningar í Krakkana i Krummavík og teiknaði einnig kápumynd. Bókin er 101 blaðsíða. Prisma prentaði. Ný Ijóðabók Heiðmyrkur effir Steingrím Baldvinsson í Nesi í Aðaldal Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Heiðmyrkur eftir Steingrím heitinn Baldvinsson í Nesi. Bókin er kynnt þannig á bókakápu: Steingrímur Baldvinsson í Nesi í Aðaldal, d. 1968, var þjóðkunnur maður, ekki sízt fyrir sínar snjöllu lausavísur. Hann lét eftir sig all- mikið af skáldskap, sem Kristján Kalsson hefur valið úr í þessa bók. Steingrímur í Nesi var merkilegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er að finna afburða- kvæði svo sem Heiðmyrkur sem hann orti er hann beið dauða síns í gjá í Aðaldalshrauni í fimrn dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. Mikill vinur Steingríms í Nesi, Karl Kristjánsson alþingismaður, flutti minningarræðu við kistu hans, og er meginhluti hennar prentaður hér sem inngangur fyrir bókinni. Útför TRYGGVA JÓNSSONAR, fyrrum bónda á Svertingsstöðum í Kaupangssveit, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. desember fer fram frá Kaupangskirkju laugardaginn 20. des. kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðið en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vandamenn. Móðir mín MARÍA JÓHANNESDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 16. desember. Jóhannes Emilsson. Hjartarbaninn Á „íslensku mannamáli“ Trúlega hefur engin kvikmynd verið sýnd hér á landi við aðra eins aðsókn og bandaríska myndin Hjartarbaninn, The Deer Hunter, sem fjallar um amerískt alþýðufólk og áhrif Víet-Nam stríðsins á það. Fyrir skemnistu kom út hjá bókaútgáfunni Ögri bókin Hjart- arbaninn í þýðingu Erlings Sig- urðarsonar. Bók þessi er að því leyti óvenjuleg kvikmyndasaga að hún er sanian sett eftir kvik- myndahandritinu, — hún er sem sé gerð eftir myndinni en ekki myndin eftir bókinni eins og al- gengast er. Af þessum sökum er bókin Hjartarbaninn eins og myndin, þar er engu aukið við en ýmislegt sem var hratt eða óljóst í mynd- inni skýrist þó við lestur bókar- innar. Hjartarbaninn er því til- valin bók fyrir þá sem vilja rifja upp kynni við Michael, Nick og þá félaga í Clairton og hörmung- arnar sem yfir þá dundu í stríði í fjarlægu landi. Þeir, sem ekki sáu myndina, geta hér lesið svolítið brotkennda en spennandi og hrollvekjandi sögu umhversdags- líf lágstéttarfólks í verksmiðjubæ í Bandaríkjunum. Þeir kynnast náttúrulegum. óbrotnum lifs- neista fólksins og því hvernig viðbjóðslegt stríð og áskapað virðingarleysi fyrir lífinu slekkur hann svo þeir sem komast í tæri við ógnirnar verða aldrei samir, hvorki á líkama né sál. Hjartarbaninn er afþreyingar- saga en þýðingin hefur það fram yfir flestar aðrar þýðingar slíkra bókmennta í seinni tíð að vera á þokkalegu, íslensku mannamáli. S.P. Grösin í glugghúsinu Jenna og Hreiðar Stefánsson skrifuðu sínar fjölmörgu og kunnu barnabækur flestar í félagi. Margar þeirra þurfti að endurprenta, því i þeim er sá neisti sem nægði þeim til lífs. Nú hefur Hreiðar sent frá sér bókina, Grösin í glugghúsinu, og er hún ekki félagsvinna þeirra hjóna. Líklega er hún. sem er bama- og unglingabók, sögubrot hanssjálfs, sögð í annarri persónu sem er ekki verra uppátæki en hvað annað. Söguhetjuna nefnir höfundur Garðar sem er tíu ára kaupstaðardrengur sendur í sveit og um sveitadvölina fjallar bókin. Garðar kynnist Guðlaugi bónda, eineygum og raddsterkum karli, vinnuhörðum manni en raun- góðum, Veru ráðskonu, hjarta- hlvrri konu og Jóa syni hennar, hundinum Lubba, stelpunni Binnu og ömmu hennar. Sögu- persónurnar eru vel gerðar og einkar skýrt mótaðar af höfundi í orðum þeirra og athöfnum og fer liann þar á kostum. Þaulreyndur barnabókahöf- undur eins og Hreiðar Stefáns- son, sem auk þess hefur lengi verið kennari, er löngu vaxinn upp úr byrjendaerfiðleikum höf- unda og því vel undir það búinn að rita nú veigameiri, fágaðri og lítríkari bækur en nokkru sinni og til þess má ætlast. Og þegar hann nú sendir frá sér þessa fyrri eða fyrstu bók í nýjum flokki bóka, eru svo margir endar þar lauslega festir, að aðvelt er að prjóna við. Frásagnarefnin í sveitinni eru óþrjótandi og mér þykir meira en líklegt. að fyrr en vari liggi það laust á tungu höfundarins, hvort sem það verður í eina bók eða margar. Þar vænti ég hlæjandi lækja og hornsíla, ilmandi blóma, mikils sólskins, hesta og hófadyns og söngfugla í mó, en einnig framhalds af sögnum af fólkinu, seni við höfum þegar kynnst dá- lítið. Bókarefni í þessa átt er brýn þörf hér á landi. Það þarf að opna .börnum og unglingum sýn inn í töfraheim umhverfisins, sem flestum er lokaður af hálfu eða jafnvel meira en það. Náttúran er full af fegurð og yndisþokka um leið og malbiki sleppir en allir þurfa að fá nokkra tilsögn svo þeir fái notið dásemda hennar. Þessu má líkja við það að þekkja stafina og læra að lesa til að geta notið bókanna. Það er verðugt hlutverk fyrir þá sem bæta vilja heiminn, að kenna þeim ungu stafróf náttúrunnar í góðuni barnabókum, þar sem hið lifandi umhverfi er vettvangur frásagna. Ekki sýnist mér liggja ljós fyrir hvað nafn bókarinnar „Grösin í glugghúsinu" táknar. Efni bókar- innar gefur því raunar enga merkingu. En vel má vera að í því felist dýpri merking. Stráin, sem í gluggaskotum torfbæja vaxa, vita margt og hafa frá mörgu að segja. Þau geta líka bankað í glugga og sungið móti vindinum. En fyrst og fremst sjá þau í tvo heima, þann sem úti fyrir er og allt um kring en einnig hinn sem innan þykkra veggjanna er. Ef vel er híustað kunna þau frá mörgum ævintýrum að segja og eiga það e.t.v. eftir. E.D.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.