Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 14

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 30. maí 1984 Sigríður Vala Vignisdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir voru að leggja síðustu hönd á sína flugdreka. Þær höfðu unnið við gerð líkans af nútímabóndabæ með öllu tilheyrandi. Einnig hafði Sigríður Vala unnið að því að gera skrí um barna- og fjölskylduleiki, jafnframt því að afla upplýsinga um leikreglur. „Þetta hefur verið mjög skemmtileg vika, mun skemmtilegri en aðrar vikur í skólanum," sögðu þær stöllur Það var kominn kaftítími og Sunna Gestsdóttir og Njáll Pálsson, kallaður Bóbó, gripu til nestisins. Myndir: GS. Pað var mikið líf og fjör í grunnskólanum á Blönduósi í byrjun mánaðarins, en þá stóð þar yfir starfsvika hjá nemendum. Hefðbundið skólahald var brotið upp, en þess í stað unnu nemendur að ákveðnum verkefnum í hópvinnu. Pessi verkefni voru flest hver tengd vorinu á einhvern hátt, beint og óbeint, þannig að starfsvik- an bar yfirskriftina „Vor“. Og verkefnin voru margvís- leg sem börnin fengust við. Einn hópurinn var að útbúa líkan af æðarvarpi, annar var að gera líkan af tófu- greni með grenjaskyttu og öðru tilheyrandi og sá þriðji var að Ijúka við líkan af gömlum íslenskum sveitabœ með bústofni og öðru til- heyrandi búskap hér í eina tíð. Einnig var verið að vinna að líkani af nýtísku- legum sveitabæ með áhöfn í samrœmi við kröfur tímans. Margt fleira mœtti nefna. Vinna við þessi verkefni fór fram innan sem utan skólans og var í senn leikur og frœðsla, því börnin urðu margs vísari um þjóðlífið, og sáfróðleikur á eflaust eft- ir að verða þeim jafn minnis- stœður, - ef ekki minnis- stœðari - en bókvitið. Dagur hefur áður greint frá þessari starfsviku með viðtali við skólastjórann, Björn Sigur- björnsson, en hér kynnumst við ögn viðhorfum yngstu nemendanna. - G.S. Svavar Pálsson. „Ég valdi kartöflu- jurtim“ Svavar Pálsson var að mála dýra- myndir á langan og breiðan pappírs- renning ásamt skólasystkinum sínum. Hann sagði starfsvikuna hafa verið sérstaklega skemmtilega og lærdómsríka. „Eitt af verkefnunum var að velja sér eina ákveðna jurt og ég valdi kartöfluna. Síðan hef ég lært allt um kartöfluna sem ég hef komist yfir, og á kvöldvökunni í lok starfs- vikunnar kem ég fram með mynd af kartöflunni á priki og segi nokkur orð um eðli hennar," sagði Svavar. Jvorn á skólastarf að vera Hjörvar Pétursson var að mála æðar- kollur, sem tilheyrðu heljarmiklu æðarvarpi, sem hann og skólasystkini hans höfðu gert líkan af. „Þetta er búið að vera æðislega gaman, ég vildi að skólastarfið væri alltaf svona skemmtilegt," sagði Hjörvar. Hann sagðist hafa lært mikið af þeim verk- efnum sem hann hefði unnið að á starfsvikunni. Ekki vildi hann þó gera skóna, að hann yrði æða- varpsbóndi í fyllingu tímans. Hann sagði þó alls ekki rétt að útiloka þann möguleika að svo stöddu. Hjörvar Pétursson. ,JSkemmtilegast að útbúa flugdrekam Auður Sturludóttir var að leggja síð- ustu hönd á gerð flugdreka. „Það hefur verið ofboðslega gaman á starfsvikunni, og það hefur allt verið skemmtilegt. Ég vann til dæmis við að gera líkan af gömlum íslenskum sveitabæ og nú veit ég hvernig byggt og búið í gamla daga. En ætli það hafi ekki verið skemmtilegast að búa til flugdrekann," sagði Auður. Auður Sturludóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.