Dagur - 04.09.1987, Side 20

Dagur - 04.09.1987, Side 20
ABAUTA Frá 31. ágúst verður opið frá kl. 10-22 alla daga. En fyrst um sinn verður þó opið frá kl. 8.00 alla daga. Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin. Akureyri: Byrjað á byggingu 70 nýrra íbúða á árinu Eins og komið hefur fram er húsnæðisvandamál á Akureyri mikið. Erfiðlega gengur að fá þar húsnæði og virðist mikill skortur á íbúðarhúsnæði á leigu- markaðinum. Þetta hefur haft í för með sér að kippur hefur komið í byggingu íbúðarhús- næðis á Akureyri og hefur á þessu ári verið byrjað á mun fleiri nýjum íbúðum en á síð- asta ári. Um síðustu áramót voru í heildina 96 íbúðir í byggingu á Akureyri en þetta eru íbúðir í einbýlishúsum, fjölbýlishúsum og raðhúsum. Á síðasta ári var byrjað á byggingu á 28 íbúðum og árið 1985 var byrjað á bygg- ingu á 17 íbúðum. Mikill kippur hefur færst í byggingariðnaðinn á þessu ári og á skrifstofu byggingarfulltrúa fengust þær upplýsingar að á þessu ári hafi verið byrjað á 68 íbúðum á Akureyri, 49 íbúðum í fjölbýli, 16 íbúðum í raðhúsuin og 3 íbúðum í einbýlishúsum. Þessu til viðbótar eru líkur á að byrjað verði á fjölbýlishúsi með 12 íbúðum við Keilusíðu á þessu ári og verða því í heildina 70 íbúðir sem byrjað verður að byggja á árinu eða aukning um rúmlega 40 íbúðir milli ára. JÓH Leikfélag Akureyrar: Æfingar hafnar á Lokaæfingu Skrafað á bekk í Miðbænum. Mynd: TLV Norðurljós hf. Akureyri: Gera tilraun með tölvu- búnað í mjólkurbíl KEA í gær hófust æfingar á leikrit- inu Lokaæfing eftir Svövu Ja- kobsdóttur hjá Leikfélagi Akureyrar og þar með er leik- árið hafið. „Raunar hófst leik- árið hjá okkur í ágústbyrjun með æfingum á Afmælisveisl- unni,“ sagði Pétur Einarsson leikhússtjóri á blaðamanna- fundi þar sem verkefni leikárs- ins voru kynnt. Verður Lokaæfing sýnd í nýrri leikgerð sem Svava gerði skömmu eftir að leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Pétur Einars- son mun leikstýra Lokaæfingu og þau Sunna Borg, Theodór Theudur Jubssun fer með annað aðalhlutverkið í Lukaæfingu ng leikstýrir einnig Horft af brúnni. Ákveðið hefur verið að efna til náms í ferðamálafræði við öldungadeild Menntaskólans á Akureyri. Undanfarin ár hefur aðeins verið hægt að stunda nám á málabraut í öldunga- deild og er þetta því þörf nýbreytni í starfsemi skólans. Að sögn Jóhanns Sigurjóns- sonar, skólameistara, ski'ptist nám i ferðamálafræði til stúd- entsprófs í þrennt. í fyrsta lagi nám tengt ferðaskrifstofum og Júlíusson og Erla Rut Harðar- dóttir fara með hlutverkin í verk- inu. Frumsýning á Lokaæfingu verður í lok október. Fyrsta frumsýningin verður hins vegar seinnipartinn í sept- ember, en þá mun Þráinn Karls- son sýna „Er þetta ekki einleik- ið,“ eftir Böðvar Guðmundsson. Eru það tveir einþáttungar. Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstýrir. Börnin fá að sjálfsögðu éitt- hvað við sitt hæfi. LA ætlar að setja upp stutt barnaleikrit sem heitir „Halló Einar Áskell.“ Er það eftir Gunillu Bergström í leikgerð Hans Kumlien. Soffía Jakobsdóttir leikstýrir barna- leikritinu. Marinó Þorsteinsson, Skúli Gautason og Arnheiður Ingimundardóttir fara með hlut- verkin í verkinu og verður það frumsýnt í byrjun október. Jólaleikritið í ár verður „Piltur og stúlka“ eftir Jón Thoroddsen í leikgerð Emils Thoroddsen. Verður það frumsýnt á 2. í jólum. Leikstjóri verður Borgar Garðarsson. Eftir áramót hefjast síðan æfingar á verkinu „Horft af brúnni." Leikstjóri verður Theo- dór Júlíusson og verður það frumsýnt um mánaðamótin febrúar-mars. Ein sýning verður í viðbót á leikárinu, en ekki er ákveðið hvaða verk það verður. HJS ferðaþjónustu, í öðru lagi nám í hótelfræðum og í þriðja lagi leiðsögumannanám. Ákveðið var að leiðsögumannanámið yrði sú grein ferðamálafræði sem kennd yrði við M.A. „Þetta er eins og hvert annað stúdentspróf og þessi braut hefur sín séreinkenni eins og aðrar námsbrautir við skólann. Þetta nám kemur sem viðbót og val- möguleiki við það nám sem fyrir er í skólanum og við vitum að Fyrirtækið Norðurljós hf. á Akureyri er nú, í samvinnu við Mjólkursamlag KEA, að gera tilraun með nýjan tölvubúnað í einum af mjólkurbflum sam- lagsins. Þessi búnaður er þyskur, framleiddur hjá fyrir- tækinu Ultrakust. Búnaðurinn sér um skráningu á mjólk, jafnóðum og henni er dælt úr mjólkurtank framleiðandans. áhugi fyrir þessari námsgrein er mikill og almennur í landinu. Ætlunin er að bjóða einnig upp á þetta við dagskólann en það, verður ekki í vetur, við viljum þreifa okkur áfram fyrst. Fyrst um sinn þurfum við ekki að bæta við kennurum því allir helstu kennarar skólans í tungumálum, landafræði og sögu eru vanir leið- sögumenn og með réttindi sem slíkir," sagði Jóhann Sigurjóns- son. EHB í mjólkurbílnum er nú tölva sem tengd er við dælubúnað bílsins. Þegar byrjað er að dæla úr mjólkurtanknum setur tölvan ýmsar upplýsingar inn á lítinn kubb sem í tölvunni er. Þessar upplýsingar eru t.d. upplýsingar um magn mjólkur, sýrustig, hita- stig og einnig upplýsingar um við- komandi framleiðanda og númer tankbíls og bílstjóra. Þegar bíll- inn síðan kemur í samlagið er kubbnum með upplýsingunum stungið í sérstakan lesara sem síðan getur verið tengdur við stórt tölvukerfi, í þessu tilfelli tölvukerfi KEA. Þannig geta samdægurs borist upplýsingar til móðurtölvunnar um hversu mikla mjólk framleiðandi hefur lagt inn og einnig er nú hægt að sjá fyrr í samlaginu hver gæði mjólkur hjá framleiðanda eru. Búnaðurinn er nú í einum bíl samlagsins og að sögn Magnúsar Matthíassonar hjá Norðurljósi er ráðgert að þessi tilraun standi yfir í þrjá mánuði en byrjað var á til- rauninni í ágústbyrjun. Þó mun vera áhugi fyrir að reyna búnað- inn við vetraraðstæður en ekki hefur verið ákveðið hvort slíkt verður gert. Þetta er í fyrsta sinn sem búnaður af þessu tagi er reyndur á íslandi. JÓH Gagnfræðaskólinn: Settur í dag I dag verður Gagnfræðaskóli Akureyrar settur í 57. sinn. Setningin fer fram í Akureyr- arkirkju og hefst kl. 14. Að sögn Magnúsar Aðal- björnssonar, yfirkennara, eru nú 506 nemendur skráðir í skólann og er það svipað og undanfarin ár. Það sem fyrst og fremst vekur athygli er að 9. bekkur hefur aldrei áður verið jafn stór. Nemendur í 9. bekk verða 186, sem er um 30 fleiri en verið hefur, og verður þeim skipt í 8 bekkjardeildir. Enn vantar þrjá kennara til að fylla tvær stöður við skólann. Sagðist Magnús vonast til að nú væri að rætast úr því en þetta mun vera í fyrsta sinn í fjölda- mörg ár sem skólinn er ekki full- mannaður við upphaf kennslu- tímabils. Námsgreinarnar, sem enn vantar kennara í, eru danska, vélritun og líffræði. JHB Ferðamálafræði við MA - boðið upp á leiðsögumannanám við öldungadeildina

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.