Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 5
4. september 1987 - DAGUR - & Þeir láta sér annt um náttúruna landverðimh Friðrik Dagur Arnarson og Árni K. Helgason Að smala ferðamönnum út úr fjósinu - spjallað við Árna K. Helgason og Friðrik Dag Arnarson landverði í Mývatnssveit „Sem landeigandi í sveitinni græt ég ekki að spár um fjölg- un ferðamanna rættust ekki,“ sagði Arni K. Heigason land- vörður í Mývatnssveit. Við hittum Ama að máli í bæki- stöðvum landvarða og spurð- um fyrst um ferðamenn. Hvað annað? Ferðamenn hafa ekki verið eins margir og búist hafði verið við í kjölfar leiðtoga- fundar og kynningarátaks. Og það grætur Arni ekki. Nánar um það. „Það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli. Auðvitað kemur það sér ekki vel fyrir hreppinn ef ferðamenn eru ekki margir. En ef ég tala sem landeigandi þá er ástæðulaust að gráta það.“ Árni býr á Grænavatni, en þar er gam- aíl og reisulegur torfbær. Þangað komu ferðamenn í hópum til að skoða bæinn og eflaust að reyna að gera sér í hugarlund forna búskaparhætti Frónbúans í svo sem eins og þremur bindum. „Þeir voru bókstaflega út um all- ar jarðir, þessir ferðamenn. Þeir flæddu út úr rútunum og voru upp og innan um allt. Ég lýg því ekki, ég þurfti oftsinnis að smala þessum ferðamönnum út úr fjós- inu heima. Svo var þetta á öllum gluggum. Þeir héldu greinilega að þetta væri einhvers konar sýn- ingasvæði.“ Árna var nokkuð mikið niðri fyrir, sagði þó að nú væri ástand- ið ekki svona slæmt. „Nú hringi ég í Friðrik," sagði Árni og stóð við það. Á meðan hann hellti upp á gulan braga spjölluðum við vítt og breitt um ferðamenn. Um leið og kaffið var tilbúið birtist Frið- rik Dagur Arnarson en hann er einnig landvörður í Mývatns- sveit. „Sonur myndavélaprests- ins,“ eins og hann kaus að orða það er við spurðumst fyrir um ætt og uppruna. Starfið er fjölbreytt og sögðu þeir félagarnir að landverðir keyrðu stundum mörg hundruð kílómetra á degi hverjum. Bann- að er að tjalda nema á þar til gerðum tjaldstæðum og því fer mikill tími landvarða í að fylgjast með að þær reglur séu virtar. „Við lendum oft í eigendum íslands,“ sagði Friðrik Dagur þegar við spurðum hvort mikið væri um að fólk virti ekki regl- urnar. Eigendur íslands eins og hann kallaði landann eru að sögn landvarða hvað erfiðastir með að tjalda ekki á tjaldstæðum. „Þeir eru oft ósáttir með að fá ekki að tjalda þar sem þeim sýnist. Þeir vilja líka sofa í bílum sínum og telja að hljóti þeim að vera frjálst, þar sem þeir eigi jú landið. Við höfum bent þessu fólki á að það þurfi að losa sig við rusl þótt það sofi í bílunum sínum. Við höfum margsinnis fundið alls kyns dósir í gjótum og það má rekja klósettpappírsslóðina langar leiðir. Þegar við tölum við þetta fólk segir það: Við elskum nátt- úruna, við hendum aldrei rusli. Okkur dettur alls ekki í hug að rengja það, en samt hlýtur það að vera einhver sem hendir ruslinu sem við finnum.“ Umgengni um Stórugjá hefur verið slæm í sumar og sögðu þeir drengir, Árni og Friðrik að nokk- uð væri um að „ölvaðir aðkomu- menn“ gerðu sig heimakomna í gjánni. Auk þess sem heima- mönnum sumum hverjum leiðist ekki að bregða sér í bað. „Um- gengnin er vægast sagt hroðaleg. Við erum að hirða upp brækur og dömubindi allt í kringum gjána. Liggur við maður finni alklæðnað þarna eftir helgar. Það er spurn- ing hvort við ættum ekki bara alveg að láta það vera að hreinsa upp eftir helgar. Fólk myndi þá örugglega ekki fara ofan í ef það sæi hvernig umgengnin er,“ sögðu Árni og Friðrik og bættu því við að í gjánni væri meira af saurgerlum en æskilegt er. Nú vindum við okkar kvæði í kross, piltar tveir ónafngreindir þurftu að ná tali af Friðrik en svo vildi til að er blaðamenn voru í Mývatnssveit hafði Hrafn Gunn- laugsson einmitt verið að ljúka tökum á mynd sinni í skugga hrafnsins og sagðist Friðrik hafa fylgt honum á eftir eins og skugginn. Piltarnir voru að hefj- ast handa við að afmá öll verks- ummerki. Við spurðum Friðrik hvernig honum hafi fundist að vera í „skugga Hrafns.“ „Það var gaman að vera með í þessu. Ég hlakka mikið til að sjá myndina og hvernig þetta kemur út hérna," sagði Friðrik og bætti við þessari setningu: „Ég sagði nú einu sinni við Hrafn að hann héldi stundum að hann gæti geng- ið á vatninu án þess að sökkva." Mynd Hrafns var tekin upp í Dimmuborgum, en þar hefur ein- mitt mikið verið unnið í sumar. Búið er að laga göngustíga og merkja leiðir. í samvinnu við landgræðsluna og Náttúruvernd- arráð er nú verið að gera kort af Dimmuborgum. Sögðu þeir Árni og Friðrik að sum svæðin í Dimmuborgum væru illa farin vegna mikils ágangs og mikilvægt væri að fólk fylgdi merktum göngustígum. „Margir íslending- anna halda að við séum að merkja leiðirnar til að þeir villist ekki. Sannleikurinn er sá stór- hættulegt getur verið að æða út um allt og menn hafa lent í lífs- hættu við það.“ - Ef við víkjum að öðru svona í lokin. SkemmtiLeg atvik í vinn- unni? „Það er ekkert leiðinlegt að fylgjast með kvenfólkinu baða sig. Það léttir manni heldur lífið við klósetthreinsunina. Einn morguninn voru fjórar berar hérna við vaskinn og sú fimmta að klæða sig úr.“ Við látum þetta nægja í bili, þótt samtal okkar hafi verið mun lengra. Við ræddum um Mý- vatnssveit sem er náttúruvernd- arsvæði, „en það er bara hvorki fugl né fiskur. Við viljum fá þetta svæði merkt inn á kortið. Það hefur verið margra ára barátta að fá þetta svæði merkt, en þar gengur illa.“ Piltarnir höfðu miklu meira að segja um þessi mál, en plássins vegna verðum við að hætta. Hins vegar er morg- unljóst að við verðum að ræða Við piltana síðar. mþþ sjma í?óNusm GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikimir! Leöcir 5. september 1987 1 X 2 1 KR - Valur* 2 1-A. - VIBIr* 3 Þór A. - K.A.' 4 I.B.K. - F.H.* 5 Völsungur - Fram* 6 Coventry - Man. United 7 Everton-Tottenham 8 Newcastle - Wimbledon 9 Oxford - Luton 10 Southampton - Sheff. Wed. 11 Watford - Norwich 12 West Ham - Liverpool Hríngdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 Höfðaberg veitingasalur annarri hæð. Opið frá kl. 7.30-23.30. Ath. kvöldverður afgreiddur frá kl. 18.00-22.00. Opnunartími Súlnabergs verður auglýstur síðar. ★ Laugardagur 5. september Hljómsveit Arasonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 22200 ★ Matseðill: Grillaðir sniglar Bourguignonne Laxalauf mmeð grænum spergli og hvítu smjöri Maizsúpa Washington með wiskhy og portvíni Rjómalöguð blómkálssúpa Dubarry Reykfiskbaka með blaðlauk og sýrðum rjóma Hvítlauksstungið lambalæri Nauta- og grísasteikur með Madeirasósu Ofnsteikt villigæs með appeisínusósu Heitt eplapie með þeyttum rjóma Fersk bláber M HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.