Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 21

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 21
„Satt að segja brá mamii í hnm á aöfángada^ - Eristjana Níelsdóttir lýsir jólahaldinu í Svíþjóð Níels Hólm, Rannveig og Magnús Múli. Fjölmargir landar okkar eyða jólunum erlendis. Eflaust er jólahald mjög mismunandi því sinn er siður í hverju landi. Við slógum á þráðinn til Svíþjóðar en þangað fluttu hjónin Kristjana Níelsdóttir, sem er Akureyring- ur, og Sigurður Pálmi Randversson, Ólafsfirðingur að ætt og uppruna, árið 1981 ásamt börnum sínum, Rann- veigu og Níelsi Hólm. Fyrir rúmum 6 mánuðum fjölg- aði í fjölskyldunni er Magnús Múli var í þennan heim borinn. Kristjana varð fyrir svör- um og ég bað hana að lýsa jólahaldinu hjá þeim í Svíþjóð og hvort sænskir og íslenskir siðir væru ólíkir. „Jólahaldið byrjar fyrr á aðfanga- dag en á íslandi. Krakkarnir fá yfirleitt að taka upp jólagjafirnar um hádegisbilið. Þeir byrja jafn- vel á því um morguninn og eru að því fram eftir degi. Um klukkan tvö er maturinn síðan tilbúinn. Sænskur jólamatur samanstendur af öllu mögulegu. Það eru sér- stakar gamaldags pylsur, kjöt- bollur, heitir og kaldir síldarréttir og alls konar ostar.“ - Og fylgið þið þessum sænska sið eða bíðið þið með matinn til kl. 6? „Við erum meira og meira að taka upp þennan sið. Kalda borð- ið hjá þeim stendur yfir öll jólin ásamt hinni ógleymanlegu jóla- skinku. Hún er steikt og síðan er maturinn á borðum allan aðfanga- dag, jóladag og annan í jólum, þannig að maður þarf raunveru- Íega ekki að standa í frekari matseld. Það er líka mjög algengt að hafa hrísgrjónagraut hér, en við sleppum honum.“ - Hvað með íslenska hangi- kjötið? „Þeir íslendingar sem ég þekki hér fá flestir hangikjöt sent að heiman, enda eru engin jól án hangikjöts. Við erum vön að hafa hangikjötið á aðfangadagskvöld. Við gerum laufabrauð og meira að segja erum við búin að færa þennan sið inn í íslendingafélag- ið. Við, þessar norðlensku konur, tökum okkur saman og steikjum laufabrauð og á 1. des. hátíðinni borðum við hangikjöt og laufabrauð. Á jóladag erum við hins vegar á sænsku línunni, með jóla- skinku, kokteilpylsur, kjötbollur, síldarrétti, osta og fleira og búum ekkert til meiri mat yfir jólin. Við reynum samt að hafa jólin sem íslenskust og t.d. hef ég alltaf bakað smákökur fyrir jólin og við getum ekki verið án hangikjöts- ins og laufabrauðsins.“ - En þið hafið þá ekki alltaf nýjan og nýjan heitan mat í hvert mál. „Nei, þetta er frábært fyrir- komulag. Það er fáránlegt að þurfa að standa yfir pottunum alltaf hreint öll jólin. Þetta er matur sem alltaf er hægt að gogga í. Við erum með brauð með þessu, salöt og ýmislegt fleira góðæti.“ - En jólagjafirnar. Er svipað- ur „standard“ í Svíþjóð? „Já, það er mjög svipað. Okk- ur fannst fyrst, sérstaklega í sambandi við afmælisgjafir, að þessu væri meira í hóf stillt hér en síðan höfum við séð að þetta er ósköp svipað og heima. Við gef- um krökkunum það sem þeir þurfa, hvort sem það eru skíði, föt eða annað.“ - En áramótin? „Þau fara fram á nokkuð svip- aðan hátt og heima. Það er þó miklu almennara á íslandi að fólk skjóti upp flugeldum." - Ef við víkjum aftur að jólun- um, geturðu lýst sænskri jóla- stemmningu, svona fyrir utan matinn? „Já, satt að segja brá manni í brún á aðfangadag. Það er hefð að hafa teiknimyndir um miðjan daginn fyrir krakkana, en um kvöldið eru alls konar skemmti- prógrömm. Hvert prógrammið öðru skemmtilegra og betra. Það er ekki til að maður finni að það séu jól. Þetta er eins um páska. Á föstudaginn langa er oft þriller í sjónvarpinu, þannig að Svíar eru ekkert ákaflega kirkjulegir, a.m.k. ekki í sjónvarpinu. Við gleymum samt ekki upp- runanum, enda fáum við nýjar íslenskar skáldsögur í jólapakk- anum að heiman og fáum því menninguna ferska inn á gafl hjá okkur. Mér finnst mjög mikil- vægt að fylgjast með því sem er að gerast á íslandi og viðhalda gömlum og góðum siðum.“ - Hugsið þið meira heim um jólin en vanalega? „Jú, auðvitað gerum við það. Það er náttúrlega hræðilega sorg- legt að vera aleinn hérna, en þó er þessu þannig farið að þegar maður býr í útiöndum á maður vini sína sem nokkurs konar fjöl- skyldu. Maður binst þeim meiri tilfinningaböndum en gengur og gerist með vinina heima á Islandi og verður háðari þeim.“ - Halda íslendingar þá vel hópinn? „Það er svona upp og niður. íslendingafélagið heldur nokkrar hátíðir á ári og sumar eru mjög vel sóttar, sérstaklega þær sem íslendingar eru vanir að halda upp á. Þeir eru vanir að skemmta sér á 17. júní, þeir eru vanir að fara á árshátíðir og þeir eru vanir að gera eitthvað 1. des. eða í kringum jól. Síðan eru alls konar ölkvöld og böll sem eru misvel sótt. Það er mikil hreyfing á íslendingum, t.d. eru allir farnir sem við kynntumst hérna 1. árið, en þá kynntumst við geysilega mörgum. Þeir eru allir farnir heim núna.“ Kristjana sagði að þau sökn- uðu ættingjanna heima á íslandi en það væri ekkert annað sem togaði í þau og því væru þau ekki á leiðinni heim í bráð. Varðandi íslenska matinn sagðist hún nátt- úrlega verða að fá norðlenska hangikjötið en margt fleira væri líka ómissandi, s.s. grænar baun- ir frá íslandi, súkkulaðikúlur, apótekaralakkrís, lakkrísreimar og margt fleira sem ekki er hægt að fá f Svíþjóð en þau hafa alist upp við á Islandi. Hún bað fyrir kærar kveðjur til ættingja og vina á íslandi og við óskum þeim gleðilegra jóla í Svíaríki. SS Sigurður Pálmi Randversson og Kristjana Níelsdóttir una hag sínum vel í Svíþjóð. 19. DESEMBER 1987 - DAGUR - & Jl Æ Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Skóbúð Husavíkur og Sjóváumboðið Húsavík -V IrT Óskum viðskiptavinum okkar gleðiiegra jóia og farsældar á komandi árí. Þökkum viðskiptin. Hestasport Helgamagrastræti 30, sími 21872. / á/ / Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi árí Þökkum viðskiptin. æsí EúHMlvmimf. \ V Réttarhvammsvegi 1 Sími 26776 • Akureyri Æ21 » -A ' í Öskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs Þökkum viðskiptin á liðnu ári. J ~f . \" s. fl i- ' I Blómaskáliim við Hrafnagil sendir landsmönnum öllum og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýársóskir og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða^fc <? / Gleðileg jól og farsælt komandi ár Sjálfcbjörg Félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Bugðusíðu 1, sími 26888.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.