Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PALL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýja Þórshúsið: Spilað með sparifjáreigendur Mikil samkeppni er ríkjandi um sparifé lands- manna. Bankar og sparisjóðir auglýsa grimmt hina ýmsu möguleika sem í boði eru og síst skortir hug- myndaauðgina í nafngiftunum. Ríkissjóður keppir um spariféð á þessum sama markaði og þá eru ótaldir allir verðbréfasjóðirnir sem einnig slást um þetta fjármagn. Möguleikarnir til að ávaxta fjármagn eru svo margir að hinn almenni sparifjáreigandi veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Rekstur heimilis og fyrirtækis er ekki frábrugðinn, nema hvað markmið varðar. Rekstrarlega er munurinn lítill. Það er því ekki minni ástæða fyrir einstaklinga en fyrirtæki að íhuga fjármál sín gaumgæfilega, því rangar ákvarðanir við lántökur eða val á spamaðarformi geta reynst dýrkeyptar. Fyrirtæki hafa oft á tíðum sérfræðinga sér til aðstoðar við slíkar ákvarðanir en meginþorri einstaklinga treystir á eigin dóm- greind og lætur oftlega glepjast af fögrum fyrir- heitum traustra peningastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þeir sparifjáreigendur sem treystu bönkunum fyrir fé sínu á síðasta áratug, töpuðu miklum fjárhæðum. Peningarnir hreinlega „brunnu upp" á verðbólgu- bálinu, enda óverðtryggðir. Þrátt fyrir öll gylliboðin hefur sama sagan endurtekið sig á síðustu misser- um. Þeir sparifjáreigendur sem geyma fé sitt á almennum sparisjóðsbókum hafa tapað um einum milljarði króna frá júní í fyrra til sama tíma í ár. Vextirnir voru neikvæðir, náðu ekki að halda í við verðbólguna. Þótt það færist núí vöxt að sparireikningar séu baktryggðir gegn verðbólgunni, þ.e. að verðbætur komi til ef verðbólgan reynist meiri en „hávextirn- ir", fer tiltrú almennings á hefðbundnar sparnað- arleiðir minnkandi. Og þykir engum mikið. Það er í raun furðulegt að sparifjáreigendur séu alls óvarðir gagnvart því auglýsingaskrumi sem viðgengst á sparifjármarkaðinum. Það er blekking að blanda saman verðbótum og vöxtum og kalla blönduna ávöxtun. Það hljómar vel í auglýsingu að tala um ársávöxtun upp á 30-40%, en mesti glans- inn fer af boðinu þegar í ljós kemur að vextirnir, hin raunverulega ávöxtun , er e.t.v. ekki nema 2- 3%, afgangurinn er verðbætur. Stjórnvöld eiga talsverða sök á því hvernig þess- um málum er komið. Margir hafa gagnrýnt Seðla- bankann í þessu sambandi og fullyrt að stofnunin hafi v'anrækt eftirlitsskyldu sína með fjármagns- markaðinum og sýnt framtaksleysi í stjórnun pen- ingamála. Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Það er tími til kominn að stjórnvöld láti þessi mál til sína taka með raunhæfum hætti, því ástandið á peningamarkaðinum er hrein móðgun við spari- fjáreigendur. BB. Speraiandi og áhugavert verkefiii Þórshúsið sprettur óðum upp úr jörðinni. - segir Gísli Kr. Lórenzson Iþróttahús Þórs í Glerárhverfi er nú í byggingu, eins og flest um er kunnugt. Húsið mun gjörbreyta allri aðstöðu félags- ins til hins betra en til þessa hafa félagsstjórnin og einstak- ar deildir haft fundaraðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla. Að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar var lífsspursmál fyrir Þór að hefja framkvæmdir og hafði það dregist í mörg ár þar til skóflustungan var tekin í haust. Með því var brotið blað í sögu félagsins. - Gísli, þú ert íormaður bygg- inganefndarinnar. Var haldið tafarlaust áfram með verkið eftir að fyrsta skóflustungan var tekin? „Nei, skömmu eftir að grunn- urinn var gerður klár fór að snjóa og þá var hætt í bili. Þegar hlán- aði aftur var byrjað á að slá upp fyrir undirstöðum og fyrsta steyp- an var 13. nóvember. Eftir þetta var haldið áfram á fullu og þetta hefur gengið ótrúlega vel miðað við að allt starf hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Allt að tuttugu félagsmenn hafa verið í sjálf- boðavinnu f einu, aðallega á kvöldin á virkum dögum en einnig á laugardögum. Núna er verið að klára innveggi og ef ekkert óvænt verður að veðri reiknum við með að kjallarinn verði orðinn fok- heldur eftir tíu daga." - Hvað um áframhaldið? „í vetur verður haldið áfram með efri hæðina, eins og tíð leyf- ir. Jafnhliða því verður unnið af krafti í kjallaranum sem verður einangraður og pússaður. Við í bygginganefndinni vonum að ef allt gengur vel verði hægt að flytja starfsemina að hluta í kjall- arann, sem tæki þá við af þeirri aðstöðu sem við höfum nú í íþróttahúsi Glerárskóla. Við munum halda ótrauðir áfram að steypa húsið upp og næsta sumar verður því verki vonandi lokið. Þá verða efri hæð hússins og rishæðin innréttaðar. Bygginganefndin heldur sér ennþá við þá áætlun að verkinu verði lokið á 18 mánuðum, ef ekkert óvænt kemur upp." - Hvaða aðstaða verður í hús- inu? „Þar verður öll sú aðstaða sem okkur vantar mikið til núna. í kjallaranum verða búningsklefar, sturtur og snyrtingar fyrir keppnisfólk félagsins. Þá verður aðstaða fyrir nudd, gufuböð og ljósalampa. Ennfremur verður aðstaða fyrir starfsfólk hússins auk vélageymslu í kjallaranum. 1 .fr'*™ ¦ ^ 1 | •'v KflSHSflÍÉP'^1-^ la ^H ^"^v 1 ,lPIl|| fi i í - L ,1 W- á ** S,;'-- ' ¦' ;4 :::.¦;."oh'yiío-li^^B.......... Bygginganefndin: F.v. Gísli Kr. Lórenzson formaður, Hallgrímur Skaptason og Guðmundur Sigurbjömsson. Á efri hæðinni verður stór þreksalur, rúmgóð fundaráð- staða, kaffitería, eldhús og snyrt- ingar. í risi hússins verður húsvarðaríbúð eða aðstaða fyrir þjálfara, ef þjálfari þarf tíma- bundna aðstöðu hjá félaginu. Þá verða sérstök herbergi fyrir aðal- stjórn, deildir og framkvæmda- stjóra félagsins ásamt setustofu." - Hvað er húsið stórt? „Gólfflötur Þórshússins er alls rúmlega ellefu hundruð fermetr- ar á þremur hæðum. Notkun hússins verður fyrst og fremst í þágu Þórs en mér finnst líklegt að almenningur geti fengið aðgang að þreksalnum, án þess að slíkt hafi verið nánar ákveðið. Ég vil í þessu sambandi benda á að hér er aðeins um að ræða fyrsta áfanga framkvæmda Þórs á þessu svæði. í framtíðinni er ætlunin aó reisa íþróttahús, sambyggt við Þórs- húsið. Þetta íþróttahús hefur ekki verið teiknað ennþá en í vor Smiðirnir hafa lagt sig alla fram um að verkið gangi sem best. „Ég man ekki eftir annarri byggingu sem hefur gengið betur," sagði Óli Svans, en hann er t.h. á myndinni. mun endanlegt skipulag svæðis- ins liggja fyrir og þá um leið teikningar af íþróttahúsinu, sem verður vestan við húsið sem nú er í byggingu. Við erum ekki búnir að fá þá lóð en munum sækja um hana." - Hvernig eru þessar fram- kvæmdir fjármagnaðar? „Samkvæmt kostnaðaráætlun mun húsið kosta 43 milljónir króna fullbúið. Við vonumst til að fá 40% af kostnaðarverði þess hluta byggingarinnar sem sann- anlega er vallarhús. Síðan mun- um við leita til félagsmanna um stuðning. Þór átti nokkurt fé í startið, eins og við segjum, og svo á félagið líka íbúð sem hugs- anlega verður seld. Það er þó ekki víst að til þess komi, það fer eftir því hvernig gengur að ná inn frjálsum framlögum félagsmanna og annarra velunnara. Eg vil þó segja að við erum ekki kvíðnir fyrir þessum hluta málsins á þess- ari stundu." - Voru þessar framkvæmdir ekki mjög brýnar fyrir félagið? „Ég vil orða þetta þannig að það var lífsspursmál fyrir félagið að gera eitthvað í þessum málum. Undanfarin ár velti félagið vandanum á undan sér en það dugði ekki annað en að hefj- ast handa. Þetta dæmi er í raun þannig að viðurkennt er að stóru félögin í bænum, KA og Þór, urðu bæði að fara í bygginga- framkvæmdir. Annað hefði ekki gengið lengur." - Viltu segja eitthvað að lokum? „Allir félagsmenn og aðrir sem vilja hjálpa til eru velkomnir á staðinn. Ólíklegustu menn hafa látið sjá sig og unnið með okkur að þessu þarfa málefni. Mér hef- ur komið mest á óvart hversu viljugir unglingarnir í félaginu eru að koma í vinnu, þrátt fyrir erfiðar æfingar. Þetta er spenn- andi og áhugavert verkefni, eink- um þegar maður finnur hversu vel því er tekið." EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.