Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. maí 1984 62. tölublað DaBvíkingar gera hreint fyrir sínum dyrum: Losuðu sig við járna- draslið til Akureyrar - Þetta voru nokkurra ára „birgðir" sem voru fjariægðar um helgina. AIIs kyns jánia- drasl, ónýtir bílar og meira að segja gamall veghefill en allt var þetta drasl til mikilla lýta fyrir bæinn og því gott að losna við það, sagði Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjórí á Dal- vík er við ræddum við haiui uiii „hreinsunarherferð" sem stóð alla helgina. Það voru Sindramenn á Akur- eyri sem sáu um að koma drasl- inu burtu og Dalvíkingar hafa því losnað við skranið til Akur- eyrar þar sem það bíður nú ör- laga sinna í Sindraportinu. Eini kostnaðurinn við hreinsunina sem Dalvíkurbær þarf að bera er smákostnaður við hleðslu á vöru- bílum en Sindramenn fá síðan draslið fyrir sinn snúð. Talið er að tugir ef ekki hundruð tonna af ýmiss konar járnarusli hafi þann- ig yfirgefið „heimastöðvarnar" en fyrirtæki og einstaklingar anda nú léttar eftir að öll tonnin eru farin. Að sögn bæjarstjórans þá voru það bæjar- og heilbrigðisyfirvöld sem höfðu frumkvæði að því að losna við „ófögnuðinn" í góðri samvinnu við Sindramenn. -ESE Mannlíf í Húna- Þingi ^Wæá 14 w%M~-' 1 Hann nennti ekki að bíða eftir Léiruveginum og dreif sig af stað yfír fjörðinn þessi ungi hjólreiðagarpur. Engum sögum fer af ferðum hans, en þess þekkjast dæmi að menn hafa gengið á vatni, og hví skyldi þá ekki vera hægt að hjóla á vatni? Mynd og texti: KGA. Heimsókn - ... ¦¦ - í Kröflu- ' ^ \ I ¦ "" H»5: Í virkjun jjgSjfeU 12-13 I HmtA Fimm bílaárekstur „Það er ljóst að um miklar skemmdir er að ræða á þessiim bifreiðum og allt bendir til þess að bifreiðinni sem þessu olli hafi veríð ekið á mikilli ierð," sagði Daníel Snorrason rann- sóknarlögreglumaður á Akui- eyri um fimm bíla árekstur sem varð í Aðalstræti á Akureyri í fyrrakvöld. Daihatsu bifreið var þá ekið norður Aðalstræti og er bifreiðin kom þar að er bundið slitlag tekur við af malarveginum á móts við húsið númer 58 virðist sem ökumaður hafi skyndilega misst stjórn á bifreiðinni. Daníel sagði að „skriðför" bif- reiðarinnar hafi mælst 62 metrar. Það eru ekki bremsuför heldur virðist sem Daihatsu bifreiðin hafi runnið þarna út á hlið. Hún lenti á Lancer bifreið, kastaði henni á aðra af Mazda gerð sem rakst síðan á Galant. Þá mun plasthorn af Lancernum hafa kastast yfir allar þessar bifreiðar og á Fiat og brotnaði rúða í Fiat- - „Skriðför" bilsins sem honum olli mældust 62 metrar inum. Aðkoman mun því hafa verið allt annað en fögur. Ökumaður Daihatsu bifreiðarinnar var einn á ferð og slapp án meiðsla og enginn var í hinum bílunum fjórum. Hann var sviptur öku- leyfi til bráðabirgða. gj^.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.