Dagur - 04.09.1987, Síða 2
2 ~ DAGUR - 4. september 1987
■u« %J~r <1 ii/iiijriuiiciMiiii»
ekki komdu við, þar er margt forvitnilegt.
ko pokinn
_____M____________> pokar
Framleiðum allar stærðir plastpoka.
M
POKINN
Verðum með sérstaka kynningu á
plastpokaframleiðslu okkar
laugardaginn 5. sept. frá
Líttu inn á Iðnsýninguna!
AKO pokinn - Plastiðjan Bjarg
Eig: Sjálfsbjörg Akureyri.
Skólaskór og
kuldaskór í úrvali
á börn, dömur og herra.
Einnig nýkomin
sending af
flókainniskóm
á dömur og herra.
ATVENNA
Okkur vantar nú þegar
hresst og duglegt starfsfólk
á dagvakt og kvöldvakt við
ýmiss störf í Skinnaiðnaði.
Einnig getum við bætt
við fólki á næturvakt
frá kl. 1.35-7.00.
'/2 vaktir koma til greina.
Unnið er eftir bónuskerfi.
Mötuneyti er á staðnum.
Lítið inn og kannið
tekjumöguleika.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
■ ;
Svipaður fjöldi hefur borist af kærum vegna álagningar opinberra gjalda nú og undanfarin ár.
Skattakærur:
Frestur rann ut um
síðustu mánaðamót
- verða væntanlega afgreiddar fyrir 1. nóvember
Þann 30. ágúst sl. rann út frest-
ur sá er skattgreiðendur höfðu
til þess að gera athugasemdir
við álagningu opinberra gjalda
síðasta árs. Dagur hafði sam-
band við Gunnar Rafn Einars-
son skattstjóra Norðurlands
eystra, og spurði hann hvort
mikið hafi borist af kærum.
„Þetta er ósköp svipað magn
og venjulega,“ sagði Gunnar.
Hann sagði ennfremur að byrjað
væri að vinna úr þeim og nokkrir
hafi fengið leiðréttingu nú þegar.
Samkvæmt lögum ber að ljúka
vinnu við kærurnar innan tveggja
mánaða frá því kærufrestur renn-
ur út. Gunnar sagði að þeir
stefndu að því að ná þessu, og
gætu þeir það, yrði það eina kjör-
dæmið sem lyki leiðréttingum á
réttum tíma.
Þeir sem lögðu inn kæru vegna
álagningar að þessu sinni mega
því búast við svari frá skattstjóra
í síðasta lagi í októberlok. VG
Samvinnuferðir/Landsýn:
Hafa aldrei fyrr flutt jafn
marga farþega í frí
- umsvif skrifstofunnar á Akureyri hafa tvöfaldast á einu ári
„Við getum ekki annað en
verið ánægð,“ sagði Helgi
Jóhannsson framkvæmdastjóri
Samvinnuferða/Landsýnar í
samtali við Dag, er hann var
spurður hvort um aukningu í
sölu ferða hjá þeim hafi verið
að ræða. „Samvinnuferðir
hafa aldrei flutt jafnmikið af
fólki í sumarleyfí eins og í ár.“
„Það sem hefur komið okkur
mest á óvart er hversu gífurlega
vel hefur selst í sumarhúsin í
Hollandi og Englandi. Það fylltist
strax í vor í þessar ferðir, og
bættum við t.d. við ferðum til
Hollands um 50% og dugði það
ekki til.
Ein ástæða þessarar aukningar
tel ég fyrir víst að sé sú, að á
meðan laun í landinu hafa hækk-
að um 30% hækkuðu ferðimar
ekki nema um 2-5%, svo í raun
lækkuðu þær.
Sólarlandaferðirnar gengu
mjög vel, við fjórfölduðum söl-
una til Mallorka og er sú eyja nú
ekki ný undir sólinni. Við vorum
með mjög hagstætt verð þangað
og er það vafalaust ástæðan.
Miðað við síðasta ár er þetta
án efa mun meiri sala en á síðasta
ári. Það er ljóst að almenningur,
sérstaklega fjölskyldur ferðast
orðið meira. Þetta er orðinn rík-
ari þáttur í lífi fólks, það er alveg
ljóst.“
Helgi var spurður að því hvort
þeir hafi orðið varir við breytingu
á ferðahögum fólks, og sagði
hann að fyrir tveim árum hafi
orðið mikil aukning í „flug og
bíll“ pökkunum. Það fólk sem
hafi dvalist í sumarhúsum hafi nú
í stórauknum mæli leigt sér bíla
og gert mikið af því að fara í
stuttar ferðir á eigin vegum.
„Fólk er orðið reynslumeira hvað
ferðalög snertir."
„Varðandi skrifstofu okkar á
Akureyri, þá hafa umsvif hennar
aukist gífurlega. í júlí sl. höfðum
við selt þar jafnmikið og aílt síð-
astliðið ár. Það stefnir í það að
umsvifin þar tvöfaldist á milli
ára. Starfsemin hefur sprengt
utan af sér húsnæðið og veltan
nálgast 80-100 milljónir,“ sagði
Helgi að lokum. VG
Seljum bæði nýja og
Norðlenskt fyrírtæki
Norðlensk gæði
Gúmmívinnslan hf
Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776