Dagur


Dagur - 04.09.1987, Qupperneq 8

Dagur - 04.09.1987, Qupperneq 8
8 -e 4.- mMBbtoWK .* Háskaferð um hálendið Galtaból, skálar RARIK. Þeir dvöldu í skálanum til hægri en í þeim til vinstri voru uppbúin rúm, hitunartæki og matur til margra mánaða. Mynd: Rúnar Arason. er orðinn að fangelsi. Skyldu fjöl- skyldur okkar vita af okkar erfið- leikum? Hugsunin um það veldur okkur meiri áhyggjum en það hvað verður um okkur. Það er miðvikudagur og klukk- an er 11.00. Við höfum útbúið 35 metra langa línu. Hún er okkar síðasta von. Við verðum að leggja af stað í norðurátt, á móti storminum. Eftir hálftíma höfum við einungis færst einn metra frá kofanum. Línuna er mjög erfitt að halda í, því hún verður sem svipa í storminum. Aðferðin, að ganga með „áttavitalínu“ fellur um sjálfa sig. í villtri bræði tek ég við stjórn- inni, staðset vin minn þétt fyrir aftan mig og geng ákveðinn af stað. Með skíðastaf í annarri hendi og áttavitann í hinni er ég staðráðinn í að víkja ekki einu skrefi frá 360 gráðu uppgefinni átt. Nú gildir bara staðfesta og áræðni. Ekki er hægt að gera annað en að halda ferðinni áfram á móti storminum og passa að hrasa ekki. Ég sé einungis átta- vitanálina. Eftir sex klukkustunda gang erum við algjörlega búnir. Þá tók við þriggja tíma verk við það eitt að reisa tjaldbúðir og útbúa okk- ur mat. Eftir langan og erfiðan dag skríðum við inn í tjald. Við náum skónum af okkur með erf- iðleikum því sokkarnir eru frosn- ir við þá. Háfjallaklæðnaðurinn gerði að mestu leyti sitt gagn, það er að flytja rakann út í gegnum búninginn, en málið er að rakinn fraus á leiðinni og hefur myndað þunna brynju sem ekki bráðnar. Við skríðum því alklæddir í pok- ana og tökum skóna með svo það verði auðveldara að komast í þá á morgun. Við erum alveg dauðþreyttir, en kuldinn verður óbærilegri með hverri klukkustund sem líður. Hann gefur okkur ekki kost á að sofna; við liggjum bara og skjálfum. Nýr dagur rennur upp og við sjáum að storminn hefur lægt. Það er komið skínandi gott veður og við sjáum á hitamæiinum að frostið er 35 gráður. Þetta gefur okkur ástæðu til að hreyfa okkur. í dag ætlar Otto að vera fremri maður, sjá um að halda ferðinni og stýra eftir áttavitastefnunni sem ég gaf honum upp. Og viti menn, eftir tíu daga ferðalag sjá- um við loks sýn sem gefur okkur von. Sem dáleiddir drögum við sporið og gefum ekkert eftir. Seinni part dags stöndum við á barmi fjallabarms. Þetta er ótrú- legt, við stöndum á fjallabarmi við enda Eyjafjarðardals, aðeins dagsferð frá næsta bæ. Aftur og aftur berum við saman kortin okkar og reynum að átta okkur á landslaginu til þess að vera vissir, við gætum ekki afborið enn ein vonbrigði. En ekkert bendir til þess að okkur skjátlist og vonin um að á morgun verðum við hólpnir verður sterkari. Um eftirmiðdag næsta dag náum við í brjáluðu veðri til bóndabæjarins Saurbæjar, sem er í dal samsíða Eyjafjarðardal, ein- ungis 10 km austar. „Svartolíu- fangelsið" okkar er um 60 km í hásuður frá Saurbæ, svo hefðum við vikið 100 metra frá slóð okkar eða gengið fram hjá dalnum í slæmu veðri, hefðum við ekki verið til frásagnar um þessa ferð. Aftur verð ég hræddur um mitt litla líf, þegar ég horfi út um gluggann á tveggja hreyfla Fokk- er-vél. Nokkra kílómetra fyrir neðan okkur starir hið hvítlita hálendi íslands á okkur með allri sinni ró, eða svo er að sjá! Aðeins nokkrum dögum áður vorum við þarna niðri, leiksopp- ar snjóstorms, óvægins kulda, áttavilltir og ólýsanlega einmana. Hið föla ljós og mikla víðátta villti mönnum sýn, en hugurinn losnar ekki við hið hvíta víti. „Úthaldssamur hlýtur maður að þurfa að vera þarna niðri,“ segir Otto biturri röddu „og þarna ætluðum við yfir.“ VG ■Bokabúððn Eddal Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 Takið eftír! Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra auglýsir eftir fjölskyldu, sem vill taka fatlað barn í vistun í vetur. Um er að ræða vistun, þrjá virka daga, vegna skóla- göngu viðkomandi í Pjálfunarskóla ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Thoroddsen, sál- fræðingur á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, ráðgjafar- og sálfræðideild í síma 24655. Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Haustáætlun frá 6. sept. ’87 S M Þ M F F L Frá Húsavík kl.: 19 8 8 8 Frá Akureyri kl.: 21 16 16 16 ATH. Morgunferðir frá Húsavík tengjast Norðurleið til Reykjavíkur. Ferðist ódýrt - Ferðist með sérleyfisbílum. Fargjald Húsavík-Akureyri kr. 450.- Fargjald með Norðurleið Akureyri-Reykjavík kr. 1.650.- Afgreiðsla hjá eftirtöldum aðilum: Húsavík: Á. G. Guðmundsson, Stóragarði 7, sími 41580. Akureyri: Farþegaafgreiðsla, Öndvegi hf., sími 24442. Akureyri: Vöruafgreiðsla, Ríkisskip v/Sjávargötu, sími 23936. Sérleyfishafi. AKUREYRARBÆR Félags- og iðjuþjálfun Starfsfólk óskast til félags- og iðjuþjálfunar á dvalarheimilunum Hlíð og í Skjaldarvík. Upplýsingar um störfin gefur Rannveig Guðna- dóttir í símum 23174 og 27023. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna- stjóri í síma 21000. MOL&SANDURHF. Komið og skoðið nýju hellulínuna hjá okkur á Iðnsýningunni í íþróttahöllinni. Erum með sýningarsvæði úti og inni. Sýningin er opin föstudag kl. 17-22 og laugardag og sunnudag kl. 14-22. MÖL&SANDUR HP. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Slys gera ekki boð á undan sér! gujJFEMW, OKUM EINS OO MENNI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.