Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 24
- DAGUR 19. DESEMBER 1987
Hvað ætlar þú að gera tun jólin?
„Reyni að komast
tÚ að smíða“
- segir Steiiigrímur
Hermarmsson
utanríkisráðherra
..Við sækjum okkur jólatré í
skóginn okkar uppi í Borgar-
firði, venjulega á Þorláks-
messu. Þetta er skógur sem
faðir minn ræktaði þarna
uppfrá. Með þessu má segja að
hápunkti jólaundirbúningsins
sé náð,“ segir Steingrímur
Hermannsson utanríkisráð-
herra.
ólahaldið er held ég megi
segja með hefðbundnum
íslenskum hætti. Á aðfanga-
dag borðum við rjúpur sem viö
feðgarnir höfum sjálfir veitt og
eftir kvöldmatinn eru gjafir opn-
aðar og kvöldinu eytt í rólegheit-
um, hlustað á útvarp og
sjónvarp.
Á jóladag fer fjölskyldan
venjulega í kirkju. Oftast er farið
í Bessastaðakirkju en einnig
heimsóttar aðrar kirkjur.
Eg reyni að hafa einhvern frí-
tíma á jólunum til þess að lesa og
einnig reyni ég að komast til að
siníða eitthvað svolítið, sagði
Steingrímur. ET
„Böminhafk
mótað hefðimar
- segir Sigríður
Stefánsdóttir kennari
og bæjarfulltmi
„Eins og á öðrum heimilum
þar sem heimilisfólkið er alla
jafna önnum kafið, þá er allt á
fullu síðustu dagana við jóla-
undirbúninginn. Síðan reynum
við að taka þessu mjög rólega
og nota jóladagana til hvíldar
og afslöppunar,“ segir Sigríður
Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á
Akureyri.
að má eiginiega segja að
jólastemmningin byrji um
20. desember þegar við
höfum undanfarin ár farið á
jólatónleika hjá blásarasveit
Tónlistarskólans.
Við upphaf okkar búskapar
vorum við ekki með neinar fastar
hefðir varðandi okkar jólahald
en eftir því sem árin hafa liðið þá
má segja að börnin hafi mótað
ákveðnar hefðir. Hér hefur í
gegnum árin safnast saman mikið
af jólaskrauti sem þau hafa búið
til hér heima og í skólanum, og
þetta vilja þau allt hafa á sama
stað og árið á undan. Jólatréð á
að vera á nákvæmlega sama stað
ár eftir ár og helst þurfa að vera
til sömu smákökurnar. Þetta er
sennilega gott dæmi um það
hvernig hefðir verða til hjá fjöl-
skyldunt.
Einn af föstum punktum í jóla-
haldinu er það þegar við á þriðja
jóladegi förum á jólatrésskemmt-
un hjá starfsfólki Menntaskólans.
Að því loknu höfum við yfirleitt
farið austur í Mývatnssveit og
verið þar fram yfir áramót. ET
ég hlaitpi
eldd ájóladag“
- segir Valdís
Hallgrímsdóttir
„Ég hef svo mikið að gera
núna að ég efast um að ég hafi
nokkurn tíma til að undirbúa
jólin fyrren eftir jól. Ég hef oft
verið að vinna fram á aðfanga-
dag og þá hef ég reynt að vera
búin að skrifa jólakort og
kaupa jólagjafir nokkru áður,“
segir Valdís Hallgrímsdóttir
frjálsíþrótta- og handknatt-
leikskona.
etta verða líklega önnur
jólin sem við hjónin
erum heima hjá okkur,
annars höfum við verið hjá for-
eldrunum. Fyrstu jólin sem við
héldum sjálf voru í fyrra en þá
vorum við ekki einu sinni með
neitt jólatré. Nú er barnið orðið
rúmlega árs gamalt og ætli við
kaupum þá ekki tré og skreytum.
Ætli það megi ekki segja að það
séu að myndast hefðir við jóla-
haldið hjá okkur. í fyrra vorum
við með rjúpur á aðfangadag og
ætli svo verði ekki núna líka.
Kvöldinu eyðum við svo við lest-
ur jólabóka og konfektát.
- Ætlarðu að stunda íþróttirn-
ar eitthvað um jólin?
Maður verður að hreyfa sig
eitthvað þegar svona mikið er
borðað svo maður bæti ekki á sig.
Ég hef iðulega tekið æfingar á
jólunum og ætli við segjum ekki
að ég hlaupi á jóladag að þessu
sinni. Ég verð þá líklega að
standa við það, segir Valdís. ET
,y£tia að lesa
Islendiiigastjgttniar'1
- segir Ema
Gunnarsdóttir kennari
og söngkona
„Á aðfangadag förum við
hjónin til foreldra minna og
borðum þar. Þar sameinast
fjölskylda mín öll loksins, en
það hefur ekki tekist lengi.
Systir mín kemur frá Reykja-
vík og bróðir frá Svíþjóð,“
segir Erna Gunnarsdóttir
kennari og söngkona.
S
aðfangadagskvöld eru
pakkarnir opnaðir að
afioknu borðhaldi og
seinna um kvöldið er hitað
súkkulaði og borðaðar smákök-
ur. Þannig er setið fram eftir
kvöldi, horft á sjónvarps-
messuna, spjallað saman og jóla-
bækurnar lesnar.
Jóladeginum eyðum við líklega
með hefðbundnum hætti hjá
tengdaforeldrum mínum og á
annan jóladag má búast við að
jólaboðin verði efst á baugi.
Á þriðja í jólum verður svo
skírn í fjölskyldunni en bróðir
minn sem búsettur er í Svíþjóð
hefur einmitt beðið með að skíra
barnið þangað til núna.
- Ætlar þú ekkert að syngja
opinberlega um jólin?
„Ég vona og held að svo verði
ekki. Ég er loksins komin í
langþráð frí frá söngnum. Ég er
hins vegar nýbúin að kaupa mér
nýja útgáfu íslendingasagna og
hafði hugsað mér að gefa þeim
einhvern tíma um jólin," segir
Erna. ET
Jiý örugglega
tilsósuna“
- segir Gísli Jónsson
forstjóri
„Ég tek nú ósköp lítinn þátt í
undirbúningnum sjálfur. Þetta
byrjar með laufabrauðinu
svona hálfum mánuði fyrir
aðfangadag en síðan er þetta
ósköp rólegt fram að jólum,
aðallega eru það kaupin á jóia-
gjöfunum sem taka tíma,“ seg-
ir Gísli Jónsson forstjóri
Ferðaskrifstofu Akureyrar.
ið skreytum heimilið
mjög mikið. Við eigum
mikið af munum sem við
höfum keypt erlendis og þetta er
hengt upp víðs vegar um húsið.“
- Borðarðu skötu á Þorláks-
messu?
„Ég hef einu sinni reynt það og
mér þótti hún alveg ferlega vond.
En konan mín gerir það þannig
að það er yfirleitt tvíréttað þenn-
an dag.
Á aðfangadag er ég yfirleitt í
vinnu fram að hádegi og svo er
maður bara að dunda sér fram til
klukkan sex. Hvað matnum við-
kemur þá bý ég alveg örugglega
til sósuna. Um kvöldið eru yfir-
leitt foreldrar mínir eða foreldrar
konunnar hjá okkur og kvöldið
líður í rólegheitum við lestur og
spjall.
Það er mikið lesið á jólunum
og mikið borðað. Á móti reyni ég
að hreyfa mig meira en venjulega
og ég geri ráð fyrir að fara í
innanhússfótbolta eða skalla-
tennis einhverja daga milli jóla
og nýárs,“ segir Gísli. ET
,JVjótum{)essaðvera
samanscmíjöskyldá‘
- segir Valtýr
Sigurbjamarson
bæjarstjóri
„Það er nokkuð fastmótað hjá
okkur jólahaldið. Fjölskyldan
vinnur saman að því að skreyta
jólatréð á Þorláksmessu. Við
fáum okkur alltaf „lifandi“ tré,
til að fá réttan ilm í húsið,“
segir Valtýr Sigurbjarnarson
bæjarstjóri í Ólafsfirði.
/
g er yfirleitt að vinna
fram að hádegi á aðfanga-
dag en eftir að ég kem
heim fer ég að huga að jólamatn-
um, en hann er eiginlega eina
máltíð ársins sem ég tel mig bera
ábyrgð á.
Fyrir mörgum árum rakst ég á
uppskrift að svínahamborgar-
hrygg eftir Skúla Hansen núver-
andi yfirmatsvein á Arnarhóli.
Ég prófaði þetta og við höfum
haldið okkur við þennan „Ham-
borgarhrygg A La Skúli
Hansen".
Þegar búið er að taka til eftir
borðhaldið les ég jólasögu fyrir
fólkið og síðan setjumst við við
jólatréð og hugum að þeim góðu
gjöfum sem undir því eru. Það
sem eftir er kvöldsins sitjum við í
rólegheitum og hlýðum m.a. á
messu í Sjónvarpinu.
Jóladeginum verjum við í sem
mestum rólegheitum, förum í
messu og njótum þess að vera
saman sem fjölskylda. Það eru
ekkert allt of margar slíkar
stundir og jólin því kærkomin til
þess að vera saman.
Á jóladag er gjarnan gripið í
Trivial Pursuit og þar sem synir
mínir eru farnir að kunna svörin
við öllum gömlu spurningunum
en ég farinn að ryðga, þá sé ég
fram á að þurfa að kaupa nýja
spurningapakkann ef ég á að hafa
von um að vinna, sagði Valtýr.
ET
„Ót'enju miHar
jólakortaskriftirí
- segir Valgerður
Sverrisdóttir
alþingismaður
„Það verður mikið að gera í
Alþingi síðustu dagana fyrir
jól þannig að mér sýnist allt
útlit fyrir að það verði ekið
norður tveimur dögum fyrir
jól, komið við í Hrísalundi og
bíllinn fvlltur af mat, keypt
jólatré og svo ekið beinustu
leið heim,“ segir Valgerður
Sverrisdóttir alþingismaður.
Eg hef hingað til haft það
fyrir reglu að gera mikið
hreint fyrir jólin, baka og.
föndra en ég held að ég verði að
fórna því að rnestu leyti að þessu
sinni. Ég ætla nú samt að skreyta
eitthvað svolítið.
Ég hef kynnst svo mörgu góðu
fólki á þessu ári að ég sé fram á
óvenju miklar jólakortaskriftir
fyrir þessi jól.
Aðfangadagskvöldinu verjum
við heima hjá okkur og þegar líð-
ur á kvöldið koma systur mínar
með sínar fjölskyldur og pabbi og
þau eru hjá okkur. Á jóladag eða
annan í jólum förum við í kirkju
í Laufási.