Dagur - 15.12.1987, Page 8

Dagur - 15.12.1987, Page 8
8 - DAGUR -15. desember 1987 HJALMAR Eysteinn Sigurósson &&K<»4r tí«xjq\u-. SíU fyj ét-r>*\ " /Mtón - - ** tjwirfa WÍ^* r f r< i . V ■ /.Sffiix* (bujftfimx ,tþ ‘ «^>ít»w f?jg Jb'rcnctr-.ln lííúfiu'i'iklhi' /tfíim /s'uf/fa/tt it fíi i&ixíft Á<y ■ :■. pTíMiivr.íf!< e'Vtt’ft,/* r?* í Bólu-Hjálmar - eftir Eystein Sigurðsson Bók þessi er um Hjálmar Jónsson frá Bólu, ævi hans og skáldskap. Eysteinn Sigurðsson segir í öllum meginatriðum ævisögu hans, en fjallar einnig mikið um kveðskap Hjálmars, rekur hann sundur eft- ir tímabilum og yrkisefnum, skil- greinir verk skáldsins og leggur mat á þau. Ennfremur er útskýrt hver séu helstu stíl- og formein- kenni Hjálmars, alþýðuskáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt beinskeyttar vísur og dýr kvæði. Ritið skiptist í tíu kafla. Ey- steinn gerir svofellda grein fyrir verki sínu í formála: „Markmið mitt við vinnuna að jressu verki hefur verið tvíþætt. I fyrsta lagi hef ég viljað taka saman yfirlit um skáldskap Hjálmars, ein- kenni hans og stöðu í bók- menntasögunni, sem gæti komið bókmenntafræðingum, kennur- um og öðrum sérfræðingum að gagni. I öðru lagi hef ég sett mér það djarflega markmið að skrifa þetta jafnframt sem bók um Hjálmar fyrir alla almenna lesendur, og að ekki væri nauðsynlegt að hafa margra ára háskólanám í bók- menntum að baki til að geta haft af henni fullt gagn og garnan." Höfundur bókarinnar, dr. Eysteinn Sigurðsson, er íslensku- fræðingur að mennt. Hann varð cand. mag. frá Háskóla íslands 1967 og varði doktorsritgerð um erlend samtímayrkisefni í íslenskri ljóðagerð 1750-1930 við Lundúnaháskóla 1977. Eysteinn vann að útgáfumálum og upplýs- ingamiðlun hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga 1967-’86, en starfar nú við Tímarrn og annast m.a. að mestu leyti bókmennta- skrif blaðsins. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út. Gullna flugan Bókin er eftir ungan sagnfræð- ing, Porleif Friðriksson, og fram- an á kápu segir að í bókinni sé rakin saga átaka í Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslensk stjórnmál í krafti fjármagns. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Gullna flugan segir frá átökum Alþýðuflokksforystunnar við pólitíska andstæðinga innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Hvaða aðferðum var beitt og að hvaða leyti hafði erlend aðstoð áhrif á gerðir flokksforystunnar gagnvart t.d. Ólafi Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Hanni- bal Valdimarssyni, kommúnist- um, sósíalistum og hannibalist- um? Var um aðra aðstoð að ræða en í formi peninga? Hverjir veittu aðstoð erlendis frá? Settu erlendir láns- og styrkveitendur einhver skilyrði fyrir aðstoðinni? Mótaði erlend aðstoð á einhvern hátt skoðanir Alþýðuflokksfor- ystunnar til stórpólitískra mála eins og sambandsmálsins 1918 og lýðveldismálsins 1944? Hafði er- lend aðstoð áhrif á vöxt og við- gang Alþýðuflokksins? HEIM5IM5 BE5TA • * OT" Há bjóða þér reglulega gott hangikjöt í matinn? Viltu fá það úrbeinað eða með beini? 5tarf5menn Kjötiðnaðarstöðvarinn- ar leggja metnað sinn í úrvals framleiðslu - eKKi 5Í5t hangiKjötið. Eflaust hefur einn af viðsKiptavinum fyrirtæKisins haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að hangiKjötið frá Kjötiðnaðarstöð KEA væri HEIM5IM5 BE5TA HAMQIKJÖT. Kjötíðnaðarstöð Akttreyrí. S. 96-21400. prinsessan Komin er út hjá Iðunni ný ljóða- bók eftir Steinunni Sigurðardótt- ur. Nefnist hún Kartöfluprinsess- an. Steinunn er löngu kunn fyrir smásögur sínar, ljóð og sjón- varpsleikrit og nú síðast vakti fyrsta skáldsaga hennar, Tíma- þjófurinn, verðskuldaða athygli meðal lesenda, og hefur nú nýlega verið tilnefnd af íslands háifu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hin nýja ljóðabók hennar, Kartöfluprinsessa, er kynnt með svofelldum orðum af hálfu útgef- anda: „Kankvís stíll Steinunnar Sig- urðardóttur, málgáfa og myndsýn, nýtur sín hvergi betur en í ljóðum hennar. Kartöflu- prinsessan geymir mörg dæmi um það. Hugmyndatengslin eru oft fersk og frumleg en ekki fjarstæð eða fundin upp til skrauts. Með- ferð máls og hugmynda er aldrei einskær leikur, heldur á rætur í raunverulegri skynjun. Hún get- ur verið fólgin í missárum minningum frá hinu útmálaða „landslagi æskunnar“ eða í von- um dagsins sem fer í hönd. Sænginni yfir minni Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Guðrúnu Heígadóttur og er það ellefta bók höfundar. Nefnist hún Sænginni yfir minni. Fyrr hafa komið út í sama flokki bækurnar Sitji Guðs englar og Saman í hring, en hver þeirra segir sjálfstæða sögu, enda þótt sögusvið og persónur séu hinar sömu. Tilveran er skoðuð frá mismunandi sjónarhóli og hér í Sænginni yfirminni kynnumst við vel yngstu systurinni í stórum systkinahópi. Guðrún Helgadóttir, sem er meðal okkar virtustu barnabóka- höfunda, segir hér á þann hátt sem henni einni er lagið frá litlu samfélagi og margbreytileika lífs- ins þar í blíðu og stríðu, þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.