Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 9
fc89r ism .08 - niJDAO - 8 30. maí 1984 - DAGUR - 9 himneskra hollvætta undirstrika svo, í síðasta kórnum, með þeim rökum, að glæsi- og göfugmennska hljóti ávallt að vera lífæð mannkynsins, hvernig sem skipast kunni um þeirra tímanlegu örlög. Því að það lífræna sé ódauðlegt, en hið helræna feigt. Þetta er að vísu stutt skýring, en mætti hún verða hlustendum til nokkurs skilningsauka umfram það, sem verkið skýrir sig sjálft, þá er til- ganginum náð.“ 0 Efldi mjög sönglíf í bœnum Björgvin Guðmundsson fæddist 26. ápríl 1891 að Rjúpnafelli í Vopna- firði. Tónlistargáfur hans komu snemma í ljós, en fá tækifæri voru til náms á hans uppvaxtarárum. Þó lærði hann lítils háttar á orgel áður en hann flutti til Kanada árið 1911. Pá var hann jafnframt byrjaður að semja sönglög. í Kanada hélt Björgvin áfram námi í hljóðfæraleik og tónfræði, en jafnframt lærði hann þar húsasmíði. Árið 1919 lauk hann við sína fyrstu óratoríu, sem var „Friður á jörðu“ og árið 1924 lauk hann við óratorí- una „Til komi þitt ríki“. íslendingar í Vesturheimi tóku sig saman um að styðja Björgvin til frekara tónlistar- náms í Konunglegu akademíunni í London. Þar lauk hann prófi eftir tvö ;ár. Hátíðarkantötuna „íslands þúsund ár“ við texta Davíðs Stefánssonar samdi Björgvin 1929 og var hún fyrst flutt í Winnipeg í mars 1931. Áuk þessara verka hafði Björgvin um þetta leyti gert drög að óratoríunum „Örlagagátan“ og „Strengleikar“ og sú síðarnefnda er við texta eftir Guðmund Guðmundsson. Þar að auki samdi hann mörg sönglög. Árið 1931 fluttist Björgvin Guð- mundsson til Akureyrar og gerðist söngkennari við Barnaskólann og Menntaskólann. Auk kennslunnar efldi hann mjög sönglíf á Akureyri með stofnun Kantötukórs Akureyr- ar, sem um tíma þótti einn besti blandaði kórinn á íslandi. Hæst reis inerki hans árið 1951, en þá fór kór- inn í tónleikaferð til Norðurlanda og tók m.a. þátt í samkeppni norrænna kóra í Stokkhólmi. í ferðinni voru fluttir Strengleikar Björgvins, sem hann stjórnaði sjálfur, en jafnframt voru flutt íslensk sönglög, sem Áskell Jónsson stjórnaði flutningi á. Þrjú þeirra laga voru flutt í keppn- inni og hafnaði kórinn í öðru sæti. Mikið var rætt og ritað um kórinn og frábæra frammistöðu hans í ferðinni, sem glöggt má sjá í blöðum frá þess- um tíma. Kantötukórinn starfaði undir stjórn Björgvins frá 1932 til 1954, en þegar hann lét af störfum var enginn til að taka við sprotanum, þannig að starfsemi kórsins lagðist niður. Björgvin Guðmundsson lést á Ak- ureyri í ársbyrjun 1961. - GS. Auglýsing um skattskrá 1983 Skattskrá Noröurlandsumdæmis eystra 1983 ligg- ur frammi á skattstofu umdæmisins aö Hafnar- stræti 95, Akureyri frá 30. maí til 12. júní nk. Einnig liggja þar frammi skrár um álagðan launa- skatt 1983 og álagt sölugjald 1982. Hjá umboðsmönnum skattstjóra liggja frammi skrár hvers sveitarfélags. Akureyri, 29. maí 1984. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Héraðsskólinn Laugum Námsframboð 1984-85. 9. bekkur. Framhaldsskóli: Fomám almenn iðnbraut. Málabraut (2 ár). Verknám tréiðna (2 ár). Náttúrufræðibraut (2 ár). íþróttabraut (2 ár). Uppeldisbraut (2 ár). Matvælatæknibraut (2 ár). Viðskiptabraut (2 ár). Símar skólastjóra: Skrifstofa: 96-43112. - Heima: 96-43113. Umsóknarfrestur til 10. júní. Héraðsskólinn Laugum, 650 Laugum. Kvenfélagið Hjálpin Saurbæjarhreppi heldur flóamarkað og basar að Sólgarði laugardaginn 2. júní kl. 14-17. Margt góðra muna. Notað og nýtt. Blóm, kökur o.fl. Kaffi- sala og hestaleiga. Nefndin. Fimmtudagur 31. maí kl. 17.00. Sunnudagur 3. júní kl. 15.00. Allra sfðustu sýningar. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Sími 24073. Leikfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.