Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 6
T - RlJrWI - Mfl r icm ri^ 6-DAGUR-30. maí1984 Dánarminning: f Ólafur Jóhannesson - Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Fæddur 1. mars 1913 - Dáinn 20. maí 1984 Ólafur Jóhannesson fyrrv. for- sætisráðherra lést á sjúkrahúsi í Reykjavík að morgni sunnudags- ins 20. þ.m. 71 árs að aldri. Ólaf- ur var yfirleitt heilsuhraustur um ævina og ekki kvellisjúkur, en síðustu misseri átti hann við heilsuhilun að stríða, sem dró hann til dauða. Andlegum kröftum hélt Ólafur að fullu til hinstu stundar. Þrátt fyrir sjúk- dóm sinn stundaði hann þing- störfin þannig, að fæstir vissu að dauðinn var á næstu grösum. Mikill sjónarsviptir er að Ólafi í þingsölum. Par átti hann sæti á fremsta bekk í aldarfjórðung, þar af allmörg ár sem forsætisráð- herra, dómsmálaráðherra og loks utanríkisráðherra. Ólafur var einn af allra áhrifamestu stjórn- málamönnum síðustu 12-15 ára. Eins og jafnan þegar um stjórn- málaforingja cr að ræða er pers- ónusaga hans samofin landssög- unni. Hraðskrifuð eftirmæli um Ólaf Jóhannesson geta því ekki orðið viðhlítandi greinargerð um manninn og verk hans, enda ber að gera ævistarfi Ólafs Jóhannes- sonar skil í ýtarlegum ritgerðum, þótt síðar verði. Ólafur Jóhannesson var fædd- ur l. mars 1913 í Stórholti í Fljótum, sonur Jóhannesar Frið- bjarnarsonar bónda þar og kennara (síðar á Lambanesreykj- um) og konu hans Kristrúnar .lónsdóttur. Jóhanncs var Eyfirð- ingur, fæddur í Ysta-Gerði í Saurbæjarhreppi árið 1874, en ólst upp í Öxnadal. Var hann gagnfræöingur frá Möðruvöllum, fluttist ungur norður í Fljót, gerðist þar bóndi og kennari og forystumaður í ýmsum sveitar- málum. Móðir Ólafs var skagfirsk, sögð vitur og dugandi kona og þau hjón talin hið mesta mcrkisfólk. Hafði Ólafur að heintanbúnaði gott uppeldi, dugnað og samviskusemi, ágætar gáfur og menntaþrá, enda mun það fljótt hafa orðið að ráði, að Itann gengi menntaveginn - sem og varð, þegar færi gafst. Ólafur stundaði nám í Mennta- skólanum á Akureyri og lauk stúdentsprófi með ágætum ár- angri voriö 1935. Til tals hafði komið að hann legði stund á mál- fræðinám erlendis, en af því varð ekki, og haft er eftir Ólafi að liann hafi ekki saknað þess. Hann hóf laganám við Háskóla íslands haustið 1935 og lauk því á stuttum tíma með miklu lofi árið 1939, enda fór svo að nokkr- um árunt eftir kandidatspróf varð hann prófessor í lögfræöi við Háskóla íslands og hélt því emb- ætti til ársins 1978, en hafði þá hin fyrirfarandi ár haft leyfi frá störfum, enda ráðherra frá 1971. Áður hafði Ólafur unnið að lög- fræðiráðgjöf og fleiri störfum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Prófessorsembættið var Ólafi mjög kært og gegndi hann því af mikilli alúö og samviskusemi og undi varla betur í öðru starfi. Hann samdi ýmsar námsbækur í kennslugreinum sínum og auk þess alþýðlegt lögfræðirit, Lög og rétt, sem margir hafa lesið sér til fróðleiks og skilnings á íslenskum lögum og rétti. Störf hans við háskólann eru snar þáttur í ævi hans og hefðu ein mátt nægja til þess að halda nafni hans á loft um langan aldur. En frægari hefur Ólafur orðið af öðru með þjóð sinni. Nafn hans mun fyrst og fremst lifa fyrir stjórnmálaafrek, sem honum auðnaðist að hafa for- ystu um á hátindi stjórnmálaferils síns. Ólafur Jóhannesson hóf af- skipti af stjórnmálum á námsár- um sínum, einkum á háskóla- árum. Hann skipaði sér ungur í flokk framsóknarmanna og var fljótt eftir honum tekið þar enda gegndi hann margs konar trúnað- arstörfum á vegum flokksins árum saman áður en til þess kæmi að hann settist á Alþing. Pað var ekki fyrr en vorið 1959 að Ólafur var kjörinn sem aðal- maður á þing, en þá varð hann þingmaður Skagfirðinga í síðustu alþingiskosningum sem fram fóru samkvæmt eldri kjördæma- skipun. Ólafur var þá meira en hálffimm- tugur að aldri. I haustkosning- um sama ár varð hann þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra, sem myndað var úr fjórum kjör- dæmum, sem þá voru lögð niður. Eftir að Ólafur var kominn á þing 1959 varð frami hans í Framsóknarflokknum ærið skjót- ur og fór vaxandi með hverju ári. Hann var kjörinn varaformaður flokksins árið 1960 og formaður 1968, þegar Eysteinn Jónsson lét af því starfi. Gegndi Ólafur for- mennsku Framsóknarflokksins í 11 ár, til ársins 1979. Ekki hika ég við að segja að þessi ár eru eitthvert hið mesta umbrotaskeið í stjórnmálum Islendinga á síðari tímum. Um og eftir 1970 fer að gæta þeirra sviptinga innan flestra stjórnmálaflokka og í flokka„kerfinu“ yfirleitt, sem hafa sótt jafnt og þétt á og segja má að séu viðvarandi enn í dag. Er alls óvíst hvenær þessum sviptingum lýkur eða hvar þær muni lenda. Það var eins og hver önnur tilviljun að þessar hreyf- ingar hefjast og sækja í sig veðrið um það bil sem Ólafur Jóhannes- son tekur við formennsku í Framsóknarflokknum og gerist forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn hefur ekki farið varhluta af þessum sviptingum, sem að sjálfsögðu eiga sér þjóðfélagslegar skýring- ar, sem unnt væri að rekja, þótt það verði ekki gert hér, að öðru leyti en því, að leggja áherslu á að persónuástæður einstakra manna skipta hér engu verulegu máli, síst hvað varðar forystu Ólafs Jóhannessonar, svo að nafn hans sé sérstaklega nefnt í þessu sambandi. Hins vegar mæddu þessar þjóðfélagshræringar mjög á Ólafi Jóhannessyni persónu- lega, og einkum einn angi þess- ara umbrota öðrum fremur, en það var sú heiftarlega aðför sem að honum var gerð á árunum 1976-1978, þegar hann var dóms- málaráðherra og honum var bor- ið á brýn misferli í dómsmála- stjórn, jafnvel yfirhylming glæpa- verka. Atvik og áhrif þessa ósvífna og ósanna áburðar og að- farar að æru og stjórnmálaheiðri Ólafs Jóhannessonar hafa ekki verið rakin né metin svo að nokk- urt gagn sé að. En fyrir mér og mörgum öðrum hefur þessi aðför haft víðtækari og langærri áhrif á fylgi og orðstír Framsóknar- flokksins en flest annað á því um- brotaskeiði íslenskra þjóðmála, sem hófst um og eftir 1970, en var illvígast á árunum 1976-1978 og beindist mjög gegn Ólafi Jó- hannessyni persónulega og var látið ná til Framsóknarflokksins í heild. Þau myrkraöfl sem þenn- an galdur gólu, sluppu því miður alltof létt frá verkum sínum. Þeim var hlíft. En þó að á þetta sé minnst all- ýtarlega í örstuttri eftirmælagrein á útfarardegi Ólafs Jóhannesson- ar er fjarri mér að einblína á það eitt eða láta sem svo að hlutskipti Ólafs hafi einungis orðið það að standa í vörn fyrir æru sína og pólitískan heiður meðan hann gegndi forystu í Framsóknar- flokknum, sat í forsæti í ríkis- stjórnum eða gegndi öðrum ráð- herraembættum. Því fer víðs fjarri. Þótt Ólafur Jóhannesson yrði á vissu tímabili að kljást við ofsóknarblaðamennsku og frétta- mafíu og alls kyns pólitískan óaldarlýð, þá skiptir annað meira máli í stjórnmálasögu hans, sem einnig er hluti af framfarasögu ís- lensku þjóðarinnar. Fyrri ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem sat á árunum 1971-1974 olli straumhvörfum í ýmsum mikil- vægustu þjóðmálum íslendinga. Þar ber hæst einbeitta sókn í landhelgismálinu og stórfellda at- vinnuuppbyggingu, sem náði til landsins alls. Miklar umbætur áttu sér þá stað í kjaramálum al- mennings, ekki síst á högum aldr- aðs fólks, þar sem misskipting hafði áður verið áberandi. Hins vegar stóð þessi ríkisstjórn ekki af sér þær sviptingar sem áttu sér stað innan stjórnmálaflokkanna, þann glundroða, sem ríkti hjá samstarfsaðiljum Framsóknar- flokksins og þau átök, sem fóru fram í Framsóknarflokknum sjálfum og leiddu til klofnings í flokknum eftir stofnun svo- nefndrar Möðruvallahreyfingar. Allar þessar sviptingar - sem voru af ýmsum toga spunnar - og eink- um ágreiningur um aðgerðir í efnahagsmálum, enduðu með þingrofi í maí 1974 ári áður en kjörtímabilinu átti að ljúka, og kosningaúrslitum sem ekki sköpuðu grundvöll fyrir fram- haldi vinstra samstarfs. Hefur sá grundvöllur reyndar ekki fundist enn eftir 10 ár og er ekki í sjónmáli. Ólafur Jóhannesson réð að sjálfsögðu miklu um það að Framsóknarflokkurinn tók upp stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn 1974, sem stóð í 4 ár, heilt kjörtímabil. Hann réð því einnig manna mest að formanni Sjálfstæðisflokksins var falin stjórnarforystan, þótt ýmsum öðrum fyndist að sú staða hefði átt að falla Ólafi sjálfum í skaut. En Ólafur var eigi að síður mikill ráðamaður í þeirri ríkisstjórn og átti ekki minnstan þátt í því að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hélt áfram ýmsum mikilvægustu stefnumálum hinnar fyrri ríkis- stjórnar, ekki síst hvað varðaði lokaátökin í landhelgismálinu. Framkvæmd landhelgisgæslu var m.a. undir hans yfirstjórn. Ólafur myndaði enn ríkis- stjórn að loknum kosningum 1978, þá með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki og fékk það óleysanlega hlutverk, eins og kom á daginn, að ætla að láta sundurþykkt lið starfa saman eðlilegt stjórnartímabil, enda sat stjórnin aðeins eitt ár áður en hún leystist upp, sem ekki var á neinn hátt sök forsætisráðherr- ans, enda ekki á hans valdi að leysa þá hnúta, sem aðrir höfðu hnýtt og snertu þá sjálfa og aðra ekki. Sannleikurinn er sá að Ólafur hlaut í þessum sviptingum sterka stöðu persónulega og bætti kosningaaðstöðu Framsóknar- flokksins, eins og fram kom í vetrarkosningunum 1979, þótt hann hefði þá látið af flokksfor- mennsku og fleiri kæmu þar við sögu. Ólafur Jóhannesson var þing- maður Reykvíkinga síðustu árin. Hann sat í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sem utanríkisráð- herra og sinnti því starfi af kost- gæfni, en hafði þá dregið sig mjög í hlé um bein afskipti af öðrum málum. Eigi að síður var hann áhrifamikill í ríkisstjórninni og í þingflokki Framsóknar- flokksins, þar sem hann naut mikillar virðingar og trausts og lét ævinlega mikið að sér kveða og færði margt til betri vegar í umræðu og stefnumótun. Ólafur var bæði reyndur og svo vitur að á hann var ávallt hlustað með at- hygli allt þar til yfir lauk Við fráfall Ólafs á þjóðin á bak að sjá mikilhæfum forystumanni, sem mjög lét til sín taka meðan hann hafði æðstu völd og gat beitt áhrifum sínum. Þótt hann væri að eðlisfari kyrrlátur maður og óhlutdeilinn lenti hann í eld- línu stjórnmála framar flestum öðrum á síðari áratugum. Á hon- um skullu hörð skot og óvægar árásir, sem hann hratt af sér með sérstæðri mælsku og rökfimi, sem fáir geta leikið eftir. Sumar þing- ræður Ólafs eru með þeim allra bestu sem heyrst hafa í þing- sölum síðasta aldarfjórðung. Hann var frábærlega kraftmikill ræðumaður, þegar mikið lá við, flutti mál sitt skýrt og skipulega og studdist sjaldan við skrifað blað, og var hann þó vel ritfær eins og bækur hans votta. Ólafur var kominn á þann aldur sem flestum finnst eðlilegt að draga sig í hlé frá miklum erli. En vitsmunir hans voru óskertir, þegar við samflokksmenn hans heyrðum síðast til hans á þing- flokksfundi fyrir nokkrum vikum. Við vissum ekki að hann ætti skammt eftir ólifað og trúðum því flestir að honum myndi auðnast að halda með okkur hópinn nokkur ár enn. En ekki mátti það verða. Við félagar hans söknum hans mjög, og sum- ir segja að Framsóknarflokkur- inn sé ekki samur eftir svo skyndilegt fráfall hans. Mestur er þó missir eiginkonu hans, frú Dóru Guðbjartsdóttur, og fjölskyldu þeirra. Þau voru samvalin hjón og samstíga um alla hluti, enda frú Dóra vel menntuð og gáfuð kon'a. Ég hef setið á Alþingi með Ólafi Jó- hannessyni lengur en flestir sam- flokksmenn hans. Hann var auk þess kennari minn fyrr á tíð. Mér finnst þvf að ég þekki hann pers- ónulega og verk hans allvel. Ég læt vera að kveða upp einhvern allsherjardóm yfir margslungnum verkum hans sem stjórnmála- manns og fræðimanns, en hitt leyfi ég mér að segja, að vamm- lausari mann hef ég naumast þekkt. Við hjónin sendum frú Dóru og dætrum hennar og öðrum vandamönnum innilega samúðar- kveðju. Ingvar Gíslason. Síminn vakti mig af værum blundi sunnudagsmorguninn 20. maí sl. til að láta mig vita að þá um nóttina hefði Ólafur Jóhann- esson orðið bráðkvaddur. Flest- um verður hverft við slík tíð- indi, ekki síst þegar í hlut eiga vandamenn eða nánir vinir og samstarfsmenn, jafnvel þó maður hafi haft grun um að sá er geng- inn er hafi ekki verið heill heilsu síðustu vikurnar. , Ég mun ekki rekja æviágrip Ólafs, það munu aðrir gera. En þó vil ég minna á það og undir- strika að Ólafur Jóhannesson var alinn upp í einni harðbýlustu sveit í þessu landi og ég tel að hann hafi borið þess merki í lífs- viðhorfum og athöfnum til ævi- loka. Þar hafi hann fengið það veganesti er dugði honum þegar mest reið á, ásamt mjög góðri menntun er hann aflaði sér og skarpri ályktunargáfu. í harðbýlum sveitum þessa lands var og er enn háð hörð og tvísýn barátta fyrir því að komast sæmilega af. Ef það átti að takast varð allt heimilisfólkið að standa saman og hver og einn að leggja það fram sem þroski og kraftar leyfðu. Samkennd og tillitssemi einkenndi það fólk sem ólst upp við slíkar aðstæður, þá sem á annað borð komust í gegn um þessa eldskírn og héldu reisn sinni þrátt fyrir þrældóm og fátækt. Og það má segja að þetta fólk yxi með hverjum vanda er mætti því á lífsleiðinni. Ólafur Jóhannesson var einn þeirra. Það er líkt með okkur mönn- unum og stálinu að það er það sem úrslitun ræður ef herslan er framkvæmd á réttan hátt. Deigt járn bítur aldrei þótt brýnt sé. Eg tel það vafasamt að borgríkið hafi upp á að bjóða skilyrði sem til þarf til að æskan þar fái þá herslu hugans og víðsýni og skiln- ing á málefnum þjóðarinnar í heild í jafnríkum mæli og Ólafur Jóhannesson fékk í sínum upp- vexti. Að minnsta kosti eru þeir einstaklingar enn ekki komnir fram á sjónarsviðið hvað sem verður. Ég hygg að umhverfið og virk þátttaka í lífsbaráttunni með sín- um nánustu þroski hvern og einn meira en flestir gera sér grein fyrir. Uppeldisfræðingar vorra tíma ættu að kryfja þessi mál til mergjar fremur en margt annað er þeir segjast vera að rannsaka því ekkert er jafn brýnt og að rækta og laða fram það besta sem býr í hverjum einstaklingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.