Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 12
er - RUÐAQ - yger ladínaíqee i
12 - DAGUR - 4. september 1987
Byggingavörur
Lónsbakka
Sími 96-21400
N-Þingeyjarsýsla:
íbúum fækkaði um
12,8% á 20 árum
Fjórðungssamband Norölend-
inga hefur gert úttekt á aldurs-
skiptingu og aldurshreyfíngum
íbúa eftir sveitarfélögum í N.-
Þingeyjarsýslu fyrir árin 1965-
1985. Gunnar Hilmarsson,
sveitarstjóri Raufarhafnar-
hrepps, fór þess á leit við
fjórðungssambandið að könn-
unin yrði framkvæmd. Niður-
stöður könnunarinnar eru um
margt athyglisverðar.
Sveitarfélögum í sýslunni var
skipt í þrjú athugunarsvæði. Þau
eru Keldunes-, Öxarfjarðar-,
Fjalla-, og Presthólahreppur í
eitt svæði, Svalbarðs-, Þórshafn-
ar- og Sauðaneshreppur í annað
svæði og Raufarhafnarhreppur
sem sérstakt svæði.
Við aldursskiptingu eru íbúar
flokkaðir í fimm aldurshópa og
íbúafjöldi karla og kvenna tekinn
saman. Sýnt er hlutfall íbúa í
hverjum aldurshópi og og hversu
mikil breyting hefur orðið í
hverjum hópi á þessu tuttugu ára
tímabili
Af könnuninni er ljóst að fæð-
ingum hefur fækkað gífurlega
milli áranna 1965 og 1985 ef N.-
Þingeyjarsýsla er skoðuð sem
heild. Börnum á aldrinum 0-14
ára hefur fækkað úr 659 árið 1965
í 382 árið 1985 eða um 42%.
Ástæðurnar eru lækkandi fæð-
ingartíðni ásamt brottflutningi
fólks. Útlitið er enn svartara þar
sem nú koma fámennari aldurs-
hópar inn á svonefndan frjósem-
isaldur kvenna. Allt útlit er því
fyrir áframhaldandi fækkun íbúa
nema takist að snúa óhagstæðum
flutningsjöfnuði við, t.d. með því
að halda betur í ungt fólk sem er
að hefja búskap.
í aldurshópnum 15-24 ára, sem
segja má að sé framhaldsskóla-
aldurinn, hefur íbúum í N.-Þing.
þó fjölgað úr 322 í 345 á þessu
tuttugu ára tímabili, eða um
7,1%. Á sama tímabili hefur
fólki á „vinnufærum aldri“, þ.e.
25 - 69 ára, fjölgað hlutfallslega
mjög mikið eða úr 41,5% íbúa í
48,4% af íbúafjölda.
Lítil sem engin breyting hefur
orðið á hlutfalli fólks 70 ára og
eldra í sýslunni milli áranna 1965-
1985 en samanburður aldurshóp-
anna 15-19 og 30-34 ára sýnir svo
ekki verður um villst að mikill
fjöldi fólks fiyst brott á þessu
tímabili, þ.e. frá 20 ára til 29 ára.
Petta er aðallega tengt skóla-
göngu og einnig er ljóst ef við-
komandi aldurshópum er fylgt
lengra að fæstir snúa aftur til síns
heima.
Þegar niðurstöðutölur könnun-
arinnar yfir aldursskiptingu íbúa
í N.-Þing. á þessu tímabili eru
skoðaðar kemur í ljós að í heild-
ina hefur íbúum fækkað um 244
eða 12,8 prósent og hlýtur slíkt
að vera öfugþróun.
Ráðstefna um iðnað og atvinnumál á Norðurlandi:
„Meiri þörf fyrir
ný störf á
landsbyggðinni"
- segir Haraldur Sumarliðason
forseti Landssambands iðnaðarmanna
Síðastliðinn föstudag var hald-
in í Svartfugli ráðstefna um
iðnað og atvinnumál á Norður-
landi. Ráðstefnan var um
margt fróðleg og ekki síður
skemmtileg. Frummælendur
komu víða við en aðaláherslan
var lögð á Norðurland og þá
sérstaklega Akureyri. Fyrir-
spurnir af ýmsum toga kveiktu
umræður og verður ráðstefn-
unni nú lýst í stórum dráttum.
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra var fyrsti framsögumaður
ráðstefnunnar. Hann skýrði frá
iðnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar
og talaði um áhrifaválda á borð
við verðbólgu. „Stórir sigrar hafa
unnist í baráttunni við verðbólg-
una hérlendis en aðrar þjóðir
hafa gert enn betur. í dag er stað-
an þannig að verðbólgan hér á
landi er sjöfalt meiri en f sam-
keppnislöndunum. Verðbólgu-
draugurinn, aðalóvinur atvinnu-
lífsins, verðmætasköpunar og
launafólks, hefur ekki verið
kveðinn niður.“
Friðrik ræddi einnig um fram-
leiðniátak í iðnaði og sagði að
starfsskilyrði þyrftu að vera jöfn
milli atvinnugreina og boðaði
minni afskipti ríkisins af iðnaði á
næstu árum. Hann talaði um
aukna nýsköpun og sölu á hluta-
bréfum ríkisins í iðnfyrirtækjum.
Þá sagði Friðrik að biðstaða væri
í stóriðjumálum.
„Talsvert er fjallað um fjár-
mögnun atvinnulífsins og fjár-
festingarsjóðina í stefnuyfirlýs-
ingunni. Fjárfestingalánasjóðs-
kerfið verður endurskoðað og
stefnt að því að opna sjóðakerfið
þannig að nýjar greinar, ekki síst
í iðnaði, fái aðgang að lánsfé með
sama hætti og eldri atvinnugrein-
arnar. Smám saman hefur ríkis-
valdið hætt beinum ríkisframlög-
um til sjóðanna. Næsta skref er
að losa um þau lagaákvæði sem
skylda fjárfestingalánasjóðina, í
suinum tilvikum, til að lána ein-
göngu í vissar greinar," sagði
Friðrik.
Nauðsynlegt að
fyrirtækin skili arði
Næsti frummælandi, Ólafur
Davíðsson framkvæmdastjóri
Félags íslenskra iðnrekenda,
fjallaði um það að uppspretta
áhættufjár væri hagnaður fyrir-
tækjanna og það væri nauðsyn-
legt að fyrirtækin skiluðu arði til
að geta stundað nýsköpun og
þróun.Hann lýsti áhyggjum sín-
um yfir því að vaxandi hluti af
tekjum iðnaðarfyrirtækja í dag
fer í fjármagnskostnað.
„I opinberri skýrslu frá árinu
1977, skýrslu sem nefndist Hagur
iðnaðar og gefin var út af Þjóð-
hagsstofnun, segir meðal annars:
Hvort sem litið er á þróun útlána
fjárfestingalánasjóða eða banka-
kerfisins f heild, hefur hlutur iðn-
aðar í heildarútlánum heldur
lækkað á síðari árum. Hvað
varða almenn lánskjör virðist
iðnaðurinn sæta öllu lakari kjör-
um hjá innlánsstofnunum en sjáv-
arútvegur og landbúnaður og
hefur heldur þokast í átt til meiri
mismununar en ríkti við upphaf
þessa áratugar.
I annarri opinberri skýrslu frá
árinu 1982, skýrslu sem gefin var
út af svokallaðri starfsskilyrða-
nefnd og fjallar einmitt um
samanburð á starfsskilyrðum
atvinnuveganna, sagði meðal
annars: Lánsfjármögnun fjárfest-
ingar er áberandi lægri í almenn-
um iðnaði en í sjávarútvegi.
Ólíkar fjármögnunaróskir og
geta til eigin fjármögnunar skýra
þennan mismun í nokkrum mæli.
Engu að síður er líklegt að mis-
jafn aðgangur að lánsfé eigi hér
hlut að máli,“ sagði Ölafur
Davíðsson meðal annars.
„Svona slys mega
ekki eiga sér stað“
Þá tók til máls Haraldur Sumar-
liðason forseti Landssambands
iðnaðarmanna. Hann fjallaði um
ýmsar opinberar aðgerðir í
byggðamálum og iðnaðarmálum
á síðustu áratugum og rakti það
hvernig þær hafa þróast. Hann
ræddi einnig um óarðbærar fjár-
festingar, byggingariðnað, iðnám
og fleira.
„Ég nefndi í upphafi hver
aðflutningur til höfuðborgar-
svæðisins hefði verið á síðustu
árum. Á síðustu misserum hefur
ástandið væntanlega verið lands-
býggðinni eitthvað hagstæðara
vegna uppgangs í sjávarútvegi.
Þó er líklegt að það jafnvægi sé
aðeins tímabundið þar sem ýmis-
legt bendir til að þáttaskil séu nú
að verða í byggðaþróun. í því
sambandi er vert að nefna nokk-
ur atriði sem skipta verulegu
máli:
í fyrsta lagi: Útfærsla landhelg-
innar, skuttogarabyltingin og sú
aflaaukning sem fylgdi í kjölfarið
er um garð gengin. í öðru lagi:
Frumvinnslugreinar atvinnulífs-
ins búa nú og ef til vill um næstu
framtíð við sóknar- og fram-
leiðslutakmarkanir. í þriðja lagi:
Vaxandi markaður er fyrir fersk-
an fisk á erlendum mörkuðum.
Nýtækni í flutningum gerir kleift
að koma ferskum fiski á markað
frá öllu landinu. Fjárfesting og
atvinna í fiskiðnaði virðist því
frekar í rénun en vexti. í fjórða
lagi: Ný störf sem til verða í
atvinnulífinu eru yfirgnæfandi á
sviði þjónustugreina. Þær vaxa
mest á höfuðborgarsvæðinu eins
og reikna mátti. Og í fimmta lagi:
Aldursskipting íbúa landsins er
þannig að hlutfallslega fleira ungt
fólk býr nú á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu. Þar er því
meiri þörf nýrra starfa ef jöfnuð-
ur á að komast á í byggðaþróun.
Ólafur Davíðsson í ræðustól á iðnþinginu.