Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 11
19. DESEMBER 1987 - DAGUR - 11
Jónas Þórisson.
JólíAfríkimki
- Jónas Þórisson kristniboði segir frá jólahaldi í Eþíópíu
Hvernig eru jólin haldin í fjarlægum löndum? Jónas
Þórisson, sem starfaði um árabil sem kristniboði í
Afríku, svaraði nokkrum spurningum um jólahald í
Eþíópíu og Kenya, og þykir eflaust mörgum forvitni-
legt að heyra um það hvernig menn fara að því að halda
jól í steikjandi hita og glampandi sólskini.
vermg er haldið upp á
jólin í Eþíópíu?
„Innfæddir halda upp á
jólin á öðrum tíma en við, þ.e. 7.
janúar. Árið hjá þeim byrjar 12.
september því þeir hafa annað
tímatal en við og eru sjö árum á
eftir okkar tímatali. Núna er árið
1980 í Eþíópíu.
Þótt innfæddir haldi upp á jólin
7. janúar þá héldum við kristni-
boðarnir og fjölskyldur okkar
alltaf upp á jólin þann 24. des-
ember, og þá á okkar hefðbundna
hátt. Veðrið á þessum árstíma er
mjög heitt, alltaf steikjandi hiti
og sólskin hvern dag.
Börnin komu heim úr heima-
vistarskólanum 2-3 dögum fyrir
jól og við héldum þeim norð-
lenska sið að skera út og steikja
laufabrauð rétt fyrir jólin. Á
aðfangadag rr farið út í kjarr og
höggvið jólátré, en í Eþíópíu
vaxa ágæt barrtré, vel nothæf
sem jólatré. Tréð er skreytt og
sett í eitt hornið á stofunni en
ekki notað til að dansa í kringum
það eða slíkt, því innfæddir
binda sumir andatrú við tré og
viðhafa dýrkun á þeim. Ef við
færum að dansa kringum tréð
yrði slíkt atferli auðveldlega mis-
skilið.
Aðfangadagskvöld er haldið
hátíðlegt á hefðbundinn hátt en
jólastemmningin kemst þó ekki á
fyrr en um kvöldið eftir að dimmt
er orðið. Þetta er heitasti árstím-
inn þarna og 30 stiga hiti í
skugganum á daginn. Daginn eft-
ir tökum við okkur frí frá vinnu,
þótt innfæddir séu við sína vinnu
eins og venjulega, því jóladagur
er eins og hver annar dagur vik-
unnar hjá þeim.“
- Hvernig halda innfæddir upp
á jólin?
„Þeir halda upp á jólin þannig
að snemma á jóladagsmorgun fer
fólkið að undirbúa matargerð. í
Konsó voru t.d. 2-3 saman um að
slátra geit. Þá er. farið í kirkju
eins og vanalega á hátíðisdögum
og guðsþjónustan tekur a.m.k.
tvo klukkutíma. Eftir það er far-
ið heim og fólkið tekur til við
matseld. Segja má, að jólahaldið
byggist aðallega á þessu tvennu
hjá innfæddum, að fara í kirkju
og borða góðan mat, þ.e.a.s. það
síðarnefnda er fyrir þá sem geta
veitt sér slíkt. Kunningjar fara á
milli húsa, fara í matarboð hver
hjá öðrum og rabba saman.
Þeir, sem eiga góð föt og til-
heyra „fínna“ fólkinu, ef svo má
komast að orði, klæðast þeim, en
aðrir ganga í þeim fötum sem
þeir klæðast hversdagslega."
- Leggur þetta fólk nokkuð
aðra merkingu í jólahaldið en
þeir sem hafa alla sína tíð tilheyrt
kristinni kirkju?
„Nei, það held ég ekki. Þó er
ekki eins mikið um jólagjafir
þarna eins og tíðkast hjá okkur,
þær eru algengastar meðal þeirra
betur efnuðu og þeirra, sem hafa
dvalið erlendis. í höfuðborginni
eru verslanir sem reyna að ná til
slíkra aðila. Úti á landi nær
hátíðin aðeins til eins dags og er í
mjög kristilegum anda.“
- Er þetta eini munurinn á
jólahaldi hér heima og þar sem
þú dvaldist lengst?
„Nei, ég verð að segja að
meðal kristinna manna í Eþíópíu
er lögð mikil áhersla á trúarlegt
innihald jólanna og ekki nærri
því eins mikið lagt upp úr ytri
rammanum og tíðkast hér heima.
Hvað okkur varðaði þá leitaði
hugurinn oft til heimaslóðanna
um hátíðina og oft fengum við
jólapakka að heiman með góðum
mat og bréfum. Maður var því
oft meira heima í huganum en
aðra daga ársins.
Mér finnst ramminn urn jóla-
hald íslendinga nú á dögum vera
orðinn mjög mikill og sver. Hið
ytra ræður að mestu leyti ferð-
inni og ekki er hægt að greina
innihald jólanna nema í þoku-
móðu oft á tíðum. Ég held að
spenna og streita sé orðin svo
mikil í sambandi við jólin hérna á
íslandi að menn fara oft alveg
með sig á henni í kapphlaupinu
fyrir jólin. Allir vilja hafa svo fínt
í kringunt sig um jólin, sem er
ekki nema eðlilegt að vissu
marki, en menn mega ekki
gleyma alveg innihaldi hátíðar-
innar.
Jólagjafirnar voru ekki eins
dýrar og miklar og algengt er hér
á landi. Okkar bestu jólagjafir
voru smádót sem krakkarnir okk-
ar smíðuðu í skólanum, kannski
máluð sultukrukka með hjarta og
blómum á eða litlir, útskornir
munir. Þessar gjafir gáfu öllum
miklu meira en dýrir hlutir gera í
dag. Það er vel hægt að halda jól
án þess að drukkna í gjöfum og
vellystingum.
Ég vil beina því til þeirra sem
uppgötva það um seinan að jólin
hafa farið framhjá þeim að draga
sig i' hlé og hugsa í einrúmi um
sín mál. Þá verða jólin meiri
hátíð en ella. Fólk verður þreytt
á þessum erfiða jólaundirbúningi
og spennan er svo mikil að það
áttar sig ekki á innihaldi jólanna
og getur þvf ekki notið þess að
halda jólin hátíðleg. Mér finnst
vera of ntikið um að fólk hlaupi á
eftir ímynduðum verðmætum en
glati merkingu jólanna, einkum
hinni trúarlegu merkingu. Það er
eðlilegt að vilja hafa hreint og
þrifalegt í kringum sig en ekki að
hugsa á þann veg að nauðsynlegt
sé að endurnýja heilu búslóðirn-
ar. Sú merking er ekki hin kristna
merking jólahátíðarinnar.“ EHB
Jóknyndagáía Dags
Höfundur jólamyndagátunnar er Níels Halldórsson á Akureyri. í gátunni er
gerður skýr greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausn gát-
unnar er eiginlega tvíþætt: Eins konar fyrirsögn annars vegar og vinsamleg
ábending eða hvatningarorð hins vegar. Þegar þið hafíð ráðið gátuna, þá
færið útkomuna á lausnarseðilinn á bls. 30, ásamt nafni og heimilisfangi og
sendið til okkar í Strandgötuna. Athugið að senda verður inn lausnarseðilinn
til að ráðningin teljist gild. Lausnir þurfa að berast Degi fyrir 22. janúar n.k.
Dregið verður úr réttum lausnuin en í boði er vöruúttekt að eigin vali að
verðmæti krónur 10.000.00.