Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 11
30. maí 1984 - DAGUR -11 Þarna hefur hann náð taki á lambinu . . . . . . og hér er það komið í heiminn. Hinar rollurnar koma í „heimsókn“ til þess að sjá hvort ekki sé allt með felldu. hafi byrjað að búa 1966 um haustið. Hafði áður verið á bændaskóla, í vinnu hér og þar, til sjós, á Keflavíkurflugvelli, hjá Búnaðarfélagi fslands og starfsmaður hjá Stefáni Aðal- steinssyni á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þeir bræður Vagnssynir eru sex og allir í bú- skap eða tengdir honum. Viðar býr einnig á Hriflu, Ingvar á Hlíðarenda og Baldur á Eyja^ dalsá í Bárðardal, Bragi býr á Bustarfelli í Vopnafirði og Ólafur er ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. Eldri strákur Sigtryggs er að hefja nám í Bún- aðarskólanum á Hvanneyri í haust og Sigtryggur segist halda að þetta sé í blóðinu. „Gætir þú hugsað þér að fara á mölina og fara að vinna þar- venjulega daglaunavinnu?" „Ég get alveg hugsað mér það. Mér hefur yfirleitt líkað vel alls staðar þar sem ég hef verið. Ef sú staða kemur upp að strákarnir vilja taka hér við er ekkert fjarri mér að standa upp og víkja og fara í kaupstað. Sannleikurinn er sá að búskapur er ekkert fyrir gamla menn, heldur menn í fullu fjöri. Þetta er mikil vinna og oft erfið.“ „Finnst þér umbunin fyrir þessa miklu vinnu vera með eðli- legum hætti?“ „Þess vegna er maður náttúr- lega í þessu vegna þess að manni finnst það. Að vísu er þetta bind- andi og kjörin raunar alls ekki góð fyrr en menn eru búnir að koma upp allgóðu búi og búnir að fjárfesta. Þá er enginn vandi að hafa nokkuð góðar tekjur. Hins vegar venjast menn við það í sveitinni að kosta ákaflega litlu til sín og lifa á tiltölulega litlu. Það er ekkert verra líf. Það sem er auðvitað aöalatrið- ið í þessu er að við höfum gaman af að vinna við þetta. Það er skemmtilegt að eiga með sig sjálfur og ráða sér sjálfur. Lífs- fyllingin sem fylgir þessu starfi er ákaflega stór hluti þeirrar um- bunar sem bændur telja sig fá, því vinnutíminn sjálfur fæst aldrei borgaður, aldrei nálægt því. Það sem verst er er þessi við- veruskylda alla daga, en þetta venst líka og menn finna ekki svo mikið til þess, hafi menn á annað borð gaman af þessu,“ sagði Sig- tryggur Vagnsson, bóndi á Hriflu að lokum. HS býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyringar - Bæjargestir Oansleikur laugardagskvöldid 2. júní Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Casablanca leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Verið velkomin. HOTEL KEA Borðapantanir teknar í síma 22200. AKUREYRI L$J" Almennt xz reiðnámskeið: Dagana 1.-8. júní nk. gengst Hestamannafélag- ið Léttir fyrir reiðnámskeiði. Kennari verður Bjarni E. Sigurðsson. Kennt verður í barna- og unglingaflokki, byrjenda- flokki og flokki fyrir þá sem lengra eru komnir. Þátttaka tilkynnist í síma 23435 (Jón) eða 21554 (Ásta) fyrir 1. júní. Námskeiðið hefst föstudaginn 1. júní kl. 18 í Lundarskóla með bóklegri kennslu. Fræðslunefnd Léttis. Viðskiptavinir athugið Verslun okkar verður lokuð laugardaga frá 1. júní til 1. september. HAGKAUP Akureyri AKUREYRARBÆR Bifreiðastjóra vantar við Strætisvagna Akureyrar Um heilsárs starf er að ræða. Upplýsingar eru gefnar í síma 24929 og að Draupnisgötu 3. Umsóknum skal skilað á skrif- stofu SVA að Draupnisgötu 3 fyrir þriðjudaginn 5. júní. Forstöðumaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.