Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 5
17. desember 1987 - DAGUR - 5 lesendahornið Erum til þjónustu reiðubúnir Alíslensk og mjög þörf þjónusta var ríkjandi á íslenskum sveita-< iheimilum fyrir nokkrum áratug- um. Sjálfsagt þótti að hver karl- maður til sveita, hefði sína kvenlegu þjónustu og mun hún oftast hafa verið veitt, hlýjum og hæfum höndum. Enn er þjónusta veitt hér á íslandi og í enn ríkari mæli en áður á svo margan og í allflest- um tilvikum nauðsynlegan hátt en þó í of mörgu á óþarfan hátt, sem svo kemur niður á þeim sem njóta og ekki síður á þeim sem ekki njóta og ekki óska nota. Til marks meðal annars mætti nefna stórþjónustu steintröllið sem risið er á mótum Drottning- arbrautar og Leiruvegar. Eldsneytisafgreiðslustöðvar eru þarfar og þurfa að vera í námunda við umferðarleiðir, en ég held að varast beri að klína þeim niður á viðkvæmum og fallegum stöðum og þá enn síður hrauka þeim upp í víðáttumiklar turnbyggingar, sem svo skyggja á fegurð til fleiri átta. Manni gæti dottið í hug að ein- hver mistök hafi átt sér stað með staðsetningu áður nefndrar Drottningarbrautar-Leiruvegar þjónustustöðvar og væri þá höf- uðástæðan sú að húsameistari hafi ekki verið hafður með í ráðum, eða með öllu sniðgeng- inn, sem því miður hefur orðið og fram kemur í viðtali við hann ;sjálfan, um aðrar byggingar hér. Hér vegur mikið, vakandi fyrirhyggja og næmur smekkur skipulagsyfirvalda sem trúlega eru að mestu eða öllu ráðandi staðsetningu og þá mat þeirra valda á um, hvernig stærð og stíll viðkomandi byggingar fellur inn í umhverfið, bæði nær og fjær yfir séð. Fyrir mínum sjónum er þessi umrædda stórbygging aðeins að hluta til þörf og reist á alröngum stað. Hún skyggir á fegurð til suðurs og suðausturs, séð frá norðri og norðnorðvestri. Hún skyggir á og er í ósamræmi við byggð og bygg- ingar á Eyrinni, frá suðri og suð- vestri séð. Ekki einasta stærð hennar, heldur líka stíll, finnst mér vera æpandi þar sem hún stendur. ' Flottrassa furstahallarstíll er tæp- ast þarfur hjá okkur og ég hefði haldið að fremur ætti hann að vera þá þar, sem minnst ber á og þar sem hann skyggir minnst á Hallæris- legt bingó Þann 27. nóvember sl., var hald- ið bingó hér í bæ á vegum knatt- spyrnudeildar Leifturs. Þar sem margir bæjarbúar hafa gaman af að freista gæfunnar mættu um 150 manns. En mörgum hraus hugur við verðinu. Aðgöngumiði kostaði 100 kr. og bingó spjaldið 200. Þeir sem eiga 2-3 börn, eða unglinga, geta svo reiknað út hvað þessi saklausa fjölskyldu- skemmtun kostar auk hefðbund- inna nammikaupa. Nú langar okkur að spyrja, er svona dýrt annars staðar þar sem bæjarbúar hafa styrkt knattsyrn- una eins vel og við Ólafsfirðingar höfum gert? S.Ó.S. það sem fallegt er. í mínum aug- um lítur þetta líka meir út fyrir að vera hugsað sem auraplokk- unarmiðstöð heldur en þjónustu og þótt ég hafi ekki kjark til að dæma sem slíkt, þá er ekki óhugsandi að aðrir hafi það. Þessa miðstöð tel ég vera eina af afleiðingum Leiruvegarins, en af honum hefi ég haft ótta um afleiðingar, sem koma myndu í ljós síðar. Þótt ekki verði aft- ur tekið og afkomendur okkar verði að þola er vonandi að ekki komi til þess að nokkurra hæða gistihús, verði reist í krikanum handan vegarins. Hvort komið hafi til álita að reisa umrædda þjónustustöð á landi jarðeigenda Öngulsstaða- hrepps, hefi ég ekkert heyrt um, en þar til dæmis í krikanum aust- an efnisflutningavegar tengdum Leiruvegi, hefði hun verið minna æpandi og minni ljótleika valdið, en trúlega álíka mikið hættu- valdandi fyrir lífríki árinnar og fjarðarins, með olíumengun sinni. Súkkulaðiskúrinn við íþrótta- völlinn er talinn vera nokkuð dýr 77.200 krónur hver fermetri, dýrari en Kringlan, hlutfallslega. Hvað svo undrið á mótum Leiru og Drottningar kostaði, fáum við seint eða aldrei að vita og ekki heldur hvort við borgum, beint eða óbeint. Svciim Nikulásson. Naust Úrval jólagjafa "m^ ***¦&** 27.900 20"me4<latSÆ- i**fgS5í»**ff-f l „ebhrabaupptoW. Vaentan\e9_ VerofráKrJ^ l'wWSÍSr 3450 byn1 . manninn eeaasp««'?"*tóSa'a , Veriaiems" h* Panason>c*Lc«oafl»Ta. ;«»'' . meoTnnbV99Öu VerbííáKr flassi 09 2.590 SSS&*1* !» 's=£r- iólagjoi. Verö irakr_ 13.600. Verð miðast við staðgreiðslu. Góðir greiðsluskilmálar. RAÐGREIÐSLUR Filmumóttaka &0FKEC3 Ijósmyndafilmur, skoðaðu verðið hjá okkur. Það kemur þægilega á óvart. V/ NaUSt © 96-26088 • Glerárgata 26 • 600 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.