Dagur - 20.12.1986, Page 15

Dagur - 20.12.1986, Page 15
20. déseVribér 198é - DAGUR- 15 Guðmundur Árnason. „Þaðfiskaðist oft vd á jóhmm“ - Spjallað við Guðmund Ámason, hafnarvörð s þessum árum var maður aldrei heima á jólunum. Það var eins og það væri alltaf stílað á að skipin færu út rétt fyrir jólin, sagði Guðmundur Árnason hafnarvörður á Sauðár- króki um þau ár sem hann var á gömlu síðutogurunum. Guð- mundur var síðar lengi skipstjóri á togurum Útgerðarfélags Skag- firðinga, en fyrir nokkrum árum tók hann pokann sinn og gerðist hafnarvörður. Þetta hafa líklega verið sjö ár sem ég var á togurun- um, og mest var ég. á togurum frá Akranesi og Akur- eyri. Þá var venjan eins og er enn að skipin sigldu mikið á haustin og þá var jólamaturinn keyptur í ferðinni, en eina tilbreytingin yfir jólin var betri matur en á öðrum tímum. Aðfangadagurinn var nokkuð hátíðlegri en aðrir dagar á sjónum. Þá var trollið haft inni meðan við hlustuðum á jóla- kveðjur til sjómanna á hafi úti og síðan voru jólamatnum gerð skil á meðan messan var í útvarpinu. Útgerðin hafði sent vindla og við fengum bjór ef hann var til og jafnvel léttvín með matnum. - Voru menn ekkert fúlir að þurfa að vera á sjó yfir jólin? önnunum hefur sjálf- sagt verið hugsað heim, sérstaklega heimilis- feðrum og það lá kannski ekkert sérlega vel á mönnum þegar skip- ið var að fara út. Annars held ég að menn hafi tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og skapið í mönnum yfir jólin fór bara mikið eftir því hvernig fiskaðist. - Fiskaðist kannski oft vel yfir jólin? á, það var nefnilega oft þannig að það fiskaðist vel á jólunum. Það er iðulega gott fiskerí á eftir stórstreymi og það er oft stórstreymt fyrir jólin. - Eitthvað sérstaklega minnis- stætt úr þessum jólatúrum? að er það nú ekki, við vor- um yfirleitt heppnir með veður eins og reyndar er hægt að segja með alla mína sjó- mannstíð. En eftir að ég kom á Sauðárkrók man ég ekki til þess að við höfum verið úti á sjó á jól- unum, alla vega ekki síðustu 10- 15 árin, en þó er eins og mig hálfminni að það hafi einhvern tímann verið. Það er raunar komið í lög núna að minni togar- arnir eiga að vera inni á jólunum og jafnvel verksmiðjuskipin líka. Hjá ÚS hefur venjan verið undanfarin ár að skipin fari út á þriðja í jólum og koma svo inn fyrir gamlárskvöld. Þannig áð skipverjar geta verið heima um áramótin. Fyrir nokkrum árum vorum við nýkomnir heim fyrir áramótin og að búa okkur undir að fagna nýju ári heima, þegar okkur bárust boð um að ná í Skafta sem var staddur með bil- aða vél vestur af horni. Menn voru auðvitað mjög svekktir því þar með var áramótagleðin fyrir bí. Ég fékk nokkra af áhöfninni með mér og ferðin tók nokkuð á annan sólarhring, sagði Guð- mundur Árnason að lokum. -þá Hótel KEA óskar viðskiptavinum sínum gleðUegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Opnunartúni Súlnabergs og veitingasalir II hæð verður sem hér segir: Fimmtudagur 18.12. til kl. 22.00. Laugardagur 20.12. til kl. 22.00. Þriðjudagur 23.12. til_kl. 23.00. Aðfangadagur 24.12. tilkl. 13.00. Jóladagur 25.12. Lokað. Annaríjólum 26.12. Lokað. Gamlársdagur 31.12. tilkl. 13.00. Nýársdagur l.jan. Lokað. Laugardaginn 27. des. eru veitingasalir II hæð lokaðir vegna einkasamkvæmis. Verið velkomin. e Sendum öllum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári GPedi6myndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 n / \ n Sendum öllum bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og farsælt komandi ár V J □ G □ □ □ □ C \ VAL hí ][:□□□□□□□□□___, Sunnuhlíð, sími 23324. 3 d/ \ n Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öUum okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Akurliljan Hafnarstræti 106, sími 24261. Versiun fyrir alla aldurshópa. <r \ r / V Gleðileg jól og farsælt komandi ár Klœðcrcershm jpil, SigwðarGubmmuhsomirhf ' '1 HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öUum bestu jóla- og nýárskveðjur Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu. Feróaskrifstofa Akureyrar “'ogi 3 HÓTEL KEA AKUREYRl

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.