Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 15
30. maí 1984 - DAGUR -15 KA-menn ætla að leika til sigurs í 4. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu eiga KA-menn að leika á útivelli gegn Val, og verður sá leikur á Laugardals- velli kl. 20 á sunnudagskvöld. Valsmenn eru í neðsta sæti 1. deildarinnar og hafa enn ekki skorað mark í leikjum sínum. KA-mönnum hefur gengið upp og ofan það sem af er, en liðið virðist hafa burði til þess að geta sigrað Valsmenn. Njáll Eiðsson fyrirliði KA sem lék með Val í fyrra sagði um helgina að KA- menn myndu leika til sigurs, ekki sætta sig við neitt annað. 4. deildin af stað Keppnin í 4. deild íslands- mótsins í knattspymu hefst um helgina, en í þeirri keppni taka þátt fjöldamörg lið sem leika í 6 riðlum. Tveir þessara riðla eru á Norðurlandi, D- og E-riðlarnir. í D-riðlinum leika Hvöt, Reynir Á, Svarfdælir, Skytturnar og Geislinn, en í E-riðli ,Vaskur, Ár- roðinn, Vorboðinn, Æskan og Tjörnes. Fyrstu leikirnir verða á laugar- dag. Þá leika í D-riðli Hvöt og Reynir annars vegar og í E-riðli Vaskur og Árroðinn. Allir leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnu- dag er svo einn leikur í E-riðli, Vorboðinn og Tjörnes leika kl. 14. ■ :■ ................... Keppnín í 4. deild Kefst um helgina og leikmenn Vasks sem sjást hér á mynd- inni verða þá í eldlínunni, mæta Árroðanum á KA-velli á laugardag kl. 17. Tekst Þór ao sigra Blikana - á Þórsvelli á laugardag? „Það þýðir ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir andstreymið í tveimur síðustu leikjum okkar, en frammistaða liðsins í þeim er umhugsunarefni,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs í samtali við Dag. Þór á heimaleik gegn Breiða- bliki á laugardag kl. 14 og við spurðum Guðmund hvað hann áliti um möguleika Þórs í þeim leik. „Ég hef trú á liðinu þrátt fyrir úrslitin í tveimur síðustu leikjum, og ég trúi því að þeir nái að rífa sig upp og leggja Breiðablik. Hreinn Óskarsson forstöðu- maður íþróttavallanna á Akur- eyri sagði í samtali við Dag að illa hefði gengið með aðalleikvang- inn á Akureyri að undanförnu. „Það eru engar líkur á því að leikurinn á laugardag verði á aðalvellinum, hann verður því örugglega leikinn á Þórsvelli sem er í ágætu ástandi,“ sagði Hreinn. Svavar afgreiddi Tindastólsmenn — skoraði 3 mörk í 3:0 sigri Völsungs 17 ára piltur, Svavar Geirfínns- son, sem er að leika sína fyrstu meistaraflokksleiki með Völsungi var í gærkvöld hetja liðs síns er Völsungur sigraði Tindastól frá Sauðárkróki ■ 2. deildinni. Svavar gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Völsungs og er hann orðinn markahæsti leik- maður í 2. deildinni með fjögur mörk. Fyrsta mark hans var sér- staklega glæsilegt, þrumuskot af 20 metra færi sem var óverjandi Vormót Sundfélagsins Oðins: Eitt Akureyrar- met var sett Vormót Sundfélagsins Oðins var 2. Sandra Jóhannsdóttir haldið fyrir skömmu, og var eitt Ak- ureyrarmet sett á mótinu er Geir Baldursson synti 50 metra skriðsund karla á 27.0 sek. Annars voru ung- lingarnir atkvæðamiklir í mótinu og fara hér á eftir nöfn tveggja fremstu keppenda í hverri grein: 50 m baksund meyja: 1. Birna Björnsdóttir 2. Aðalheiður Sigursveinsd. 50.9 57.3 58.4 50 m skriðsund karla: Geir Baldursson 27.0 Akureyrarmet fyrir Árna Stefánsson. Að leik loknum kusu áhorfendur Svavar mann leiksins. Siglfirðingar léku sinn fyrsta leik í deildinni og fengu Víði í heimsókn. Byrjunin var góð hjá Siglfirðingunum sem unnu 3:0 sigur. Sævar Guðjónsson, Reynir Þorgeirsson og Hörður Júlíusson skoruðu mörk KS. Önnur úrslit í 3. umferð 2. deildar urðu þau að Skallagrímur og ÍBV gerðu jafntefli 2:2, UMFN sigraði ÍBÍ 2:1 og FH sigraði Einherja 2:1. FH er efst með 6 stig, Völs- ungur og UMFN hafa 4, Skalla- grímur og Víðir 3, ÍBV, ÍBÍ og KS 2 hvert en KS eftir aðeins einn leik. Einherji og Tindastóll eru enn án stiga. Golf: „Videomót“ á morgun „Videómót“ hjá Golfklúbbi Akureyrar í sl. viku naut mik- illa vinsælda og keppendur í einu móti á keppnistímabilinu það sem af er hafa ekki verið fleiri. Með þessum mótum er verið að safna peningum til kaupa á videótæki og sjónvarpstæki fyr- ir félaga klúbbsins og er áform- að að hafa slík mót vikulega. Eitt slíkt vcrður á morgun og hefst það kl. 13. Þá verða leikn- ar 18 holur með forgjöf og eru verðlaun til keppninnar gefin af Lögfræðiskrifstofu Gunnars Sólnes. Olíubikar- inn á laugardag Keppnin uni Olíubikarinn hjá Golfklúbbi Akueyrar hefst á laugardag kl. 10 f.h. Þa verða leiknar 18 holur og er um svokallaða uppstillingu að ræða. Að þeirri keppni lok- inni verður keppendum raðað eftir árangri í holukeppni sem standa mun fram eftir sumri en í þeirri keppni leikur einn gegn einum og er um útsláttarfyrir- komulug að ræða. 50 m skriðsund sveina: 1. Otto K. Tuliníus 37.1 2. Snorri Óttarsson 43.2 50 m bringusund sveina: 1. Otto K. Tuliníus 47.0 2. Gunnar Ellertsson 49.1 50 m baksund sveina: 1. Otto K. Tuliníus 49.6 2. Gunnar Ellertsson 55.2 50 m skriðsund meyja: 1. Birna Björnsdóttir 39.1 2. Guðfinna Aðalgeirsdóttir 41.0 50 m bringusund meyja: 1. Birna Björnsdóttir 48.6 100 m bringusund telpna: 1. Brynja B. Brynleifsdóttir 1:51.8 2. Linda Óladóttir 1:52.4 100 m skriðsund telpna: 1. Brynja B. Brynleifsdóttir 1:40.0 2. Kolbrún Kolbeinsdóttir 1:43.7 100 m bringusund drengja: 1. Sveinn Sigtryggsson 100 m baksund drengja: 1. Svavar Guðmundsson 100 m skriðsund drengja: 1. Svávar Þór Guðmundsson 2. Sveinn Sigtryggsson 1:31.6 1:20.3 1:07.3 1:20.7 200 m fjórsund drengja: 1. Svavar Þór Guðmundsson 2:50.8 2. Sveinn Sigtryggsson 3:19.9 Logi Einarsson markvörður Magna er orðinn markahæsti leikmaður í B-riðli 3. deildar, hefur skorað tvö mörk í tveim- ur leikjum. Ekki hefur hann þó tekið víta- spyrnu eins og venjan er þegar markmenn komast á blað yfir markaskorara. Hann hefur skor- að bæði þessi mörk úr útspörkum og í leiknum gegn Leiftri spark- aði hann inn í vítateig andstæð- inganna, boltinn kom þar einu sinni við jörðina og hoppaði yfir markvörðinn og í netið! í fyrstu umferð riðilsins var aðeins einn leikur á dagskrá, Magni sigraði Val frá Reyðarfirði 2:0 en öðrum leikjum var frestað. í 2. umferð gerðu Magni og Leiftur jafntefli 1:1, Þróttur N. og Huginn gerðu jafntefli 2:2 og Austri og HSÞ gerðu jafntefli 1:1. Staðan í riðlinum er þvt þessi: Magni Þróttur Huginn Austri HSÞ Leiftur Valur 1 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 0 1 3:1 2:2 2:2 1:1 1:1 1:1 0:2 Næstu leikir: Laugardagur kl. 14: Magni-Austri HSÞ-Þróttur Valur-Leiftur. B-riðill í 3. deildinni: Markmaðurinn markhæstur! 3 1 1 1 1 1 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.