Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 10
r > gí íí rs.. &«o r ; c-!-™ r.e 10- DAGUR - 30. maí 1984 „Þetta er nú alvej> að koma hjá henni þessari.“ Sigtryggiir hefur snarað sér niður í króna og hugar að framgangi mála hja rollunm. Á ég að trúa því að þú sért einlembd?“ - Spjallað við Sigtrygg Vagnsson fjárbónda á Hriflu „Ég er með rétt um 400 fjár og þar af um 330 ær. Við búum hér félagsbúi ég og bróðir minn, ég með féð og hann með kýrnar, um 20 talsins,“ sagði Sigtryggur Vagnsson, bóndi á Hriflu í Ljósavatnshreppi í S.- Þingeyjarsýslu, þegar við litum til hans yfir hásauðburðinn á dögunum. Við spjölluðum við hann meðan hann hugaði að ánum. „Þetta er nú alveg aö koma hjá henni þessari. Burðurinn hef- ur gengið ágætlega og þetta er svona rúmlega hálfnað." „Er mikil yfirlega að fylgjast með sauðburðinum?" „Já, það er það nú svona lengst af einhver í húsunum. Börnin eru í þessu með mér. Það þarf nú ekki oft að hjálpa til en oft flýti ég fyrir þeim, en sjaldan sem koma upp vandamál. Til þess að geta litið af þeim er ég fljótur að kippa lömbunum úr þeim, gjarnan, en það er ekki þörf á því nema í einstaka tilfelli. Stundum koma lömbin bæði sam- an og þá þarf að hagræða svona svolitlu.“ „Er mikið um tvílembur hjá þér?“ „Já, svona mest. Það eru lík- lega bornar um 170 ær og af þeim eru 16 einlembur og 6 þrílembur. Þannig að ég næ því ekki alveg að hafa þetta jafnt, en þannig á það að vera, jafnt af einlembum og þrílembum.“ Féð á Hriflu var rúið í apríl en Sigtryggur segir að sumarrúning- ur sé að mestu úr sögunni. „Það er nú best að flýta aðeins fyrir þér greyið mitt,“ segir hann svo og snarar sér niður af garðanum þar sem spjallið fór fram. Við látum hann ekki sleppa svo auðveldlega og spyrjum hann að því hvernig honum lítist á umræðuna um landbúnaðinn og ætlumst til að hann svari því svona rétt um leið og hann hjálpar ánni að bera: „Þetta er lifandi ósköp leiðin- legt. Maður hefur haldið fram- undir þetta að maður væri að gera gagn, en svo er það að verða álitamál. Umræðan er miklu harðari og meiri, enda eðlilegt Sigtryggur virðir fyrir sér nýfætt lambið. Myndir: gk- þegar útflutningurinn er orðinn nánast útilokaður. Á ég að trúa því að þú sért einlembd,“ segir hann svo þegar lambið er komið og þreifingar á kvið leiða í ljós að ekki er von á fleiri lömbum. Við spyrjum hann að því hvort hann telji að nægilega vel hafi verið unnið í útflutningsmálum landbúnaðarins. „Ég álít að við eigum ákaflega litla möguleika á útflutningi eins og sakir standa. Ég held að eina leiðin sé að reyna að komast inn á markað með eitthvað meira unna vöru, en sakir viðskipta- hátta Efnahagsbandalagsins og þessara hluta, þá eigum við af- skaplega litla möguleika. Það hefur verið gert töluvert til þess að koma þessu á markað, en það flóir allt í landbúnaðarvörum sem eru framleiddar við minni kostnað en hér og framleiðslan styrkt." Galli að gærunum fylgir kjöt „Hvað um þær hugmyndir að ís- lendingar eigi að hætta þessu öllu saman?“ „Flestar þjóðir reyna nú að vera sér nógar í aðalgreinum matvælaframleiðslu og spurning- in er bara þessi: Hvað eigum við að vera smámunasamir í þessum efnum? Ég held að við eigum að vera algjörlega sjálfum okkur nógir í sambandi við kjöt- og mjólkurframleiðslu. Ég held að það sé algjört grundvallaratriði. Svo verðum við að svara þeirri spurningu hvort við viljum hafa framleiðsluna heldur meiri, vegna sveiflna sem alltaf eru nú í þessu, og ég tel eðlilegt að svo sé. Svo höfum við nú trúað því að það væri nokkurs virði að hafa ullar- og skinnaframleiðslu sem sækir hráefni til landbúnaðarins, en svo segja verksmiðjurnar okk- ur að hægt sé að fá yfirfljótanlegt af ódýrari ull frá Ástralíu og hvað- an sem er og hafa ekki verið til- búnir að hækka við okkur verðið. Það er flutt inn mikið af ull. Það hefur þó gengið betur með gær- urnar heldur en ullina, en það er þetta vandamál að gærunni fylgir kjöt og þar með er kominn víta- hringurinn. Við ættum að fullvinna kjötið miklu meira til innanlandsneyslu, en ég er hræddur um að okkur séu ennþá lokaðri dyrnar varð- andi útflutning á unnu kjöti.“ „Nú býrð þú hér á bæ sem hinn nafnkunni stjórnmálaskörungur, Jónas frá Hriflu er kenndur við. Hvernig tilfinning er það?“ „Hún er fyrst og fremst skemmtileg. Jónas hafði ákaflega gaman af því meðan hann lifði að fylgjast með því þegar hér var verið að framkvæma, en nú er nánast ekkert eftir af þeim húsa- kosti sem hér var þegar Jónas ólst hér upp, nema nokkrir fjárhús- kofar.“ „Koma menn hingað í heim- sókn til að skoða jörðina sem Jónas var kenndur við?“ „Það kemur fyrir af og til að menn komi til að líta á Hriflu Jónasar.“ „Eru það þá góðir og gegnir framsóknar- og samvinnumenn eins og Jónas var eða andstæð- ingar þeirra, til að reyna að finna út hvað það var sem hleypti slík- um fítonskrafti í Jónas og hans samherja?" „Ég skal nú ekki segja um það,“ segir Sigtryggur og hlær við, „en ætli það séu nú ekki frekar samherjarnir sem höfðu mikið uppáhald á Jónasi á sínum tíma.“ Búskapurinn í blóðinu en ekki fyrir gamla menn „Er gott að búa hérna?“ „Það er að mörgu leyti gott að búa hérna. Þetta er flatlent og jafnlent og gott að vinna á túnun- um og mikið land sem hægt er að rækta. Hins vegar höfum við oft farið illa út úr kali vegna þess hve illa rennur út af túnunum. Það hefur ekki verið jafn gott útlit með túnin til fjölda ára, en þetta er óvenjulega gott vor.“ Sigtryggur segir okkur að hann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.