Dagur - 20.12.1986, Page 12

Dagur - 20.12.1986, Page 12
12 - DAGUR - 20. desember 1986 Hér sést hvernig unnið var við uppgröftinn. Fyrir um það bil eitt þúsund árum var York, sem stendur á árbakka nálægt austurströnd Englands, einn stærsti, auðugasti og frægasti bær á öllu Bretlandi. Á þeim tíma var hann nefndur Jórvík, en á 10. öld var hann þekktur sem höfuðstað- ur Norður-Englands með eina mestu viðskiptahöfn í allri Evrópu. Ástæðan fyrir velgengni þessa bæjar var sú, að þarna höfðu víkingar og afkomendur þeirra sest að, eftir að þeir höfðu hertekið hann árið 866 og endur- byggt nær algjörlega. Jórvík víkinganna er nú algjör- lega horfin af yfirborðinu en á nokkrum stöðum við árnar Ouse og Foss, sem renna gegnum mið- borgina út í fljótið Humber, en við það standa Hull annars vegar og Grimsby hins vegar, hafa fundist leifar frá víkingatíman- um. Þær eru langt undir yfirborði Jórvíkur nútímans. Á árunum 1976 til 1981 unnu jarðfræðingar að miklum rannsóknum og upp- greftri á stað sem heitir Copper- gate, eða Kopargata. Þarstendur nú Coppergate ráðhúsið, en und- ir því eru fornleifarnar ennþá aðgengilegar. Byggt var yfir upp- gröftinn og hann látinn halda sér. Ekki nóg með það. Með sam- vinnu fjölmargra vísindamanna var í hluta uppgraftrarins reist víkingabyggð, eins og menn gera sér hugmyndir um að hún hafi lit- ið út. Þar standa hús, eins og þau voru þúsund árum fyrr, byggð úr sams konar efnum og notuð voru, sem fornleifarannsóknirnar leiddu í ljós. Þarna er víkinga- safn, sem heitir Jorvik Viking Center. Þar geta menn ferðast aftur í tímann með svokölluðum tímavögnum og staldrað er við í Jórvík dag einn síðla í október árið 948. Aldrei fyrr hefur þvílík skelfing gagntekið Bret- land eins ög víkinga- plágan, né heldur var nokkru sinni talið mögulegt að slíkt gæti borist yfir hafið. Eitthvað á þessa leið skrifaði enskur lærdómsmað- ur árið 793. Hann var að lýsa komu fyrstu víkinganna til Norð- ur-Englands. Og fleiri áttu eftir að koma þegar hinir norrænu víkingar uppgötvuðu hversu auð- ■ velt var að auðgast rrieð því að herja á strendur Bretlands. Þeir ætluðu að hertaka allt landið, én það var aðeins í suður og vest- urhlutanúm sem tókst aö stöðva þá. Bretiand skiptist og nörður- og austurhlutinn varð Danalög, svæði sem var stjórnað af dönsk- um og norskum víkingum, en Unnið við að gera sjóklárt, en í Jórvík var höfnin hvað niestur annastaður, enda byggðist staðurinn að verulegu leyti á siglingum og verslun. Undir þessu húsi, í neðanjarðarhvelfingu sem grafin var u Þar sem tíminn stendur kyrr Íslendingar komu þar einnig við sögu sem kunnugt er. Jórvík varð höfuðstaðurinn og þar sem annars staðar, þar sem hinir norrænu menn réðu ríkjum, urðu venjur þeirra og hefðir ofan á - landbúnaður, stjórnkerfi, tungumál, listiðnaður, klæða- burður og húsagerð, svo eitthvað sé nefnt. Hundruð þorpa í Yorkshire bera ennþá norræn nöfn. Talið er að Normannar hafi hertekið Jórvík 1067, en heima- menn veittu mótstöðu. Hin norr- æna byggð var brennd nánást tii grunna 1069 til að skapa autt svæði umhverfis kastala Nor- mannanna. Nægar leifar eru þó til svo unnt sé að gera sér heillega mynd af því hvernig byggingar voru og lífið gekk fyrir sig í Jór- vík víkingatímans. Það er sagt að j allir þeir munir, allt það dót og Jorvik - þar voru hús byggð úr nærtæku byggingarefni, timbri og hálmi. Svona er talið;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.