Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 22

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 22
- DAGUR 19. DESEMBER 1987 Fjöldi ferðamanna heimsækir þjóðgarðinn í Jökulsár- gljúfrum á sumrin og margir þeirra leggja leið sína upp að Dettifossi vestanmegin árinnar. En þarna er fáförult yfir vetrarmánuðina. Skyldu margir ferðalanganna sem dást að hinni stórbrotnu náttúru landsins á sumrin hug- leiða hvernig hafi verið að búa á þessum slóðum allan ársins hring? Frá Svínadal er þriggja tíma gangur til næsta bæjar. Síðasta húsmóðirin sem bjó í Svínadal er Kristín Sigvaldadóttir, Dagur ræddi við hana um lífið á þessum afskekkta bæ og hvernig heimilisfólkið hélt jól- in hátíðleg. / g kom fyrst að Svínadal sem kaupakona 15. júní 1925, þá var ég átján ára. Veðrið var svo fallegt, það var svo fallegt þarna og öðruvísi en heima að ég varð alveg trufluð af þessari fegurð. Allt þetta fyrsta sumar og haust var tíðin góð. Þarna bjó Páll Jónsson ásamt þrem sonum sínum og einni dóttur. Ég ætlaði bara að vera þarna einn mánuð en hann varð að ellefu árunt. Óskaplegt púl við búskapinn Kona Páls bónda í Svínadal. Por- björg Hallgrímsdóttir lést af barnsförum 1915, var hún þá nýbúin að eignast þríbura en alls áttu þau Páll tíu börn. Kristín er fædd og uppalin í Gilsbakka í Öxarfirði. Systkinin voru tólf og faðir þeirra dó þegar fimm barnanna voru ófermd. Kristín fór snemma að vinna utan heimilis, tólf ára gömul var hún ráðskona hjá sængurkonu og þegar hún var sextán ára réðst hún sem ráðskona að Austara- landi. „Þegar ég kom að Svínadal var húsakostur ágætur. Við vorum með stóra baðstofu í tvennu lagi og það var ákaflega gott hlóða- eldhús sem ég eldaði í. En það er ekki hægt að líkja þessu saman við það sem við höfum í dag, nú eru alls staðar takkar, það þarf ekkert að gera nema snúa þeint og það þarf ekkert að vera að baksa við að kveikja upp. Ég giftist Jóni Pálssyni, elsta syninum 20. júlí 1926. Viðgiftum okkur hér á Húsavík hjá sr. Jóni og eftir athöfnina var okkur gefið kaffi á prestssetrinu. Þá var Kristinn sonur prestshjónanna farinn að versla í stórum skúr, ég fór út í búðina og keypti svolítið sem ég á hérna ennþá, það er bátslaga glerskál sem kostaði þrjár krónur, ég hef mikið notað hana um dagana. Það var mikill gestagangur á Svínadal, sérstaklega fyrsta sumarið sem ég var þar. Fólkið kom með skipi til Akureyrar, fékk hesta í Eyjafirði, fór upp í Mývatnssveit og kom svo yfir öræfin til að skoða Dettifoss. Það kom til okkar til að gista og fá mat og nesti og ég bar alltaf það besta sem til var fyrir það. Ég þurfti alltaf að færa gestunum í rúmið og þeir vildu alltaf fá matinn, vatn til að þvo sér og allt í einu þótt það væri kannski brús- andi þurrkur úti og f nógu að snúast. En ferðalangarnir borg- uðu nú svolítið fyrir sig. Það var oft fátt um fólk á vet- urna, sérstaklega var fátítt að kvenfólk væri á ferðinni þá. En fólk var ævinlega um kyrrt ef það kom. Maður hafði aldrei vanist öðru en að púla og það var óskaplegt púl við búskapinn, miklar vökur og svoleiðis. Það var alveg sér- staklega erfitt fyrir karlmennina að passa féð því þarna var engin girðing. Maðurinn minn gekk mjög mikið við að leita að kind- unum.“ Mikil jólagleði og kæti - Segðu mér frá jólunum í Svínadal, bakaðir þú mikið til jólanna? „Já ég bakaði mikið, alla bauka fulla af kökum og gerði mikið af laufabrauði. Ég fékk aldrei annað brauð en það sem ég bakaði sjálf nema bara tvíbökur á sumrin. Ég gerði hreint fyrir jólin og saumaði, náttúrlega kunni ég ekkert én ég sneið þetta og saumaði, meira að segja á vinnukonurnar mínar líka. Tvisv- ar var gömul kona vinnukona hjá mér og einn veturinn var mág- kona mín hjá mér þegar hún var unglingur. Svo vorum við með kaupakonur á sumrin en þær voru bara við útiverkin." - Tíðkuðust jólagjafir á þess- um tíma? „Nei, það voru aldrei jólagjaf- ir. Þó man ég eftir því að ég var að keppast við á Þorláksmessu að sauma ofan á gamla gúmmískó til að búa til inniskó og spjarir handa vinnukonunni og hún var svo ógurlega sæl og lukkuleg með þetta.“ - Fórstu í kaupstað fyrir jólin? „Nei, nei, það var ekki einu sinni að ég færi í kaupstað á hverju ári og það var ekki farið í kaupstað fyrir jólin. Það var ógurleg gleði með fyrstu jólagjafirnar sem börnin mín fengu. Eitt sumarið kom dönsk stúlka til okkar, hún var gangandi og ætlaði að Dettifossi seinni hluta dags í súld og hálf- gerðri rigningu. Ég dreif hana inn í bæ og bauð henni mat og gist- ingu. Daginn eftir fór hún síðan að Dettifossi og var fjórtán tíma í ferðinni, ég beið eftir henni og gaf henni mat og vildi ekki að hún borgaði neitt fyrir. Um vet- urinn sendi hún börnunum lita- bækur og liti fyrir jólin og mig minnir að eitthvert sælgæti hafi verið með. Þetta gerði svo ægi- lega lukku, börnin höfðu aldrei á ævi sinni séð neitt þessu líkt og voru svo hrifin. Krakkarnir kunnu sálma og á jólunum dönsuðum við kringum jólatréð og sungum, það var bara alveg ljómandi söngur. Jólatréð var heimatilbúið, skreytt með eini og sortulyngi. Það var mikil sæla með þetta. Maðurinn minn las húslestur, það var mikið dans- að og sungið og svo var spilað púkk á jóladaginn, á annan í jól- Kristín Sigvaldadóttir. um og á gamlárskvöld. Það voru allir ánægðir.“ - Heldur þú að þið hafið jafn- vel verið ánægðari á jólunum heldur en fólk almennt er í dag? „Uss, já, það er áreiðanlegt, það var svo mikil jólagleði og kæti. Ég man sérstaklega eftir jólunum 1933, tíðin var svo góð. Systir mín var hjá mér með lítið barn svo við vorum níu í heimili og svo buðum við fullorðnum manni sem var einbúi í sveitinni að vera hjá okkur. Hann hafði ósköp gaman af þessu og hann sagði að það hefðu verið sautján tegundir af mat á borðinu á jóla- dagskvöld. Maður gerði það sem hægt var fyrir jólin og var með þann kjötmat sem til var, reyktan silung, súrmat og alls konar brauð. Það var ferjað yfir Jökulsá á veturna en það mátti engu muna, þetta var voðalega hættulegt og enginn vöxtur mátti vera í ánni. Guðrún mágkona mín var einu sinni ferjuð yfir um jólin og það var mikil gleði að fá hana. Við fórum upp á Nónmel, tunglið var fullt og það var glansandi tunglsljós. Þetta var á annan í jólum og ég man eftir því að tún- ið var fagurgrænt, tfðin var svo góð.“ - Komust þið nokkuð til messu á jólunum? „Nei, það voru engin tök á að fara til messu um jólin. En við fórum til messu á vorin, t.d. man ég einu sinni eftir því að ég fór til messu um hvítasunnu, þá þurfti ég að fara með alla krakkana út í sveit til að láta bólusetja þau.“ Blessað álfafólkið flutti Jón og Kristín eignuðust fimm börn, eina stúlku og fjóra drengi. Fjögur barnanna fæddust í Svína- dal og næstyngsti drengurinn þeirra er síðasta barnið sem þar fæddist, það var 3. mars 1935. Nú á Kristín 20 ömmubörn og 28 langömmubörn og segir hún að afkomendurnir séu sér afskap- lega góðir. Síðastliðna tvo ára- tugi hefur Krístín búið í Reykja- vík en er nýlega flutt til Húsavík- ur. Nú býr hún ein í vistlegri íbúð, í skjóli sonar síns og tengdadóttur. - Varst þú vör við að álfar byggju í nágrenni við ykkur í Svínadal? „Hafi þeir verið til þá hafa þeir verið þarna. Ég hafði nú trú á því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.