Dagur


Dagur - 16.12.1987, Qupperneq 2

Dagur - 16.12.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 16. desember 1987 Nóvember: Hverfandi lítið atvinnuleysi Aðeins voru skráðir 5.800 atvinnuleysisdagar í nóvember á landinu öllu sem er ekki nema fjórðungur af því sem verið hefur í sama mánuði undanfarin 5 ár. Svarar þetta til þess að 270 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í nóvember en það jafn- Húsavík: Loðnubátur með vír í skrúfunni Loðnubáturinn Hilmir 2. frá Fáskrúðsfirði fékk snurpuvír í skrúfuna þegar hann var að veiðum norður af Melrakka- sléttu á mánudaginn. Grindvíkingur dró Hilmi að Húsavíkurhöfn þar sem Sigþór ÞH-100 tók við og dró bátinn að bryggju skömmu eftir miðnætti. Strax var hafist handa við að klippa vírinn úr skrúfunni, gekk það ágætlega og hélt báturinn aft- ur til veiða um nóttina. IM gildir 0,2% mannafla á mánuðinum. af áætluðum vinnumarkaði í í nóvembermánuði ’86 voru 479 manns á skrá, eða 0,4% og ef við förum aftur til ársins 1984 þá voru 1.290 manns á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, eða 1,1% af mannafla. Á Norður- landi eystra voru 62 á skrá nú en 94 í fyrra og á Norðurlandi vestra voru 35 á skrá nú en 63 í fyrra. Eins og vant er hefur atvinnu- leysi aukist á milli október og nóvember en þó mun miniia nú en á síðustu árum. Lítum á ein- staka staði norðanlands, svigatöl- ur tákna fjölda atvinnulausra í október: Sauðárkrókur 11 (9), Siglu- fjörður 2 (0), Hólmavík 1 (1), Hvammstangi 12 (5), Blönduós 7 (0), Skagaströnd 1 (0), Ólafs- fjörður 4 (6), Dalvík 1 (0), Akur- eyri 19 (34), Húsavík (og hreppar í S.-Þing.) 32 (21), Árskógshrepp- ur 2 (1), Kópasker 1 (2) og Rauf- arhöfn 2 (0). SS Álafoss og prjónastofur: Aðaláherslan veiður lögð á maikaðsmál A mánudag var haldinn á Sauðárkóki fundur flestallra hagsmunaaðila í ullar- og prjónaiðnaði á Norðurlandi vestra með forráðamönnum nýja risans í ullariðnaðinum, Alafossi hinum nýja, þeim Jóni Sigurðarsyni fram- kvæmdastjóra og Aðalsteini Helgasyni aðstoðarfram- kvæmdastjóra. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir- tækið, hvernig það komi til með að starfa og á hvern hátt það geti hugsanlega þjónað þessum fyrirtækjum sem best. En margar prjónastofanna áttu stóran hiuta viðskipta sinna við gamla Alafoss. Miklar umræður urðu um þessi mál á fundinum og ákveðið að halda þeim áfram. Fram kom að nauðsynlegt er og líklega mögu- legt að ná fram verulegri verð- hækkun á ullarvarningi á mörk- uðunum. Þá ekki síst á innan- landsmarkaðinum sem einkennst hefur mjög af undirboðum. Prjónastofurnar spurðu mikið út í verkefnastöðu Álafoss og hvers mætti vænta í þeim efnum. í svari Álafossmanna kom fram að ekki yrði ráðist í fjárfestingu til auk- innar framleiðslugetu heldur verði aðaláherslan lögð á mark- aðsmálin í þeirri von að á þann hátt verði þörf fyrir aukna fram- leiðslu í greininni. Þá væri í dag ekki hægt að lofa neinum veru- legum verkefnum, enda allsendis óljóst hvernig samningum við Sovétmenn verði háttað, en þeir samningar eru mjög afgerandi fyrir minni prjónastofur. Einnig sé of snemmt að segja til um hvernig salan á Vesturlöndum muni ganga. -þá Gylfi Arnbjörnsson, Jón Gauti Jónsson, Unnur Kristjánsdóttir, Karlsdóttir. Á myndina vantar Sigurlaug Elíasson. Margrét Soffía Björnsdóttir og Arnþrúður Ösp Gránufélagið með aðstöðu í gömlu Gránu Síðasta laugardag var formlega tekin í notkun aðstaða sú sem sexmenningar er kalla sig Gránufélagið hafa komið sér upp á efri hæð gömlu Gránu. Buðu þeir þá vinum og velunn- urum að skoða aðstöðuna og kynntu þeim þá starfsemi sem þarna mun fara fram. í Gránu voru aðalbækistöðvar Kaup- félags Skagfirðinga frá 1904 er húsið var byggt og þar til félag- ið flutti að Artorgi fyrir nokkr- um árum. Er gamla Grána orðin björt og hreinleg eftir andlitslyftingu Gránufélags- manna. Meðal aðila í Gránufélaginu er iðnráðgjafi Norðurlands vestra. Iðnráðgjöf á vegum Iðnþróunar- félags Norðurlands vestra hefur verið starfrækt í 2 ár og hefur reynslan sýnt að mikil og náin tengsl við fyrirtæki er forsenda góðs árangurs. Opnun skrifstofu á Sauðárkróki er til að koma á þessum tengslum og bæta þar með þjónustuna í Skagafirði. Opnunartími verður á þriðjudög- um frá 9-16 og verður iðnráðgjaf- inn Unnur Kristjánsdóttir þá til viðtals. Þá má nefna myndlist- armennina Margréti Soffíu Björnsdóttur (Sossu) og Sigur- laug Elíasson. Sossa er grafíker frá Kaupmannahöfn 1984 og hef- ur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Verk hennar eru til sölu. Sigurlaugur útskrif- aðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Hann hefur haldið 3 einkasýning- ar á málverkum og grafík og tek- ið þátt í samsýningum. Árnþrúður Ösp Karlsdóttir mun þrykkja sáldþrykk, mála á efni og vinna ýmsa muni úr leðri. Einnig býður hún félagasamtök- um og fyrirtækjum upp á að þrykkja á búninga, veifur, fána o.fl. Jón Gauti Jónsson landfræð- ingur kallar fyrirtæki sitt í hand- raðanum. Það er þjónustufyrir- tæki sem býður upp á; gerð upp- lýsinga- og auglýsingabæklinga, fjölmiðlun og ferðaþjónustu, s.s. gerð ferðamannabæklinga. Jón Gauti hefur frá árinu 1987 unnið að ýmiss konar bæklingagerð í samstarfi við SÁST sf. Gylfi Arnbjörnsson cand. merc. í rekstrar- og svæðis- hagfræði hefur stofnað ráðgjaf- arfyrirtækið Hugmyndir sf. Hug- myndir veitir annars vegar sér- fræðilega ráðgjöf í gerð byggða- áætlana, þar sem sú reynsla og þekking sem fyrir er á hverjum stað er höfð að leiðarljósi. Hins vegar veitir Hugmyndir sf. ein- stökum fyrirtækjum alhliða ráð- gjöf og aðstoð við reksturinn. 'þá Blönduós: ibróttahúsið verður væntan- ega fokhelt næsta sumar - fullkominn keppnisvöllur og 25 m löng sundlaug Næsti áfangi við byggingu íþróttahússins er að gera það fokhelt og verður sá áfangi boðinn út í vor. Samtals er byggingin hátt í 14.000 rúm- Áskrifendagetraun Dags: Getraunaseðill desember- mánaðar hefur verið birtur Þá er búið að draga í áskrif- endagetraun Dags fyrir nóvembermánuð. Nafn Sævars Arnasonar var dregið úr rétt- um lausnum og hlaut hann því hina glæsilegu Pioneer hljóm- tækjasamstæðu. Lesendur eru minntir á að getraunaseðillinn fyrir desem- bermánuð var birtur í blaðinu í gær og nú er að drífa sig í að finna rétt svör við spurningunum á seðlinum og senda lausnir til blaðsins. Munið samt að aðeins áskrifendur að blaðinu hafa rétt til að taka þátt í getrauninni. Vinningur í desembergetraun- inni er heldur ekki af lakari endanum, draumaferð fyrir tvo til Thailands með Samvinnuferð- um/Landsýn að verðmæti 160.000 kr. Enginn má láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Berghildur Þóroddsdóttir dregur út nafn hins heppna. Mynd: ÁÞ. metrar að stærð. í húsinu verð- ur fullkominn keppnisvöllur og fyrir utan húsið 25 m löng sundlaug. Kostnaðaráætlun arkitekts hússins Jóns Guð- mundssonar hefur hingað til staðist. Á 100 ára afmæli Blönduós- hrepps árið 1976 var ákveðið að ráðast í byggingu íþróttahúss. Skyldi byggingu hússins vera lok- ið innan ákveðinna ára. Árið 1981 var gerður hönnunarsamn- ingur við Jón Guðmundsson arkitekt og skilaði hann fullbún- um teikningum að íþróttahúsinu tveimur árum síðar. Fyrsti hluti byggingarinnar var svo boðinn út og var lokið við sökkla og plötu 1985. Nú er 3. áfanga hússins, sem er uppsteypa á hreinlætisaðstöðu og veggjum íþróttasalar upp að límtrésbitum, við það að ljúka. Verktaki er Stígandi hf. og var tilboð hans kr. 7,2 milljónir á verðlagi júlí- mánaðar 1986. Næsti áfangi er að gera húsið fokhelt og verður sá áfangi boð- inn út í vor. Reiknað er með að kostnaður við þann verkþátt verði um 20 milljónir króna. Heildarkostnaður við bygging- una á verði í dag er aftur á móti áætlaður um 90 millj. króna sam- kvæmt framreiknaðri áætlun arkitektsins og samkv. upplýsing- um tæknifræðings Blönduós- hrepps þá hefur sú áætlun staðist hingað til. pbv Stöð 2 á Króknum: Sést illa í Hlíðarhverfi íbúar í Hlíðarhverfi á Sauðár- króki hafa margir hverjir verið í hinum mestu vandræðum með að ná sendingum Stöðvar 2 þrátt fyrir að vera komnir með allan búnað til þess. Á skermum þeirra sést allt frá hárflnum snjó upp í stórhríð. Niðri í bænum sést útsendingin ágætlega frá 10 vatta sendi á sím- stöðvarhúsinu. En það er eins og endurvarpssendirinn á sjúkrahús- inu, sem er eitt vatt, nái ekki að dreifa geislanum nægjanlega um Hlíðarhverfið og verða sérstak- lega jaðrar þess útundan, sam- kvæmt upplýsingum Ágústs Kárasonar rafeindavirkja sem fólk hefur leitáð til í vandræðum sínum. Eru dæmi þess að skilyrði séu mjög mismunandi milli sam- liggjandi húsa þrátt fyrir sama búnað. Að sögn írisar Erlingsdóttur hjá Stöð 2 hafa engar kvartanir borist frá Sauðkrækingum og því ekkert meira um málið að segja. -þá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.