Dagur - 07.12.1983, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 7. desember 1983
Ertu fylgjandi því
að teknar verði
upp dauðarefsing-
ar á íslandi?
Sigrún Ragnarsdóttir:
Alls ekki, ég sé ekki aö hér
séu framdir svo alvarlegir
glæpir að svo harkalegrar
refsingar þurfi.
Hafsteinn Aðalsteinsson:
Nei, í sjálfu sér er ég ekki
fylgjandi því, en þaö mætti
höggva hendina af þeim
mönnum sem eru eitthvað að
bralla með eiturlyf.
Gunnar B. Tryggvason:
Nei.
Guðrún Hartmannsdóttir:
Alls ekki, það er engin þörf á
því.
Ingibjörg Stella:
Nei, þess gerist ekki þörf.
„Það er hægt að gera svo
ótal margt við peningana“
— annað en byggja fyrir þá steinkassa, segir Júlíus Thorarensen
„Ég sé ekki betur en húsnæð-
issamvinnufélög séu álitlegur
kostur fyrir þá sem vilja koma
sér þaki yfír höfuðið, ekki síst
ungt fólk sem ræður ekki við
þau lánakjör sem í boði eru í
dag,“ sagði Júlíus Thoraren-
sen, formaður Starfsmannafé-
lags Sambandsverksmiðjanna,
í samtali við Dag.
Júlíus er Akureyringur í húð
og hár jafnvel þótt hann sé fædd-
ur og uppalinn til sjö ára aldurs í
„Litlu-Reykjavík“. Undir þessu
nafni gekk nefnilega húsið númer
53 við Gránufélagsgötu, næsta
hús fyrir ofan Norðurpólinn sál-
uga. Paðan flutti Júlíus í bragga-
hverfið á Gleráreyrum, en þar er
nú athafnasvæði Sambandsverk-
smiðjanna; heimili Júlíusar stóð
þar sem Sútunarverksmiðjan er í
dag. Og 1954 byrjaði Júlíus að
vinna hjá verksmiðjunum.
„Það var ekkert um annað að
gera þá vinur minn, en að fara að
vinna,“ sagði Júlíus. „Ég byrjaði
í kambgarnsdeildinni hjá Gefjun.
Síðar fluttist ég yfir í loðbands-
deildina og var verkstjóri þar í 10
ár, þar til ég tók við viðgerðar-
deild ullariðnaðar árið 1931.“
Jafnframt hefur Júlíus verið
formaður starfsmannafélagsins
undanfarin þrjú ár. Hann var
spurður um félagslífið.
„Petta er geysilega öflugt félag
og alltaf mikið um að vera hjá
okkur. Um síðustu helgi tókum
við þátt í kynningarfundinum um
húsnæðissamvinnufélögin, jafn-
framt því sem við héldum fjöl-
skyldubingó. Á laugardaginn
verðum við með barnapössun
fyrir félagsmenn okkar á meðan
verslanir verða opnar og aftur
laugardaginn þar á eftir. Síðan er
jólatrésskemmtun, áramóta-
skemmtun og við erum með
þjónustu fyrir aldraða félaga
okkar, sem komnir eru á eftir-
laun. Ef þeir þurfa á einhverri
Júlíus Thorarensen.
aðstoð að halda þá geta þeir leit-
að til okkar. Við höfum einnig
verið með ýmiss konar námskeið,
t.d. í hnýtingum, félagsmálum og
gítarleik. Eftir áramótin verðum
við með bridge-námskeið. Og
ekki má ég gleyma kórnum okkar
sem æfir nú af fullum krafti undir
stjórn Árna Ingimundarsonar og
hyggur á utanlandsför næsta
sumar. Það er því ýmislegt um að
vera hjá okkur og þátttaka fé-
lagsmanna er almennt mjög góð.
Ég get nefnt sem dæmi, að á síð-
asta starfsári lögðu 80 manns
fram vinnu í sambandi við starf-
semina, en þar við bætast allir
þeir sem voru þiggjendur þess
sem boðið var upp á.“
- Húsnæðissamvinnufélög,
hvað hafa þau til síns ágætis?
„Ég tel að þau séu álitlegur
kostur, alla vega er full ástæða til
að skoða þennan möguleika ofan
í kjölinn. Húsnæðissamvinnufé-
lög byggja íbúðarhús og reka þau
jafnframt, eftir að þau hafa verið
tekin í notkun. Félagið er sem sé
ekki úr sögunni þó búið sé að
byggja. Sá sem gerist „búseti“
hjá slíku félagi, hann greiðir
ákveðið framlag, sem tryggir
honum ævilangan búseturétt í
viðkomandi húsnæði. Það yrði að
líkindum um 50 þúsund kr. mið-
að við tveggja herbergja íbúð í
dag og er nálægt 5% af bygging-
arkostnaði slíkrar íbúðar. Síðan
greiðir viðkomandi ákveðið mán-
aðargjald, líklega í 32 eða 42 ár,
eftir því hvað lánin verða til langs
tíma. En það er ekki alveg ljóst
hvað þá tekur við, hvort „búset-
inn“ greiðir áfram sama gjald,
eða þá að það lækkar eitthvað.
Þetta gjald er nokkurs konar
húsaleiga, sem stendur undir
rekstri eignarinnar t.d. viðhaldi,
sameiginlegu rafmagni hita og
opinberum gjöldum svo eitthvað
sé nefnt. „Búsetinn“ eignast
hins vegar ekki íbúðina; hann á
ekki annað en stofngjaldið og það
getur hann fengið endurgreitt
með verðbótum ef hann vill
hætta í félaginu. En hann getur
líka flutt inn í íbúð hjá öðru hús-
næðissamvinnufélagi t.d. í
Reykjavík, án þess að greiða nýtt
stofngjald.“
- „Búsetinn“ eignast þá aldrei
í raun þak yfir höfuðið?
„Nei, í rauninni ekki og þetta
þýðir það að menn verða að
breyta örlítið um hugsunarhátt.
Hingað til hefur það verið lenska
hjá ungu fólki, að vinna myrkr-
anna á milli bestu ár ævinnar til
að eignast þak yfir höfuðið;
venjulega steinkassa. En það er
hægt að gera svo ótal margt ann-
að fyrir peningana, t.d. ferðast.
Það er líka mögulegt að komast
inn í íbúð hjá sambærilegum fé-
lögum á Norðurlöndunum, þar
sem þau hafa notið vinsælda í 40-
60 ár.“
- Ertu bjartsýnn á að húsnæð-
issamvinnufélag verði stofnað á
Akureyri?
„Já, það er ég. Undirbúnings-
nefndin heldur fund í næstu viku
og við stefnum að stofnfundi í
janúar. Ef allt gengur eftir óskum
ættu byggingarframkvæmdir á
vegum væntanlegs félags að geta
hafist í vor.“
Eiginkona Júlíusar heitir
Margrét Emilsdóttir frá Siglu-
firði. Þau eiga fjögur börn. Eins
og að framan greinir er Júlíus á
kafi í félagsmálum. Hann var að
lokum spurður um hvort ein-
hvem tíma gæfust frístundir.
„Já, já, ég á nógar frístundir.
Þegar þær gefast spila ég gjarnan
bridge og yfir sumarið leik ég
mér á golfvellinum. Að vísu kann
ég ekkert í þeirri íþrótt, en útiver-
an hressir mann,“ sagði Júlíus
Thorarensen í lok samtalsins.
Sektaður um 240 kr. í Reykjavík
— en var á sama tíma rúmliggjandi á Akureyri
Ólafur J. Eyland hafði samband
við bíaðið og sagði sínar farir
ekki sléttar. Hann hafði nefni-
lega fengið í hendurnar „séktar-
boð“ frá lögreglustjóranum í
Reykjavík. Samkvæmt sektar-
boðinu á Ólafur að hafa lagt bif-
reið sinni, A-629, ólöglega við
stöðumæli á Hverfisgötu 18.
október sl. klukkan 6 mínútur
yfir þrjú. Þetta kemur hins vegar
flatt á Ólaf, því hann hefur ekki
til Reykjavíkur komið.í tvö ár og
umræddan dag lá hann veikur
uppi í rúmi og gat sig hvergi
hrært. Á meðan stóð bifreið
Ólafs á sínum stað og hún hefur
aldrei til Reykjavíkur komið,
hvað þá að hún hafi unnið sér
það til sakar, að standa við stöðu-
mæli án þess að greitt væri í
hann. Þrátt fyrir það vill lög-
reglustjórinn í Reykjavík 240
krónur af Ólafi.
„Ég hélt fyrst að lögreglan í
Reykjavík væri farin af stað með
eitthvert happdrætti, þegar ég
fékk þennan gíróseðil og ég hafði
hugsað mér að styðja þá greyin.
En það datt alveg af mér andlitið
þegar ég sá hvers kyns var. Og ég
hefði gaman af að vita hvernig
svona lagað getur átt sér stað.
Slíku hef ég ekki kynnst áður og
er þó búinn að hafa bílpróf síðan
1939,“ sagði Ólafur Eyland.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
KVERPISG3TU 115 - SÍMI 10200
0LAF J t EYLAND
MUNKAíVERARSTRÆTI 16
SEKTARBOB - KVÍTTIÍN
Nr. 1 12 3 6 86’
c
240 |j
Dáasetning
Nalnnúmer TiMsuóamúmer / Ar / Teg
6749-6779 674967749229/83/A 08.11.83
600 AKUREYRI
EFNI; 0LÖGLEG STAÐA BIFREIBAR
STAB-^OG TIMASETNING: VIB S'TÖÐUMÆLI NR. 858 V/HVERFISG.18.10.SL.KL.15.Ö6
I tilkynningu, sem fest var á bifreiðina umrætt sinn, var ökumanni boðið að Ijúka málinu með gre'ðslu aukaleigugjalds
innan viku. Því boði hefur eigi verið sinnt.
ökumanninum er hér með gefinn kostur á að Ijúka málinu án dómsmeðferðar með greiðslu sektar þeirrar, sem tilgreind
er hér að ofan, innan tveggja vikna frá dagsetningu seðils þessa. Óskast samþykki ritað á efri hluta seðilsins.
^ Lögreglustjórlnn ( Reykjavík