Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 24

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 24
Akureyri, miðvikudagur 30. maí 1984 EIRRÖR -TENGI @ SMURKOPPAR K g a s Teikning af Glerárkirkju. Betra loft komið í íþróttahöllina „Ég get ekki sagt um þetta al- veg með fullri vissu vegna þess hversu lítið er búið að prófa tækin, en mér sýnist á öllu að óhætt sé að vera mjög vongóð- ur,“ sagði Hermann Sigtryggs- son formaður byggingamefndar íþróttahallarinnar á Akureyri í samtali við Dag. Eins og áður hefur komið fram í Degi var mjög kvartað yfir loft- leysi í húsinu sl. vetur og að undanförnu hefur verið unnið að uppsetningu raka- og loftræsti- tækja þar. Pá er unnið við loft- ræstikerfi, hitakerfi og rafmagns- kerfið auk þess sem unnið er að frágangi á fjölmörgum öðrum sviðum. Hermann sagði að ein prófun hefði farið fram á raka- og loft- ræstikerfum í aðalsalnum og lof- uðu niðurstöður úr þeirri prófun mjög góðu. Fjárveiting til fram- kvæmda við húsið á þessu ári frá ríki og bæ nam 7,5 milljónum króna og sagði Hermann að ým- islegt væri hægt að framkvæma fyrir þá upphæð þótt ekki væri hægt að fullklára allt. gk- Glerárkirkja: Biskup tekur fyrstu skóflustunguna Biskupinn yfir íslandi, hr. Pét- ur Sigurgeirsson mun á morg- un að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkju í Glerárhverfi. Helgistund verður á kirkjulóð- inni sem er fyrir austan Bugðu- síðu og norðan Arnarsíðu. Lúðrasveit Akureyrar mun leika og kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar undir stjórn Askels Jóns- sonar syngur. Hr. Pétur Sigur- geirsson biskup flytur ræðu og hann mun síðan taka fyrstu skóflustunguna að Glerárkirkju. Eftir athöfnina á kirkjulóðinni verður farið í félagsheimili Sjálfs- bjargar að Bjargi sem er við hlið kirkjulóðarinnar og þar mun Kvenfélagið Baldursbrá verða með hátíðarkaffi. Teikningar af kirkjunni munu verða þar til sýnis. Tjaldstæðið á Dalvík: Sturtubað fyrir ferðalanga Þessa dagana standa yflr mikl- ar framkvæmdir á tjaldstæðun- um á Dalvík. Verið er að byggja hús sem í verður hrein- lætisaðstaða og er fyrirhugað að húsið standi tilbúiö um miðjan júní. Að sögn bæjarstjórans á Dalvík, Stefáns Jóns Bjarnason- ar þá verða í húsinu tvær snyrt- ingar auk þriggja handlauga en aðalkosturinn verður þó líklega sturtan þar sem ferðalangar eiga að geta skolað af sér ferðarykið. Þetta framtak Dalvíkinga er til mikillar fyrirmyndar enda nauð- synlegt að hreinlætisaðstaða sé góð á þeim stöðum sem vilja kalla sig ferðamannastaði. - ESE Tveir teknir með hass Tveir ungir menn voru um helgina handteknir á Akureyri og við leit á þeim fundust 13 grömm af hassi Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er talið að hassið hafi verið ætlað til einkaneyslu. Annar mannanna mun hafa komið við sögu hjá lögreglunni áður vegna fíkniefnamisferlis en hinn ekki. gk-. Gísli Magn- ússon látinn Látinn er á Akureyri, Gísii Magn- ússon, byggingastjóri hjá Kaup- félagi Eyfirðinga. Gísli Magnússon var múrari að iðn, fæddur 29. júní árið 1917. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í júní 1965 og starfaði sem byggingastjóri allt til dauða- dags. anátt um allt land á morgun og föstudag, en sennilega verður úr- komulaust á Norður- Iandi. A laugardag og sunnudag snýst vindur hins vegar í norðaustur og þá mun kólna eitthvað og rigna jafnframt. # Hvar er Höldur? Á dögunum var hér á Akur- eyrarflugvelli hin myndarleg- asta forstjóraþota, í eigu for- stjóra John Manville Comp- any, sem er meðeigandi í Kísilíðjunni, eins og flestir vita. En áður en gárungarnir á flugvellinum fréttu hvereig- andinn vaeri, leituðu þeir log- andi Ijósi að nafninu Höldur sf. á þotunni. # Barist um fararstjóra Á þingi HSÍ um helgina var hart barist um yfirráð i stjórn sambandsins. Deilurnar i stjórninni hafa lengi verið allt annað en íþróttamannslegar en það er vonandf að hin nýja stjórn geti i framtíðinni ein- beitt sér að þvi að efla hand- knattleikinn. Þó hart hafi verið barist um stjórnvöllnn þá var það ekki bara metorðagirnd sem réð gjörðum manna. Eftir að Ijóst varð að íslenska handknatt- leiksliðið á hugsanlega möguleika á þátttöku á Olympíuleikunum, þá gerðu hinir góðu menn sér Ijóst að sæti i stjórn HSÍ gætí tryggt fararstjórasæti fyrir viðkom- andi og farseðil á leikana i Los Angeles. # Sjö farar- stjórar eða ... Val hinna „útvöldu tólf“ sem keppa eiga fyrir ísland í hin- um ýmsu greinum á OL hefur að sjálfsögðu mælst misjafn- lega fyrir. Það er deilt um rétt- mæti þess að senda þennan eða hinn keppandann á léik- ana en Akureyringar hljóta þó að fagna því að búlð er að velja Harald Ólafsson til keppni. Frjálsíþróttamennirn- ir og júdómennirnir munu einnig standa vel fyrir sínu en meirl vafi leikur hins vegar á þvi hvað sjö fararstjórar og þrír sundmenn hafa að gera á þessa leika. • 17 fararstjórar? Því hefur annars heyrst fleygt að hjörtu hinna ólíklegustu manna innan ÍSÍ hafi tekið kipp þegar þeir fréttu um möguleika handknattleiks- liðsíns á þátttöku í OL. Þessír garpar íslenskrar íþróttafor- ystu hugsuðu sem svo að fyrst 12 manna keppendalið gæfi tilefni til að senda sjö fararstjóra þá hlyti 16 manna handknattleikslið að kalla á eina tíu fararstjóra til viðbót- ar. Líklega verður þeim þó ekki að ósk sinni þvi heyrst hefur að fararstjórarnir með handknattleiksmönnunum verði aðeins tveir, auk þjálf- araog aðstoðarmanns hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.