Dagur - 18.12.1980, Síða 23
Jón er hér við túrbínu sem síðar var flutt suður á land og framleiðir nú rafmagn f Borgarfirði. Þessi túrbína á að
geta framleitt ca. 150 kílóvött þegar hún er fullbúin. Mynd: Matthías Gestsson.
sveitabæjum, enda breyttust þeir
meira en orð fá lýst. Bjarni var
brautryðjandi, jafnframt hagleik
sínum og miklum afköstum. Þau
eru mörg rafljósin í slóðinni hans.
Sumar rafstöðvamar hans ganga
enn, eftir hálfa öld. Til dæmis um
það er rafstöðin í Klambraseli í
Reykjahverfinu. Hún gengur
enn, varð fimmtug í sumar og var
upphaflega sett í kjallarann í
íbúðarhúsinu og er þar enn. Sú er
víst búin að borga sig. Sumar
stöðvar Bjarna hafa verið gerðar
upp. Allar hafa þær gegnt ákaf-
lega þýðingarmiklu hlutverki og
voru næstum að segja ómetan-
legar.
Rafstöðin á Húsavík og síðar
rafstöðvar Bjarna Runólfssbnar
frá Hólmi svöruðu fáum spurn-
imgum, sem upp komu í huga
Jóns, en vöktu margfalt fleiri.
Nú er frá því að segja, að á
aldrinum 10-12 ára fór Jón að út-
búa spjaldahjól, sem hann lét
bæjarlækinn snúa, var það
undirfallshjól og setti hann það í
stokk, sem vatnið bunaði fram úr.
Þetta var nú fyrsta vatnsaflstækið
hans Jóns á Granastöðum.
Lét lækinn
strokka rjómann
Næsti áfangi á verkmenning-
arbraut drengsins á Granastöð-
um var sá, að hann gat látið bæj-
arlækinn snúa strokknum.
Strokkur var til á bænum, hand-
snúinn og var bæði seinlegt, leið-
inlegt og erfitt að snúa sveifinni.
Mun drengurinn hafa fengið að
reyna það, því hann fékk nú
áhuga á því að láta vatnsaflið
létta undir og tókst það. En Jón
var fermdur þegar þessi áfangi
náðist, sá fyrsti í þá áttina að
auðvelda störf og flýta þeim.
Þetta vakti dálitla forvitni fólks,
jafnvel ánægju en mjög í hófi.
Sjálfum fannst drengnum hann
vaxa af þessu verki og mjög að
vonum.
Jón var nú kominn á þann ald-
ur, að ætlast var til þess að hann
tæki mikinn þátt í algengum
störfum á heimilinu. Hann gerði
svo en notaði hverja stund til að
föndra og smíða og naut lang-
lundargeðs föður síns hvað það
snerti að fá að sinna hugðarefn-
um sínum marga stund. En þó
voru það sunnudagarnir, sem
mest voru notaðir. Þeir voru há-
tíðisdagar Jóns og kappsamlega
notaðir til smííia og tilrauna, eftir
því sem orka og hugvit leyfði.
Lækirnir voru enn hugðarefni
Jóns og Páll bróðir hans vann að
því með honum uppi í fjalli, að
veita þeim saman til að auka vatn
bæjarlæksins. Fóru mörg sunnu-
dags-dagsverkin í það starf
bræðranna.
Þegar bæjarlækurinn varð
vatnsmeiri en áður, tókst Jóni að
setja niður ofurlitla kvörn við
húsvegginn, þannig að hann gat
tengt vatnshjól sagarblaði beint,
án framleiðslu rafmagns. Tengt
var með reim og var sögin notuð
með góðum árangri og var ekki
laust við að þetta tiltæki þætti
skrýtið.
Þegar hér var komið sögu hafði
fólk áttað sig á því, að pilturinn
varlagtækur. Má kannski um það
segja, og þótti engum mikið.
Nú er frá því að segja að íbúð-
arhúsið í Ártúni var byggt árið
1945. Þá voru steypuhrærivélar
nær óþekktar, en þá var það til,
að útbúnar voru fótstignar tunnur
til að hræra steinsteypuna í, en
ennþá var algengast að hræra á
palli með skóflum og var erfitt
verk og seinlegt.
En Jóni datt enn lækurinn í hug
þegar bygging var undirbúin. Um
eitt hundrað metrar voru á milli
læksins og hins verðandi íbúðar-
húss. Hann setti kaðalreim frá
læknum og á byggingarstað og
leiddi orkuna úr læknum þangað
heim og hrærði steypuna í allt
húsið í tunnu. Tvö hjól voru á
steyputunnunni og var hægt að
slá reiminni yfir á fríhjólið, t.d. á
meðan helt var úr tunnunni eða í
hana mokað steypuefninu.
Kannski voru þetta allt
ómerkilegir hlutir, nema þá helst
í augum piltsins. Strokkurinn,
sögin og steyputunnan fengu afl
sitt beint úr læknum og örvuðu
ímyndunaraflið. Enginn trúði því
að það tækist að láta bæjarlækinn
hræra steypuna við húsbygging-
una í Ártúni, en það trúleysi varð
sér til minnkunnar. En eftir-var að
ná tökum á hinu mikla ævintýri,
að láta straumvatn framleiða raf-
orku.
Snéri sér að
raforkunni
Vatnsaflstöðvar urðu nú aðal-
áhugaefni Jóns Sigurgeirssonar
og hann las allt sem hann náði í til
um það efni, spurði, skoðaði og
fræddist smátt og smátt. Skömmu
síðar fór hann að setja upp 12
volta stöðvar til ljósa. Hann þurfti
að þreifa sig áfram um flesta hluti
og smátt og smátt varð hann fær
um að leysa stærri verkefni.
Nú er hann búinn að smíða frá
grunni og endurbyggja yfir 40
rafstöðvar, þ.e. vatnsvélar. Þær
framleiða á annað þúsund kíló-
vött samanlagt.
Jón Sigurgeirsson í Árteigi
hefur einnig smíðað tugi gang-
ráða á rafstöðvar og er ekki vitað
að þeir hafi verið smíðaðir á öðr-
um stöðum hér á landi. Þessi
smíði er vandasöm og flókin og
hefur verið að þróast hjá Jóni í
fjölda mörg ár, enda ekki smíðað
eftir neinni fyrirmynd.
Gangráðar eru til þess notaðir
að halda gangi stöðvanna á jöfn-
um hraða, hvort sem álagið er
mikið eða lítið. Einkum smíðar
Jón gangráða til að stilla vatnið
en stundum smíðar hann þá til
að stjórna spennunni og eru þá
rafmagnsgangráðar, öðru nafni
spennustillar. Helst þarf þetta
hvort tveggja að vera á hverri
vatnsaflsstöð og nú er farið að
framleiða spennustillta rafala
beint frá verksmiðjunum er-
lendis.
Ekki eru þær fregnir undarleg-
ar, sem herma, að erlendir verk-
fræðingar hafi undrast er þeir
heyrðu um óskólagenginn út-
kjálkadreng á íslandi sem smíð-
aði nýja gerð gangráða í vatns-
aflsstöðvar.
Fyrr voru nefndar 12 volta
stöðvar til ljósa, sem Jón byggði.
En stærsta stöðin er hins vegar
150 kílóvatta stöð, sett niður á
Húsafelli og skilar þó ekki enn
fullum afköstum vegna galla á
drifbúnaði, sem verður lagfærður
nú í haust. Notað var bíldrif, sem
ekki dugði nema til framleiðslu á
120 kílóvatta orku. Túrbína
þeirrar stöðvar er um tveir metrár
í þvermál og við hana smíðaði
Jón vatnsgangráð. Þessa stöð sá
ég og skoðaði þegar hún var á bil
á suðurleið.
Þrátt fyrir samveiturnar, sem
leyst hafa raforkumál svo mikils
fjölda heimila, ná þær ekki um
land allt. Margir menn hafa í at-
hugun að koma sér upp heimilis-
rafstöðvum, þar sem nota má læk
eða á í allra næsta nágrenni.
Fyrirspurnir berast um kostnað
og ýmislegt annað og Jón reynir
að svara þvi eftir bestu getu, sem
um er spurt. Heimilisrafstöðvar
eru ekki hugsaðar sem sam-
keppnistæki við samveiturnar,
heldur til viðbótar, einkum þar
sem erfiðast er að tengjast sam-
veitum en vatnsafl er fyrir hendi.
Lánamöguleikar til framkvæmda
á þessu sviði hafa verið rýmkaðir
til að flýta rafvæðingu á öllum
heimilum landsmanna.
Eiður, rafvirki, sonur Jóns í
Árteigi vinnur á verkstæði föður
síns og virðist samvinna þeirra
góð. Mikið verkstæðishús er rétt
við myndarlegt ibúðarhúsið Ár-
teig, þar sem þeir feðgar smíða. í
vor smíðuðu þeir nær 30 súg-
þurrkunarblásara eftir pöntunum
bænda, svo fleira sé nefnt en
vatnsvélar í rafstöðvar og gang-
ráða í þær.
Sveitabæir þurfa
20 kílóvött
Skemmtilegt er til þess að vita,
að þeir eru fleiri hagleiksmenn-
imir á þessu sviði en Jón í Árteigi.
Björn Þórhallsson á Ljósavatni í
sömu sveit og Jón hafa unnið
sameiginlega að hinum ýmsu
verkefnum, svo sem smíði vatns-
véla og Björn hefur annast upp-
setningu rafstöðva, sem Jón hefur
smíðað og ennfremur hefur hann
annast vandasamar viðgerðir
víða um land og er, þegar þetta er
skráð á haustdögum 1980, að
Framhald á bls. 26.
Hildur Eiðsdóttir og Jón Sigurgcirsson. Jón framleiðir ckki eingöngu tæki til rafmagnsframleiðslu. Hér sjáum við nokkra súgþurrkunarblásara.
DAGUR.23