Dagur - 16.12.1987, Síða 14

Dagur - 16.12.1987, Síða 14
14 - DAGUR ^ 16. desember 1987 AEG ALVEG EINSTÖK GÆÐI Þvottavélar Það borgar sig fyrir tollahækkun ★ Þvottekta gæði ★ Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar - vikuna 11/12-18/12 1987 Sæti Áóur Vikur Lag Flytjandi 1. (D 5 Tears on the ballroom floor Cry/no/more 2. (6) 3 Aldrei fór ég suður Bubbi Mortens 3. 0) 4 Little lies Fleetwood Mac 4. (2) 5 Járnkarlinn Bjartmar Guðlaugs og Eiríkur F 5. (7) 3 Cant take my eyes of you ... Kim Ross 6. (16) 2 Jóla-stund Stuðkompaníið 7. (3) 6 Rent Pet Shop Boys 8. (5) 6 (I can’t stand) loosing you .. Fate 9. (N) 1 Come back and stay Bad boys blue 10. (N) 1 Jólahjól Sniglabandiö 11. (8) 4 Týnda kynslóðin Bjartmar Guðlaugsson 12. (N) 1 Ástar-bréf (Merkt-x) Model 13. (24) 2 China in your hand T’pau 14. (23) 2 Snjókorn falla Laddi 15. (11) 7 Loner Gary Moore 16. (13) 4 So emotional Withney Flouston 17. (14) 4 Faith George Michael 18. (18) 8 Pump up the volume M/A/R/R/S 19. (15) 3 Just like heaven Cure 20. (10) 7 Mony mony Billyldol 21. (12) 4 Got my mind set on you George Harrison 22. (25) 2 Boys Sabryna 23. (17) 7 Love in the first degree Bananarama 24. (N) 1 Púla Greifarnir 25. (N) 1 Everlasting love Sandra Vinsældalisti Hljóöbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22, í símum 27710 og 27711. Listinn er spilaöur á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23. Auk þess sem ný lög eru kynnt. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. AB hljóðsnældur - Afasögur, Afburðaþjónusta, Slakaðu á Almenna bókafélagið hefur hafið hljóðsnælduútgáfu. Meðal út- gáfuverkefna er að finna barna- efni, viðskiptaefni, sjálfshjálp og sígilt bókmenntaefni. Sögumenn hljóðsnældunnar Afasögur eru allir afar sem segja barnabörnunum sínum sögu. Þeir eru Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Gunnlaugur Þórðar- son, Ólafur Skúlason, Róbert Arnfinnsson, Valur Arnþórsson og Þórarinn Guðnason. Á snældunni Slakaðu á, fer dr. Eiríkur Örn Arnarson sál- fræðingur með slökunaræfingar sem hann hefur kennt um árabil. Með fylgja leiðbeiningar og fjögurra vikna slökunardagbók. Afburðaþjónusta er nafn á hljóðsnældu um viðskipti. Á henni fjallar Bjarni Sigtryggsson viðskiptafræðingur um afburða- þjónustu. Efnið á erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á viðskipt- um og ekki síst til þeirra, sem stunda stjórnunarstörf í þjónustu- fyrirtækjum. Á næstunni er Njála væntanleg á tíu hljóðsnældum í upplestri Einars Ól. Sveinssonar. Upptökur á Afasögum, Afburðaþjónustu og Slakaðu á fóru fram í hljóðveri Blindra- félags íslands. Upptökumaður var Gísli Helgason. Gestur IV - Safnrit um íslenskar fróðleik Iðunn hefur gefið út fjórða bindi í flokki bóka um íslenskan fróð- leik sem Gesfur nefnist, en efni í þessar bækur hefur Gils Guð- mundsson tekið saman og ritstýrt. í þessu nýja bindi er sem í hin- um fyrri margt forvitnilegra frá- sagna úr íslensku þjóðlífi. Tölu- verður hluti efnisins er áður óprentaður. Fyrst fer fróðleiksþáttur um tvo menn sem báðir höfðu viður- nefnið „rosi" og lifðu á síðustu öld. Lengstur áður óbirtra þátta segir af fjórum Hornstrending- um, lifandi lýsing á mannlífi vest- ur þar framan af þessari öld. Hér er einnig greint frá laufabrauðs- gerð og fallegum hvítum kjólum, og svo frá erfiðum ferðalögum og sjóhrakningum. Umsjónarmaður verksins hef- ur tekið saman þátt um útilegu- mannatrú fyrrum, „um hulin pláss". Af áður prentuðu en fágætu efni er ástæða til að benda á frásögn Þorsteins skálds Erlings- sonar af Bessastaðaför 1903. Þá er nýr þáttur um minnilegan þjóðmálaskörung, Pál Zóphónías- son, og fróðlegt viðtal þar sem segir frá störfum lögreglumanna í Reykjavík á fyrri hluta aldarinn- ar, og ýmislegt fleira. Furstinn — eftir Niccolo Machiavelli Út er komin bókin Furstinn eftir Niccolo Machiavelli, eitt frægasta stjórnmálarit allra tíma. Bókin er leiðarvísir handa furstum um hvernig halda skuli völdum og auka jrau, hvaða brögðum beri að beita og hvaða lærdóm megi draga af sögunni. Um leið sýnir hún einkar vel hugsunarhátt og aðferðir valdhafa gegnum aldirn- ar. Furstinn eftir Machiavelli varð til á endurreisnarskeiðinu á Ítalíu, miklum umbrotatíma þegar listir blómstra, verslunin tekur fjörkipp, heimsmyndin breytist og nútíminn verður til. En um leið er þetta tími mikilla átaka í ítölsku borgríkjunum, hart er barist um yfirráð og margir for- ingjar koma við sögu. Machi- avelli var áhrifamaður í Flórens í byrjun 16. aldar, en var sviptur embættum og áhrifum þegar Medici-ættin komst til valda á ný árið 1512. Þá skrifaði hann þessa bók en hún kom fyrst út árið 1532. Furstinn telst nú til sígildra bókmennta fyrir vægðarlausa greiningu á hátterni stjórnmála- manna. Ásgrímur Albertsson þýddi bókina og samdi skýringar og eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir sögulegum bakgrunni verksins. Bókin er 180 bls. að stærð og er prýdd fjölda mynda. Mál og menning gefur út. Hringsól Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Álfrún rekur í þessari bók örlagasögu íslenskrar konu. Sag- an hefst í litlu þorpi við sjó á önd- verðum fjórða áratugnum þegar söguhetjan leggur upp í sína ævireisu. Leiðin liggur ti Reykja- víkur og síðar til meginlands Evr- ópu, en ferðinni lýkur þar sem hún hófst - fimm áratugum síðar. Sérstæður frásagnastíll Álfrúnar gerir það að verkum að sagan lík- ist einna helst mósaíkmynd sem fullkomnast ekki fyrr en síðasta brotinu er komið fyrir. Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur áður sent frá sér tvær bækur, smásagnasafnið Af manna völd- um og skáldsöguna Þel en fyrir þá síðarnefndu hlaut hún menn- ingarverðlaun DV. Litríkt fólk Litríkt fólk nefnist 2. bindi ævi- minninga Emils Björnssonar, sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út. Segir Emil frá samferðamönnum og atburðum á 4. og 5. tug aldarinnar. Fyrra bindi æviminninganna Á mis- jöfnu þrífast börnin best kom út fyrir síðustu jól og hlaut hinar bestu viðtökur. Séra Emil segir svo í formáls- orðum: „Þessi bók geymir minningar frá fjórða og fimmta tug tuttug- ustu aldar á Islandi. Á þeim tíma urðu mestu þáttaskil í sögu lands og þjóðar. Þá var kreppa, hernám, heimsstyrjöld og lýð- veldisstofnun í brennidepli. Þá varð Iífskjara- og lífsháttarbylt- ingin. Nýfrjálsri þjóð opnaðist ný veröld í viðsjálum heimi. Og kalt stríð tók við af heitu.“ í Litríku fólki er straumur af fólki á þjóðlífsbrautum sem höfundur kynntist og starfaði með, frömuðum í skólamálum, skólafélögum, kolakörlum, há- skólakennurum, hugsjónamönn- um, alþingismönnum, guðs- mönnum og útvarpsmönnum. Höfundur helgar eiginkonu sinni, Álfheiði L. Guðmunds- dóttur, bókina. Ný bók eftir Stephen King Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Eymd eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Er þetta önnur bókin sem Frjálst framtak hf. gefur út eftir þennan höfund. í fyrra kom út bókin Visnaðu! Stephen King er í hópi vinsæl- ustu rithöfunda Bandaríkjanna og þegar nýjar bækur koma frá honum skipa þær jafnan efsta sætið á sölulistum vikur eftir vikur. Sagan Eymd fjallar um rithöf- und sem hefur öðlast miklar vin- sældir fyrir bókaflokk. Hann ákveður að snúa sér að öðru við- fangsefni en lendir í bílslysi og verður fyrir alvarlegum meiðsl- um. Hjúkrunarkona með vafa- sama fortíð tekur hann upp á arma sína og hefjast þá raunir rit- höfundarins fyrir alvöru.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.