Dagur - 25.05.1984, Síða 11

Dagur - 25.05.1984, Síða 11
25. maí 1984 - DAGUR — 11 Roar Kvam í helgarviðtali Svona sveiflur eru ekki hjá atvinnu- fólki, það missir standardinn ekki niður fyrir meðalmennskuna á slæm- um kvöldum. En þetta var þroskandi fyrir krakkana, sérstaklega þá sem hafa hugsað sér að gera hljóðfæraleik að atvinnu. Pað er nefnilega ekki alltaf gaman að vera í hljómsveit, það getur meira að segja verið hund- leiðinlegt og það var gott fyrir krakk- ana að komast að raun um það núna. Það má því segja, að þetta hafi verið nokkurs konar starfskynning. En ég vona að samstarfið við Leik- félag Akureyrar haldist, en þá með því að fá fleiri af kennurum skólans inn í hljómsveitina. En það gerist ekki nema með því móti að Leikfé- lagið greiði hærra kaup. Þetta er at- vinnuleikhús með atvinnuleikurum, sem hljóta að hafa metnað til að hafa hljómsveit með atvinnuhljóðfæra- leikurum.“ - 3. júní stjórnar þú kór og hljóm- sveit, sem ætlar að flytja okkur Ör- lagagátuna hans Björgvins Guð- mundssonar. Er það hljómsveit Tónlistarskólans sem þar verður að verki? „Að hluta til já, blásaraarmur hennar verður þar til staðar, en strengimir verða í höndum félaga úr Nýju strengjasveitinni í Reykjavík.“ - Er strengjaarmur ykkar hljóm- sveitar þá ekki nægilega sterkur? „Ekki eins og er, hann tók dýfu niður á við fyrir um 2 árum, en er nú að ná sér á strik aftur smátt og smátt. Það kostar mikla ástundun að ná valdi á strengjahljóðfæri, tekur um það bil 10 ár, og þeir sem leggja það fyrir sig verða að hafa gott vald á líkamanum og næmt tóneyra. Þetta er staðreynd sem við komumst ekki framhjá frekar en aðrir, og það sem er enn erfiðara; þegar við höfum loksins verið búnir að byggja upp boðlega strengjasveit hefur oft kom- ið flótti í liðið þegar hljóðfæraleikar- arnir hafa farið úr bænum til fram- haldsnáms. En okkur hefur gengið betur með blásarasveitina, enda er fljótlegra að ná valdi yfir þeim hljóð- færum.“ 0 Gamall draumur - Kórinn sem flytur Örlagagátuna er stór, telur um 60 söngvara úr ein- um fjórum kórum. Er það skref í þá átt að sameina akureyrska kóra til stórra átaka á tónlistarsviðinu? „Ég vona það. Það hefur verið óskadraumur minn allt frá því að ég kom hingað að sameina sterkustu kraftana úr öllum kórunum til að flytja eitthvað stórt, til dæmis einu sinni á ári. Ég ræddi þetta við ýmsa ráðamenn kóranna, en fékk litlar undirtektir, flestir þeirra töldu þetta útilokað. Fljótlega varð mér Ijóst, að nær útilokað er að gera þennan draum minn að veruleika, því met- ingurinn milli kóranna er mikill. Ég hugsa að það væri jafnvel auðveldara að sameina KA og Þór í eitt gott knattspymulið, heldur en akureyrsku kórana í einn sterkan kór. Ég lauk við útsetningar á Örlaga- gátunni fyrir um það bil tveimur árum. Þá skrifaði ég kórunum og bað um samstarf. Þá var mér ekki svarað. Síðan varð það úr, að við auglýstum eftir söngfólki í haust, til að flytja þetta ákveðna verk, töldum líkur til að hægt væri að sameina söngkrafta bæjarins um verk eftir látinn sam- borgara. En það voru aðeins tveir söngvarar sem gáfu sig fram. Það varð því úr að Passíukórinn tók þetta verkefni inn á sína verkefnaskrá. Síðan höfum við fengið stuðning frá Geysi, Gígjunni og Kirkjukór Ak- ureyrar. Ætli félagar í Passíukórnum séu ekki um 40, en úr öðrum kórum fáum við 20 söngvara. Ein forsendan fyrir því að kórarnir geti einhvern tímann starfað saman er sú, að stjóm- endur þeirra hafi samstarfsvilja. Og ég er viss um að samstarfið við Geysi hefði orðið torsóttara ef Michael Clarke, kollegi minn og vinur, væri þar ekki stjórnandi. Já, og svo er ég með sveitamenn í kórnum, bónda framan úr Firði og annan á Hauga- nesi. Ég hef rekið mig á það, að fólk sem þarf að hafa hvað mest fyrir æf- ingunum mætir hvað best. Þetta sannast á sveitakórunum, þar sem félagarnir þurfa jafnvel að aka tugi kílómetra á æfingar, en láta það ekk- ert á sig fá.“ 0 Ekki óáþekkt óperu - Hvernig kom það til að þú fórst að glíma við Örlagagátu Björgvins? „Ég kynntist annarri óratoríu Björgvins, Friður á Jörðu heitir hún. Síðan fór ég að spyrjast fyrir um önnur verk hans og þá var mér bent á Örlagagátuna, sem af mörgum er talin tæknilega best heppnaða tón- verk Björgvins, þar hafi hann náð hvað bestum árangri sem tónskáld. Ég fór suður á Landsbókasafn en þar eru tónsmíðar hans geymdar og kynnti mér flestar þeirra. Ég komst að sömu niðurstöðu, fannst Örlaga- gátan áhugaverðust. Það varð til þess að ég ákvað að útsetja verkið fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og það var mikið verk. Fljótlega eftir að ég byrjaði fann ég að það var eitt- hvað sem rak mig áfram. Stundum hafði ég það á tilfinningunni, að Björgvin heitinn stæði fyrir aftan mig, potaði í mig og segði; áfram með þig, áfram með þig. Þetta varð til þess að ég sat yfir verkinu kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt. Þannig gekk þetta meira og minna í tvö ár. Þetta var svolítið sérstakt, því oft byrja ég á útsetningum, en kasta þeim síðan frá mér og lít ekki á þær í langan tíma. En það var eitthvað sem rak mig til að ljúka við Örlaga- gátuna á tveim árum í striklotu. - Hvernig verk er þessi óratoría? „Það má segja um Björgvin, að hann hafi verið nokkuð gamaldags tónskáld, hann samdi sín lengri tón- verk í rómantískum barokkstíl og líkist Hándel í óratoríum sínum. Óratoría minnir um margt á óperu, hún er tónverk um einhverja ákveðnasögu, flutt afeinsöngvurum, kór og hljómsveit. Hún er hins vegar ekki leikin eins og óperan, þannig að áheyrendur verða að láta ímyndun- araflið sjá sér fyrir myndrænu hlið- inni. Sumir kaflarnir í Örlagagátunni eru mjög vel skrifaðir, aðrir benda til þess að innblástur tónskáldsins hafi ekki verið of mikill, en allt er verkið skrifað af einlægni. Þess vegna þarf að nálgast það með sömu einlægninni og túlkunin þarf að vera einlæg. Annars verður verkið hundleiðinlegt og það er auðvelt að flytja Örlaga- gátuna illa. Þetta hefur reynst mér einna erfiðast við æfingarnar, því fólkið hefur verið tregt til að gefa af sjálfu sér í sönginn. Sumum finnst þetta asnalegt, ef til vill vegna þess að sungið er á íslensku og texti Stephans G. er stundum svolítið ank- analegur við fyrstu sýn. En til þess að útkoman verði boðleg verða allir flytjendur að gefa allt sem þeir eiga í túlkunina, þannig að hún verði ein- læg.“ - Tók verkið breytingum í með- förum þínum? „Nei, þetta var mikil vinna, útsetn- ing fyrir hljómsveit ásamt röddum og raddskrá fyrir kór, en Björgvin hafði eingöngu skrifað verkið fyrir kór og píanó. Það má líkja mínu verki við að taka svart-hvíta mynd og lita hana. Ég hef klætt þetta verk Björg- vins í ný klæði, en ég hef engu breytt, engu sleppt og engu bætt við. Það er svo annarra að dæma um hvernig hefur tekist til. Ég er mjög ánægður með að ná saman þessum kór og vona að þetta verði hvati til að fleiri söngmenn vilji taka þátt í svona stóru verkefni í framtíðinni. Ég held að það sé menntandi og þroskandi fyrir þá sem söngmenn og komi þeirra kór til góða. - Roar, þú útsetur, stjórnar kór og hljómsveit og kennir tónlist, þannig að staða þín er ekki ósvipuð stöðu Björgvins Guðmundssonar á sínum tíma. En hann samdi tónverk, hvað um þig? „Ég hef samið svolítið af tónverk- um, en ekkert þeirra hefur verið flutt hér á landi. Árið 1974 var flutt eftir mig verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit á norrænum múskík- dögum í Stokkhólmi og það var framlag Norðmanna til hátíðarinnar. Auk þess hef ég samið verk fyrir lúðrasveitir, aðallega til að nota við kennsluna, en ég tel þau ekki nægi- lega vel skrifuð til að flytja þau á op- inberum vettvangi. Auk þess tel ég mig frekar tónlistartúlkanda en tónskáld. Tónsmíðar eru handverk; það er ekki nóg fyrir þig að heyra hljómana í hausnum, þú verður að kunna að setja þá á blað, þannig að aðrir geti leikið þá eins og þú ætlast til. Annars er til lítils unnið. -GS. Myndir: KGA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.