Dagur


Dagur - 07.12.1983, Qupperneq 12

Dagur - 07.12.1983, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 7. desember 1983 Gluggao í jólavörurnar Nú er sá tími kominn þegar flest fer að minna á blessuð jólin. Gluggaútstillingarnar verða skrautlegri og skrautlegri með hverjum deginum sem líður, enda fer þeim nú fjölgandi sem staldra við í dagsins önn og líta eftir gjöfum handa ættingjum, vinum og kunningjum. Jólaskreytingarnar fara að setja svip á verslunargötur og íbúðarhús. Bara að kærleiksboðskapurinn gleymist ekki í öllu glysinu. Mynd: KGA. Hvað er góðauglýsing?Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta íblöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþvíað auglýsa íDegi, þar eru al/ar auglýsingar góðar aug lýsingar. Auglýsing i Degi BORGAR SIG Framtaks- samar stúlkur Þessar brosmildu stelpur; íris Björk Hafþórsdóttir, Árveig Ara- dóttir, Berglind Aradóttir og Elma Geirsdóttir, auk Hörpu Haf- bergsdóttur og Fjólu Sveinmarsdóttur, sem ekki gátu verið við myndatökuna, héldu hlutaveltu og ágóðinn varð 613 kr., sem þær hafa gefið til Dvalarheimilisins Hlíðar. Þessar stelpur Iögðu Hlíð einnig lið. Þær héldu hlutaveltu og ágóðinn varð 1.094 kr. Stelpurnar heita Sigrún Gylfadóttir, Rósa Björk Símonardóttir og Hanna Kristín Másdóttir. „Við ætlum að biðja ykkur að koma þessum peningum til Rauða krossins,“ sögðu þessar tápmiklu stelpur, þegar þær komu með 566 kr. á ritstjórn blaðsins, en peninganna höfðu þær aflað með hlutaveltu. Þær heita: Eygló Bergsdóttir, Sigríður Vilmundar- dóttir, Margrét Lára Jóhannsdóttir, Þórunn Sif Sigurjónsdóttir og Hrefna Kristín Jóhannsdóttir. Peningunum hefur öllum verið komið til skila og blaðið var beðið fyrir bestu þakkir til þessara framtakssömu stelpna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.