Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 8
8 DAGUR 19. DESEMBER 1987 \ n Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. V Akureyri • Sími 96-26842 4 \ n / Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar V á komandi ári Þökkum viðskiptin Nuddstofan Höfðahlíð 1 V .'v ' Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. ernabudin HAFNARSTRÆT) 92 - SIMI 26709 J <r Utgerðarfélag Akureyringa hf. óskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og góðs árs '\ n i/ » Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar ói komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu flUHSVN HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI -4/ » Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. / u x MATVORU MARKAÐURINN Norðtlrfell, Kaupangi. j „Sú mun hafa verið reyndin, að í engan annan tíma ársins hafi fólk almennt étið og drukkið meira dögum saman, sem um jólin á tímum íslend- ingasagnanna. Meðan margt fólk var víðast hvar í heimili eins og á þjóðveldisöld, hefur verið nauðsynlegt að slátra fé, ekki aðeins fyrir jólin, hcldur og milli jóla og nýárs,áttunda dags og þrettánda, eins og vik- ið er að í Grágás. Hangikjötið hefur að sjálfsögðu lengi verið aðalhátíðamaturinn en algeng- ast mun hafa verið að það væri ekki borðað fyrr en á jóladag- inn og helst sá siður enn.“ enjulega var jólalestur- inn lesinn kl. 6 og sungnir jólasálmar á eftir. Að þessu loknu var maturinn borinn inn. Helsta hnossgætið hefur ver- ið magálar, sperðlar og bringu- kollar svo og pottbrauð en auk þess var jólagrauturinn ómiss- andi. Hann var ýmist spaðgraut- ur, bankabyggsgrautur með sírópsmjólk út á, eða hnausþykk- ur grjónagrautur með rúsínum. Siðirnir hafa svo sannarlega breyst, eða hver myndi leggja sér þessi ósköp til munns nú til dags? Börn myndu í það minnsta fussa við því, að jólagrautnum undan- skildum, en mjög víða er enn hefð að hafa möndlugraut á jól- unum. Mjög er misjafnt hvaða mat fólk borðar um jólin. Sumum finnst rjúpan ómissandi á meðan aðrir geta ekki hugsað sér annað en reykt svínakjöt. Dagur kannaði þetta mál lítil- lega og spurði nokkra þekkta karlmenn, hvað þeir borðuðu á jólunum. Svo skemmtilega vildi til, að nokkrir þeirra áttu það sameiginlegt að á Porláksmessu stelast þeir í hangiketið sem verið er að sjóða til jóladags og láta það nægja í stað skötunnar. ■Xystankinn á jóladag er skokk“ „Ég er svo ungur, að það eru engar hefðir hjá mér,“ sagði Sigfús Jónsson, sjálfur bæjar- stjóri Akureyrar í spjalli við Dag. „Að öllu gamni slepptu, þá hef ég undanfarin 20 ár borðað hamborgarhrygg á aðfangadagsk völd. “ egar ég var barn, var þetta ekki orðinn almennur matur, en síðan svo varð hefur þetta verið jólamaturinn. Rjúpuna hef ég aldrei nokkurn tímann smakkað. Á jóladag borða ég hangikjöt, annað hvort kalt eða heitt og laufabrauð hef ég alltaf með.“ Sigfús sagði að á Þorláksmessu hefðu foreldrar hans alltaf haft skötu. „En ég komst aldrei upp á bragðið og þykir hún vond. Því hefur hún ekki verið á borðum hjá mér á seinni árum. Ég hef að vísu einn sið, sem væntanlega fæstir hafa. Á jóla- dagsmorgun fer ég alltaf út að hlaupa til að hafa betri matarlyst. Á þessum tíma er mikill friður útivið, engir bílar á ferli og gott að skokka. Þetta er sérstaklega góður lystauki fyrir jólahangi- kjötið,“ sagði Sigfús að lokum. „Sósanerdrukkin með kjötinu“ „Við borðum ekki rjúpur, við borðum ekki svínakjöt nema endrum og eins, við borðum ekki nautakjöt nema endrum og eins svo uppáhaldsjólamat- ur fjölskyldunnar er íslenska lambakjötið,“ sagði Ingimar Eydal þegar hann var spurður um uppáhalds jólamat. ð sjálfsögðu er hryggur- inn í uppáhaldi með öllu „tilbehöri". Það eru brúnaðar og franskar, gulrætur og grænar baunir, rauðkál og hrásalat, rabarbarasulta og jarðarberjasulta. Sósan er vel feit og brún og hún er drukkin með þessu, því í mínu ungdæmi drukkum við alltaf sósu með öllu kjöti. Ef börnin mögla, er stundunr settur með einn eða tveir kjúkl- ingar eða pekingönd þ.e. ef ein- hver getur sett í sig meira en hrygginn. Á Þorláksmessu er mjólkur- grautur í hádeginu en síðar um daginn fyllir hangikjötslykt íbúð- ina með jólakveðjunum í útvarp- inu sem alltaf eru hafðar á. Slökkt er á loftræstingunni því í þetta sinn má hangikjötslyktin fara um alla íbúðina. Svo athug- um við um kvöldmatarleytið hvort ekki sé allt í lagi með hangikjötið og hefur reyndar komið fyrir að fari of mikið af því, en ekki meira um það. Með hangikjötinu er að vísu soðinn magáll sem við fáum að borða með laufabrauði, uppstúfi og kartöflum. Á jóladag er svo auðvitað borðað kalt hangikjöt. ,JVlálti bakka með rjttptma“ Bjarni Hafþór Helgason hjá Eyfirska sjónvarpsfélaginu var eitt fórnarlambanna sem rakt- ar voru úr garnirnar varðandi jólamatinn. aðfangadag var ég alinn upp við það alla mína æsku að borða rjúpur, og því fylgdi alveg sérstök jóla- stemmning. Ég mátti bakka með þetta þegar ég gekk í hjónaband- ið eins og margt fleira og fæ í staðinn mjög ljúfa reykta svína- steik. Ég er þó ekki svikinn af þeim skiptum. Með þessu er allt það viðeigandi meðlæti sem nöfnum tjáir að nefna. Á jóladag er svo borðað hangi- kjöt hjá tengdaforeldrunum upp úr hádeginu eða þegar fólkið vaknar. Þorláksmessa er sá dagur sem allir eru mjög uppteknir, og þá hefur ekki skapast nein sérstök hefð í matarvenjum. En hangikjötsilmurinn upp úr hádegi á aðfangadag verður þess valdandi að ekki er nokkur leið að standast að smakka smá bita og þar gildir það sama um smá- kökurnar og laufabrauðið sem að vísu er falið fyrir mér mjög oft. Svo ég fái nú aðeins að smakka rjúpur, hef ég laumast austur á Húsavík til foreldra minna á milli jóla og nýárs með fjölskylduna með mér. Þá hefur móðir mín rjúpur upp á gamla móðinn og ég rifja þar aftur upp gömlu jóla- stemmninguna. „Áekkieigiiiheíð“ „Þetta er svo ruglingslegt með mig,“ sagði Pétur Einarsson leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar þegar hann var spurður um hefðbundinn jólamat. Hann sagði að undanfarin ár hefði ekki ríkt sérstök hefð hjá sér varðandi mat urn jól. / meðan ég óx upp, voru alltaf rjúpur á borðum hjá foreldrum mínum á aðfangadagskvöld. Seinna var ég hjá öðru fólki sem borðaði skinkulæri. Síðan dvaldi ég hjá enn öðru fólki, þar var borðaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.