Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 3
19. DESEMBER 1987 - DAGUR - Pórliallur Höskuldsson: fíin máttuga nálægð „Gleð þig særða sál . . . Fagna komu Krists . . .“ Hvað eru jólin? Hvert er inntak þeirra? - Og - hvað er það sem gerir jólin að slíkri hátíð að fáir, ef nokkrir, geta hugsað sér að vera án þeirra? Einhvern veginn þannig hljóðuðu spurn- ingar sem fréttamaður nokkur lagði eitt sinn fyrir vegfarendur. Það mun hafa verið á jóla- föstu og eflaust var tilgangurinn sá að vekja hlustendur til umhugsunar um jólin og gildi þeirra. En ég man hvað ég hrökk við: Hvað eru jólin? Var þörf á að spyrja þannig? Veit ekki hvert mannsbarn hvers vegna við höld- um jól? Og höfum við sem kristnir menn ekki þegið slíkt af honum sem fæddist inn í þennan heim hina fyrstu jólanótt, og það náð á náð ofan, að við lítum slíkar spurningar nanast út í hött? En ég komst brátt að því að ekki voru þess- ar spurningar ástæðulausar. Svörin reikuðu vægast sagt í ýmsar áttir, allt frá alvarlegum tilraunum til skilgreininga og til þess að menn líktu jólunum við tálsýn eða draum sem kem- ur og fer en gerir okkur aðeins óróleg af því að hann er svo órafjarri þeim veruleik sem við blasir í hversdagnum. Sumir gáfu skáldleg svör, þar sem þeir ræddu um ljóssins eða lífsins hátíð, töluðu í líkingum en án nokkurra frekari skýringa. Aðrir létu tilfinningarnar tala, ef svo má segja, gerðu sér tíðrætt um hátíð barnanna og vitnuðu gjarna til viðkvæmrar bernsku- eða móðurminningar og lögðu höfuðáherslu á jól- in sem fjölskyldu- og heimilishátíð. Báðir þessir hópar höfðu nokkurt trúarlegt ívaf í svörum sínum en án þess þó að koma nærri kjarna málsins. Þriðji hópurinn lýsti hinn trúarlega bakgrunn jólanna aftur í móti ákveðið sem helgisögn sem aðeins setti nota- legan ævintýrablæ á hátíðina og annað ekki. Jólin voru þessum fyrst og fremst hin forna sólarhátíð færð í nútímabúning, þar sem menn fögnuðu hækkandi sól og efldust að bjartsýni og nýrri von vegna þess að senn færi skammdegismyrkrið að þoka og vorið og sumarið að færast nær. ☆ Þegar ég hugleiddi þessi svör, velti ég því fyrir mér hvort jólin ættu virkilega ekki annan hljómgrunn hjá þjóðinni en þarna kom fram. Eða eru menn svona feimnir að tala trúarinn- ar mál og það á sjálfum jólunum? Eða var það e.t.v. hitt að þarna voru þeir ekki spurðir sem mest höfðu reynt eða mest höfðu misst og einatt eru fyrstir til að játa trú sína og viðurkenna máttarverk Guðs, hversu furðu- legt sem það kann að þykja? Ég veit ekki hvort heldur var. En hitt veit ég að það sem fyrst og fremst gerir jólin að svo mikilvægri hátíð í lífi fjöldans, gleymdist í þessum þætti. Vissulega eiga jólin fjölþætt- an bakgrunn og eflaust fela fyrrgreind svör öll í sér nokkurn sannleik um eðli og einkenni jólanna. En meginburðarásinn er fagnaðar- boðskapur trúarinnar, hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki og hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er boð- skapurinn um nálægð hans sem forðum fædd- ist inn í þennan heim í barninu litla í Betlehem, barninu sem uppkomið „gekk um kring, gjörði gott og græddi alla“. Það er boð- skapurinn um að hann sé í nánd, sem með orðum sínum, lífi, dauða og upprisu gerði hinn fórnfúsa kærleika að sigurafli og æðsta lögmáli sem fellur aldrei úr gildi. Það er boð- skapurinn um að enn sé hann að koma af því að hann vill fá að fæðast inn í hugskot okkar og búa þar með okkur „fullur náðar og sann- leika“. ☆ Án efa geta flestir tekið undir með þeim sem jólin vekja viðkvæmar .minningar og blessa þann hug og þær hendur sem gerðu bernskujólin svo gleðirík. „Barnsins glaði jólahugur“ er mörgum sem „viti lffs á leið- um“ ævina á enda. En hvað er það sem helgar svo „mannlegt allt“ á jólum þegar dýpst er skyggnst annað en hugboðið um þessa nálægð Guðs? Hvað annað en þessi nána snerting við hann í barninu í jötunni sem jólin boða og blessa? í kunnum jólasálmi segjum við líka: „Ó, Jesúbarn, þú kemur nú í nótt, og nálægð þína ég í hjarta finn. “ Ég er a.m.k. ekki í vafa um, að það er þessi reynsla hversu ljós sem hún er eða meðvituð sern gefur jólunum gildi og gerir þau að þeirri blessunarríku hátíð sem raunin er. Það er þessi nánd sem kallar fram vináttuna og kær- leikann svo að deilurnar víkja og enginn þolir myrkursins öflum að komast að, þessi nánd sem gefur friðinn sem er „æðri öllum skiln- ingi“. Og það er fyrst og fremst þessi vitund sem glæðir vonina og eflir bjartsýnina en ekki þekking okkar á gangi hnattarins á braut sinni um sólina, þessi reynsla sem gefur gjörðum okkar merkingu þegar við lofsyngjum ljósið og lífið eða önnur skáldleg líkingarhugtök sem svo algengt er að grípa til á jólum. ☆ En er þá ekki rökrétt að spyrja: Hvað ef við fyndum þessa nánd fleiri daga? Hvað ef hann væri ekki aðeins gestur okkar á jólum þessi Jesús, heldur líka hina dagana alla. Hann kom í þennan heim í mynd lítils barns, en áður en hann fór sagði hann: „Sjá, ég er með ykkur alla daga, allt til enda veraldar- innar.“ Þannig minna jólin í reynd á þann trúarinn- ar sannleik sem kirkjan er sett til að boða og standa vörð um að frelsarinn er alltaf nærri með sína mildu og máttugu hönd. Og enn er hann sami frelsarinn og forðum, frelsari frá illu, frá ótta og kvíða, synd og dauða. Gleym- um því ekki á komandi hátíð að eiga helgar stundir með honum sem „var í jötu lagður lágt en ríkir þó á himnum hátt“. Beygjum hugans og hjartans kné fyrir hon- um bæði á heimilum okkar og í kirkjunni. Biðjum að hann megi fæðast svo inn í hug- skot okkar að hann hverfi ekki aftur þótt jólin líði. Og biðjum að æ fleiri megi reyna að jólin eru ekki draumur sem kemur og fer, heldur eru þau hinn eini sanni veruleiki, sem við innst inni þráum öll og þörfnumst öll. Pá munu gleðigjafirnar, hlýjan, góðvildin og gleðin, fylgja okkur út í hversdaginn. Guð gefi að svo megi verða. Gleðileg jól. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu Bæjarstjórn Húsavíkur Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er eð líða co r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.