Dagur


Dagur - 07.12.1983, Qupperneq 10

Dagur - 07.12.1983, Qupperneq 10
10 DAGUR - 7. desember 1983 Við bjóðum í jólamatinn: „LONDON-LAMB m*m ■' m mm W'.Æ'.m á meðan birgðir endast Nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar „Þar sem vonin grær“ Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur nú út nýjustu skáldsögu Ingibjargar Sigurðar- dóttur, „Þar sem vonin grær“. Eftir Ingibjörgu liggja um 20 skáldsögur, sem notið hafa mikilla vinsælda, enda fjallar hún um sígild viðfangsefni, gleðina og sorgina, í gamalkunnu umhverfi íslenskra lesenda. í þessari nýju skáldsögu er það Logi Snær, efnismaðurinn ungi, sem bitur æskureynsla og síðar eiturlyfin virðast ætla að leggja í rúst. í sveitinni er hann særður dýpst, en þar á líka upptök sín hamingjulind þessa hrjáða borg- arbarns. Mannkostir fara ekki í súginn, því hann ratar að lokum veginn eina. Logi Snær gerist forystumaður þeirra sem snúa af glötunarbraut, því eins og hjúkrunarkonan Mar- ín segir: „Kraftaverkin gerast enn á okkar dögum . . .“ „Þar sem vonin grær“ er 197 bls., prentuð og bundin í Prent- 82 verki Odds Björnssonar. Verð kr. 494,00. „Ysjur og austræna“ Bókaforlagið sendir nú frá sér annað bindið af „ Ysjum og aust- rænu“, eftir Jón Gísla Högnason frá Læk. í bókinni eru frásagnir mjólkurbílstjóra á Suðurlandi. sAONAíÆrns M.:ó;*T.mEítSTJóiiA Á Etroimr.ANEi Þessar bækur lýsa því ævintýri tækni og samvinnu sem opnaði sveitirnar fyrir nýjum tíma. í nafnaskrá 2. bindis eru yfir 1000 manna- og bæjanöfn og 140 ljósmyndir. Pað má því sjá af öllu, að hér eru á ferðinni yfir- gripsmiklar bækur um nýtt svið í þjóðlegum fróðleik okkar. Les- endur fögnuðu þessum einlægu frásögnum í 1. bindi og varðandi tök Jóns Gísla á viðfangsefninu nægir að vísa til ritdóms eftir Björn Þorsteinsson, prófessor í Jón Gísli Högnason MINNINGAÞ/ETn R SAMKERÐAMANNA sagnfræði við Háskóla íslands: „Um þau stórtíðindi hefur Gísli skrifað mjög athyglisverða bók . . . Þegar þar að kemur er hlutur erfiðismannsins oft gleymdur, og tiltækar heimildir fjalla jafnan um höfðingjana en ekki fólkið sem þeir unnu fyrir eða fjötruðu, þegar grannt er skoðað. „Sagan gjarnan eignar einum/afrekin þín dreifði múgur“, kvað Stephan G. . . . Því er ekki þann veg far- ið hjá honum Gísla á Læk; þeim Helga Ágústssyni og köppum hans er öllum vel borgið og njóta hverannars . . .“ (DV 3.1.1983.) í 2. bindinu af „ Ysjum og aust- rasnu“ eru frásagnamenn 30 tals- ins og lýsa margháttaðri atvinnu- uppbyggingu og samfélagsþróun. Bókin er 441 bls. og kostar kr. 1.235,00. Gengnar leiðir“ Bókaforlagið sendir nú frá sér nýja bók eftir Jón Gísla Högna- son frá Læk, og nefnist hún „Gengnar leiðir“. í bókinni eru minningaþættir 8 samferða- manna. Jón Gísli hefur áður tek- ið saman safnrit með frásögnum alþýðufólks, en sjaldan hefur honum tekist að laða fram jafn samstætt safn aðlaðandi persóna. Með hans eigin orðum er þetta „lífsreisa um langvegu, sem farin var af þeim, sem geta glaðst og fundið til“. í bókinni eru sögur úr sveit og frá sjávarsíðunni, ilmur úr sveit og angan af hafi, - og lýsing á því hvernig ísland nútímans varð til. Sviðið er vítt, en merkastar munu þykja frásagnirnar af atvinnu- og búsetuþróun á Suðurlandi. Mikill fjöldi ljós- mynda er í bókinni og henni fylg- ir ítarleg nafnaskrá. 216 bls. Verð kr. 697,80.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.