Dagur - 23.12.1985, Qupperneq 3
23. desember 1985 - DAGUR - 3
Bæjarsjóður Akureyrar:
Gjöld 30 milljónir
umfram tekjur
Heildarútgjöld bæjarsjóðs Ak-
ureyrar um áramót munu að
öllum líkindum verða u.þ.b. 30
milljónum króna meiri en
heildartekjur á þessu ári og þar
með hefur reksturinn farið 5-
10% fram úr áætlun.
Að sögn Helga Bergs bæjar-
stjóra eru einkum þrjár ástæður
sem valda því að útgjöldin hafa
orðið meiri en gert var ráð fyrir í
ársbyrjun.
í fyrsta lagi varð verðbólgan
meiri en ráð var fyrir gert. Fjár-
hagsáætlun þessa árs gerði ráð
fyrir 30% verðbólgu en hún
reyndist verða 35%.
í öðru lagi urðu kjarasamning-
ar þeir sem gerðir voru við STAK
í sumar kostnaðarsamari en ráð
var fyrir gert.
„Kjarasamningarnir við STAK
voru kannski heldur ríflegri en
margir aðrir, en við vorum þarna
að leiðrétta þann launamun sem
við töldum vera hjá starfsmönn-
Hrísey:
Ekkert
atvinnu-
leysi
Það sem af er árinu hafa Hrís-
eyingar framleitt útflutningsaf-
urðir fyrir u.þ.b. 180 milljónir
króna að nettóverðmæti, að
sögn Guðjóns Björnssonar,
sveitarstjóra í Hrísey.
Á sama tíma hafa skip Hrísey-
inga landað fiski utan heimahafn-
ar fyrir um það bil 21 milljón
króna, miðað við verðmæti upp
úr sjó.
Auk Fiskvinnslustöðvar Kaup-
félags Eyfirðinga eru í Hrísey
tvær aðrar fiskverkunarstöðvar,
Borg og Rif, sem gera báðar út
sína báta. Frá því í janúar hefur
enginn komist á atvinnuleysisskrá
í Hrísey og fyrirsjánlegt að engin
breyting verður þar á fram yfir
áramót. Það er því óhætt að segja
að atvinnuástand í Hrísey sé gott
um þessar mundir. -yk.
um bæjarins miðað við laun á
hinum almenna markaði,“ sagði
Helgi Bergs.
í þriðja lagi fór framkvæmda-
kostnaður við nýbyggingar langt
fram úr áætlun og þá sérstaklega
við Síðuskóla en þar fóru fram-
kvæmdir 100% fram úr áætlun
eða sem nam 16 milljónum
króna.
Bæjarstjóri sagði að innheimta
opinberra gjalda gengi mjög vel
og væri heldur betri en í fyrra.
Greiðsluáætlun fyrir desember-
mánuð gerir ráð fyrir yfir 90%
innheimtu og ef nokkrir stórir að-
ilar gera skil á gjöldum sínum
fyrir áramót mun staðan um ára-
mót verða betri en í fyrra, en þá
voru innheimtuskil 92%. BB.
Rafverktakar:
Norðurland eítt
löggildingarsvæði
Rafveitur á Norðurlandi hafa
komið sér saman um að
Norðurland allt verði eitt lög-
gildingarsvæði fyrir rafverk-
taka og tekur breytingin gildi
um áramót.
Til þessa hafa rafverktakar
sem t.d. hafa ætlað sér að starfa
á Akureyri þurft að sækja sér-
staklega um löggildingu til Raf-
veitu Akureyrar. Hafi þeir síðan
ætlað að taka að sér verkefni
utan Akureyrar, t.d. á Húsavík,
hafa þeir einnig þurft að sækja
um lögglidingu þar. Nú hefur
þessu semsagt verið breytt þann-
ig að ein nefnd mun sjá um að
veita rafverktökum á Norður-
landi löggildingu og mega þeir þá
taka að sér verk hvar sem er á því
svæði. Nefnd þessi er skipuð yfir-
mönnum Rafveitu Akureyrar,
Rafveitu Húsavíkur, Rafveitu
Sauðárkróks, Rafveitu Siglufj-
arðar, Rafmagnsveitna ríkisins á
Noröurlandi vestra og Rafmagns-
veitna ríkisins á Norðurlandi
eystra. -yk.
Fyrir helgina lét Jon Benedikts-
son af störfum ritara Bæjarþings
Akureyrar, en Jón sem er 91 árs
hefur starfaö sem ritari i þinginu
i 52 ár. IVIynd KGA her aö ofan var
tekin er Jon skrifaöi sina siöustu
fundargerö i bæjarþingi.
Nyarsfagnaður
í Sjallanum
„Við vöndum mjög til þessarar
veislu, stillum verðinu í hóf,
enda höfum við orðið varir við
mikinn áhuga hjá fólki fyrir
þessu kvöldi,“ sagði Sigurður
Sigurðsson veitingamaður í
Sjallanum á Akureyri, en á ný-
árskvöld verður mikið um
dýrðir þar.
Nýársfagnaður Sjallans hefst
kl. 19 og verður gestum boðið
upp á lystauka áður en borðhald-
ið hefst kl. 20 stundvíslega. Mat-
seðillinn er óvenju glæsilegur og
samanstendur af sæsniglasúpa, -
villibráðarpaté með radísum og
rislingssósu, - rósapiparkrydd-
aðri aliönd með hunangskara-
mellusoðnum vínberjum, rjóma-
bökuðum kartöflustrimlum,
smjörbættum blaðlauk og val-
hnetusalati. Þá kemur koníaks-
ísterta með marsipan, konfekt -
smákökur og loks kaffi og
konfekt.
Á meðan gestir snæða þennan
veislumat leikur Strengjasveit
Tónlistarskóla Akureyrar. Síðar
syngja svo Michael Clarke, Þur-
íður Baldursdóttir og Antonía
Ogonovsky dúetta og léttar óper-
ettur við undirleik strengjasveit-
arinnar. Af öðrum skemmtiatrið-
um má nefna að leikarar úr Leik-
félagi Akureyrar syngja „Paper
doll“ söngva úr leikritinu um
Piaf. Að lokum verður svo dans-
að við undirleik hljómsveitarinn-
ar Áningar. - Miðasala er mánu-
dag 30. des. kl. 18-20 og borða-
pantanir alla daga í síma 22970.
Verðið er kr. 2.700.
„Bændur eru að kanna hvort
samkomulag næst um aö skera
niður allt fé á riðubæjum, en
ég reikna ekki með að niður-
staða fáist fyrr en í janúar,“'
sagði Bárður Guðmundsson,
héraðsdýralæknir á Húsavík í
samtali við Dag.
Tvö ný riðutilfelli komu í ljós í
haust á bæjunt í Reykjadal og
Aðaldal. Heilasýni voru tekin úr
öllu fullorðnu fé sem slátrað var
á Húsavík í haust og kvaðst
Bárður reikna með að niðurstöð-
ur úr rannsóknum á þeim gætu
farið að berast. Ef bændur koma
sér saman um slátra öllu fé af
riðubæjum næsta haust gætu það
orðið á milli 7 og 8 þúsund fjár.
Þeir bæir sem um er að ræða
eru í Kelduhverfi, Aðaldal,
Reykjahreppi, Aðaldælahreppi,
Reykdælahreppi og á Húsvík.
-yfc
Snyrtivörudeild:
Primo.
f
m
Jólalistaukinn í ár eru ilmvötnin
frá ARMANI fyrir dömur og herra.
CARTIER, CHANEL No 5 og 19.
Karl Lagerfeld, Chloe, Sonia Rykel,
og síðast en ekki síst JOY.
VISA
Leikvellir
Frá og með næstu áramótum hækkar aðgangs-
eyrir að gæsluvöllum og verður sem hér segir:
Hver heimsókn barns kr. 20.-
Hver heimsókn systkina kr. 30.-
Afsláttur af kortum 20%
Leikvallanefnd.
RESTAURANT
Restaurant Laut auglysir
Opnunartfmi yfir jól.
Þorláksdagur.
Fjölbreytt kaffihlaðborð siðdegis og fram eftir kvöldi.
Eldhusið opið frá kl. 18.00.
Jólaglögg og piparkökur aiian daginn.
Lokað aðfangadag og jóladag.
Annar i jólum.
Kvöldverður frá kl. 18.00.
Lifandi tónlist.
Föstudag 27. desember.
Hljómplötukynning.
Rúnar (rimlarokkari) Þ. Pétursson kynnir
og áritar plötu sína „Auga i vegg“
Eidhúsið opið frá kl. 18.00-24.00.
Laugardag 28. og sunnudag 29. desember.
Opið allan daginn. Lifandi tónlist á kvöldin.
Opið um áramót.
Sjá nánar i augl. mánudaginn 30. desember.
Borðapantanir í síma 22525.
RESTAURANT LAUT HÓTELAKUREYR^
HAFNARSTRÆTI 98
Blaðið kemur næst út föstudag-
inn 27. desember og er skilafrest-
ur á efni og auglýsingum til kl. 16
á Þorláksmessu. Síðasta blað fyr-
ir áramót kemur síðan út mánu-
daginn 30. desentber og er skila-
frestur efnis og auglýsinga til há-
degis föstudaginn 27. desember.
Fyrsta blað á nýju ári kemur síð-
an út föstudaginn 3. janúar og er
skilafrestur á efni og auglýsingum
deginum áður.