Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 25

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 25
19. DESEMBER 1987 - DAGUR - 25 , ,Aðstæðumar mér eftimiinmlegasW4 - rætt við Sigurlaugu Guðmimdsdóttur sem legið hefur á sæng um tvenn jól - Ætlarðu að lesa mikið? Það er helst á jólunum sem maður gefur sér tíma til þess að lesa. Ég hef hins vegar verið með það ung börn að jólin fara að miklu leyti í að leika við þau. En ég er ekki búin að lesa þriðja bindið af sögu Framsóknar- flokksins og ætla að minnsta kosti að komast yfir það, segir Val- gerður. ET ,»41agið á síniakerfið inikið á jólanótf1 - segir Heiðrekur Guðmundsson rithöíundur „Við hjónin höldum jólin á hefðbundinn hátt eins og nú er sagt. Undirbúningurinn hefst með laufabrauðsgerðinni í byrjun desember. Það er miklu fyrr en var í gamla daga því þá var laufabrauðið ekki gert fyrr en daginn fyrir Þorláksdag,“ segir Heiðrekur Guðmundsson rithöfundur. Næst liggur fyrir að athuga jólagjafir handa börnum og barnabörnum og ekki má heldur gleyma jólakortunum. Jólatréð er sett upp og skreytt tveimur dögum fyrir jól og jóla- bögglunum síðan raðað í kring- um það. Hangikjötið er síðan soðið á Þorláksdag. Á aðfangadagskvöld er aðal- rétturinn venjulega dilkslæri eða -hryggur og að loknu borðhaldi er tekið utan af jólabögglunum, jólakortin lesin og gluggað í jóla- bækurnar. Svo líta þau inn sonur okkar, sem búsettur er í bænum, tengdadóttirin og barnabörnin sem hafa þá með sér dýrmætustu jólagjafirnar til að sýna afa og ömmu. Við horfum venjulega og hlust- um á jólamessuna í Sjónvarpinu og áður en farið er að sofa reyn- um við að ná sambandi við börn og barnabörn okkar sem búsett eru í Reykjavík og Neskaupstað en það gengur nú misjafnlega því álagið á símakerfið er mikið á jólanótt. Síðdegis á jóladaginn koma svo börnin og barnabörnin og borða með okkur hangikjöt og fleira góðgæti," segir Heiðrekur um jólahaldið hjá sér. ET „Gerummikiðaf Jm að skreyta“ - segir Níels Halldórsson verðlagseftirlitsmaður „Á aðfangadag kemur fjöl- skyldan saman og borðar eins og við erum reyndar vön að gera alla daga. Hér er venju- lega eitthvað gott á borðum alla daga en það er líklega ennþá betra í þetta skipti,“ segir Níels Halldórsson verð- lagseftirlitsmaður á Akureyri. Þegar búið er að borða þá sest fólkið inn í stofu og skoðaðar eru jólakveðjur sem eru firnamargar, allt upp í níutíu kort, og að því loknu eru jólapakkar opnaðir. Við förum ekki í messu en tök- um hins vegar virkan þátt í útvarps- eða sjónvarpsmessu á aðfangadagskvöld. Við gerum mjög mikið af því að skreyta, á þessu heimili, jafn- vel svo að sumum þykir nóg um. Við erum með Ijósaseríur í öllum gluggum og í stofu og fallega prýtt jólatré. Eg er sjúklingur í myndagátur og krossgátur og reyni að komast yfir öll blöð sem hafa slíkt að geyma. Þessu sinni ég mikið á jólunum auk þess sem ég reyni að lesa þær bækur sem okkur eru gefnar. Á jóladag eimir eftir af dönsk- um sið hjá okkur því þá höfum við kalt borð með firnamörgum tegundum. Mæðgurnar eru á hvolfi að undirbúa þetta á Þor- láksmessu og aðfangadag en úr því þarf varla að gera annað en að hita kartöflur, því þetta endist okkur eitthvað fram í jólavik- una,“ segir Nelli. ET Sigurlaug með Elvu yngstu dótturinni. Börnin fæðast að sjálfsögðu ekkert síður á jólunum en öðr- um tímum ársins og hljóta þau að vera ákaflega ánægjuleg jólagjöf. Þær eru margar mæð- urnar utan Maríu móður frels- arans sem legið hafa á sæng yfir jólin og hljóta þau jól að hafa orðið þeim öðruvísi en önnur. igurlaug Guðmundsdóttir í Varmahlíð hefur legið tvisvar sinnum á sæng yfir jól. Hún og rnaður hennar Guð- mundur Frímannsson hafa eign- ast 6 börn og fæddist það fyrsta, Guðlaugur, 25. desember árið 1952. „Þau jólin eru mér kannski ekkert sérstaklega eftirminnileg fyrir það að eignast barn. Það er alltaf jafnyndislegt að eiga börnin, en auðvitað verða jólin svolítið öðruvísi fyrir sængurkon- ur. Það eru rniklu heldur aðstæð- urnar í þá daga sem standa upp úr þegar maður lítur til baka og ber það liðna saman við nútím- ann, eins og maður er farinn að gera með aldrinum. Þetta voru fyrstu jólin okkar eftir að við fórurn úr föðurhús- um. Við vorum þá nýflutt suður til Keflavíkur frá Siglufirði, en þá voru nokkrir fólksflutningar það- an vegna atvinnuleysis sem kom til þegar síldin brást. Þá var næg atvinna í Keflavík en mjög erfitt með húsnæði. Þar var hver kytra vel þegin og við þóttumst góð að fá leigt eitt herbergi. Við höfðum líka aðgang að kaldri geymslu þar sem við fengum að hafa olíu- eldavélina okkar. Það var öll eldunaraðstaðan og matinn borð- uðum við svo inni í herberginu. En þó að þröngt væri leið okkur vel þarna og þetta var alveg indælisfólk sem við leigðum hjá. Ég átti þetta fyrsta barn heima eins og 3 af hinum 5 sem við eign- uðumst. Og þótt maðurinn minn hefði viljað fylgjast með fæðing- unni, eins og tíðkast hefur á seinni árum og hann gerði þegar hin börnin fæddust, hefði hann ekki komist fyrir við rúmið.“ - Varstu búin að standa í ein- hverjum jólaundirbúningi fyrir þessi jól? „Nei við vorum nú bara tvö þá og svo buðu aðstæður ekki upp á það. Það var ekki einu sinni hægt að baka til jólanna." - Og þú segist líka hafa legið á sæng um jólin þegar annað barn- ið fæddist. „Já 2 árum seinna fæddist Erla dóttir okkar. Hún átti reyndar að verða jólabarn líka en flýtti sér dálítið blessunin og kom í heim- inn þann 22. Þá voru aðstæður allar aðrar og betri. Við vorum kornin í ágæta íbúð sem Guð- mundur maðurinn minn innrétt- aði og við fengum leigða." - Átti að verða jólabarn seg- irðu, ekki hefur verið stefnt að því? „Nei að sjálfsögðu ekki, en tíminn hennar var þá. Auðvitað var ekkert hægt að stjórna því þá hvenær börn fæddust, en sjálfsagt er þaö frekar hægt í dag. Ástæð- an fyrir því að 2 af mínurn börn- um eru fædd á jólunum er sjálf- sagt sú að það er eins og það sé mikiö í minni ætt að börn fæðist á mánuðunum í kringum áramótin. Annars hafa elstu strákarnir oft verið að stríða föður sínum, sem er ákaflega jarðbundinn, að þetta séu einu sénsarnir sem hann hafi þorað að taka um ævina.“ - Svo um jólaleytið hafið þið þurft að hugsa fyrir bæði jóla- og afmælisgjöfum, eða hvað? „Já, við gerðum það. Og að því leyti held ég að það sé ekkert sérstakt fyrir börn að eiga afmæli á jólunum. Afmælisboðin verða t.d. færri en ella.“ -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.