Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 23

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 23
19. DESEMBER 1987 - DAGUR Kristín með eina af afmælisgjöfunum sem hún fékk á áttræðisafmælinu. ,Ever staður heíur sinn jólafrið“ - segir séra Bemharður Guðmundsson og mamma hafði mikla trú á því. Heima á Gilsbakka var tignarlegt bjarg rétt við bæinn, það var mjög fallegt og ekkert hafði hrunið úr því. Elsti bróðir minn smíðaði kross og setti framan við bjargið og eftir það flutti blessað álfafólkið. Þetta bjarg stendur ennþá en það hefur ákaflega mik- ið hrapað úr því.“ - Þú hefur kunnað vel við þig á Svínadal. „Ég kunni afskaplega vel við nng, ég hafði gaman af að koma út í sveit og finna fólkið á vorin en ég hlakkaði alltaf til að byrja á verkunum aftur þegar ég kom heim. Árið 1936 fluttum við að Þórunnarseli. Ég gat ekki hugsað mér að fara alfarin úr Svínadal og var svo óánægð. Mér leiddist svo í sveitinni að því getur enginn trúað, ég var alveg fárveik af leiðindum." Frá hlóðum að örbylgjuofni - Nú manst þú tvenna tíma, finnst þér fólk nógu ánægt í dag miðað við þau þægindi sem það hefur'? „Mér finnst það vera óánægt, mér finnst öll þessi þægindi svo stórkostleg, nú þarf ekkert að gera nema smella og þá kemur hitinn. Við höfðum ekki síma í Svína- dal og það var kallað yfir Jökulsá. Maður hljóp alveg í sprettinum þegar kallað var. Hundarnir geltu þegar þeir heyrðu köllin og maður átti mörg spor niður á Kallbjarg. Guðrún kom oft og kallaði til að frétta af okkur. Þeg- ar þoka var heyrðust köllin ljóm- andi vel. Allan daginn hlakkaði maður til kvöldsins en þá las maðurinn minn upphátt fyrir okkur. Kristján mágur minn fór út í sveit og bar heim bækur úr lestrarfélaginu. Margar af gömlu sögunum voru góðar og hann kom líka með þýddar sögur t.d. Vesalingana. Á meðan maðurinn minn las var einn við að prjóna en annar tvinnaði band, Páll tengdafaðir minn kembdi ull sem ég kepptist svo við að spinna daginn eftir með öðrum verkum. Það var alltaf nóg að gera, kvöldin voru fljót að líða og við hlökkuðum til þeirra.“ Ég þakka Kristínu fyrir spjallið og er mjög hugsi eftir að ég kveð hana. Nú er fólk á þönum milli verslana til að reyna að kaupa jólagleðina sína en Kristínu virð- ist ekki hafa skort jólagleði í Svínadal þó að hún kæmist ekki í búð. Þessi kona man svo vel tím- ana tvenna, til dæmis um það má nefna að hún vann um tíma í eld- húsi í Reykjavík þar sem notaður var örbylgjuofn. Það hefur óneit- anlega verið ólíkt hlóðaeldhúsinu sem Kristín hafði sín fyrstu búskaparár. IM Séra Bernharður Guðmunds- son fréttafulltrúi þjóðkirkj- unnar hefur dvalið í jafnmis- munandi löndum og Eþíópíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum um jólahátíðina. Við spurðum hann hvort hann eigi ekki sér- stakar minningar frá þessum jólum. ú, því er ekki að leyna að svo er. Mér eru fyrstu jólin sem ég dvaldi erlendis minnisstæð. Þá var ég ungur nemi í Þýskalandi og þá var ekki venja að fara heim um jól. Við vorum 30 íslenskir stúdentar þarna í Múnchen og allt saman strákar. Við höfðum leigt okkur sal á aðfangadag og svo vorum við mættir þarna um sexleytið. Þetta var mjög vandræðaleg sam- koma, því við vorum allir þjak- aðir af heimþrá og vorum margir í fyrsta skipti að heiman á jólum. Við vorum með smágjafir en ein- hvern veginn var þetta mjög þvinguð samkoma. Það var ekki fyrr en við heyrð- um að kirkjuklukkum var hringt að léttist yfir mannskapnum. Það var ákveðið að fara í messu og ég held að við höfum farið heim allir mjög ánægðir eftir að hafa hlýtt á messu. Jólin í Eþíópíu eru líka mjög minnisstæð, því samkvæmt júlíönsku tímatali þeirra þá eru jólin 7. janúar. Við, vestrænu mennirnir á staðnum, ákváðum þó að halda upp á jólin sam- kvæmt okkar tímatali. Það var skrýtið að fara til messu í glamp- andi sól og fólk var að koma af markaðinum í stuttbuxum. Það dimmir mjög fljótt þarna og þeg- ar messan var búin þá var komið myrkur. Þegar kvölda og kólna tekur vefur fólk sig í klæði, þannig að klæðnaðurinn er svip- aður og í Mið-Austurlöndum. Þetta var því mjög líkt því að vera í ísrael hinu forna. Það skemmtilega gerðist að við sáum mann teyma asna með þungaðri konu, þannig að í bílljósunum var þetta alveg eins jólamyndin væri lifandi komin. Ungur sonur okkar hjónanna spurði líka: „Fæðist þá Jesúbarnið í nótt?“ - En hvað með jól í Banda- ríkjunum og á Islandi? „Það sem er mér minnisstæðast frá Bandaríkjunum er að viö dvöldum þá hjá sænskættaðri fjölskyldu og þaö var gaman aö sjá hvernig þeirra gömlu sænsku siöir voru tengdir hinum banda- rísku. Við bjuggum í frekar stór- um háskólabæ og það var athygl- isvert hve tónlistin var mikilvæg í öllum jólaundirbúningnum. Það minnir mig á orð Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra að: „Tónlistin er glæsilegasta jóla- skrautið." Ég hef búið á þremur mismun- andi stöðum á Islandi; í sveit, i litlu þorpi og svo hér á höfuð- borgarsvæðinu. Mér eru fyrstu jólin á Súöavík alltaf minnisstæö. Þegar ég kom þangað fyrst var það rétt fyrir jólin og þá var ég nýkominn frá New York og allri Ijósadýrðinni þar. Þegar kvöldaði man ég eftir einni jólaperu í glugganum hjá Áka í Ákabúð, en það var eina verslunin í plássinu. Þetta fannst mér mun jólalegra en öll Ijósadýrðin í New York. Jólin í sveitinni voru alltaf mjög sérstök. Það er víöáttan. þögnin og stjörnurnar sem hafa svo sterk áhrif á mann í sveitum. Hver staður hcfur sína sérstöðu cn jólagleðin er eitthvað sem er innra með manni." Svo mörg voru þau orð séra Bernharðs Guömundssonar og þökkum við honum kærlega fyrir spjallið. AP Kristín heldur á skálinni sem hún eignaðist á brúðkaupsdaginn. V Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári I lamlciur ogGuttlaugur b>ggingaverktakar Móðrusiðu 6. Simar: Har 25131. Guði 22351. \ f\ i/ Æ .'V -I A ! “Á Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða ' i Laufásgötu • Sími 26120

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.