Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 29

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 29
19. " 1987 i nafn á jólasveininum ákaflega skrýtið. „Pað er föst regla hjá þeim eitt hundrað íslendingum sem búa í Perth að koma saman 1. desem- ber og minnast jólanna sameigin- lega. Samkoman fer fram í stór- um skemmtigarði: Þar er grillað, jólasveinninn kemur í heimsókn og á eftir er farið í ýmsa leiki. Við reyndum alltaf að halda okkar jól og vorum með íslensk- an mat. Létum reykja handa okkur kjöt fyrir jólin og skipt- umst á jólakveðjum við fólkið heima. Við fengum á milli 40 og 50 jólakort að heiman og ég held að það hafi örugglega enginn íslendinganna fengið eins mörg kort og við, enda býsnuðust þeir mikið yfir því.“ - Héldu íslendingarnir vel hópinn? „Já. Þeir hafa með sér ágætan kunningsskap og halda uppi spurnum hver um annan. Um tíma var komið saman einu sinni í mánuði og spiluð félagsvist á heimilunum til skiptis. Það var ákaflega gaman.“ - Fenguð þið fréttir að heim- an, t.d. blöðin? „Við skrifuðumst mikið á við fólkið heima og það var ákaflega duglegt að skrifa okkur. Það voru aðaltengslin okkar við það og svo fengum við líka Feyki sendan.“ Magnús í girðingarvinnunni. Það sat í okkur að fara heim - Plagaði heimþráin ykkur mikið? „Ekki beint. Við- skruppum hingað tvisvar á tímabilinu í heimsókn og Kidda í eitt skipti betur. Við vorum alltaf á þessu Brugðið á leik á jólahátíðinni. flakki. En það er svo skrýtið með það, að fyrst maður var orðinn svona fullorðinn þegar við fórum út, þá var eins og það sæti alltaf í manni að fara heim,“ sagði Magnús. „Sigga litla sem var 5 ára þegar við fluttum út var strax alveg ákveðin að fara heim aftur. „Ég vil ekki týna íslenskunni. Þið verðið að tala við mig íslensku því ég ætla heim aftur,“ sagði hún og strax við fyrsta tækifæri lét hún líka verða af því. Fyrir 6- 7 árum skrapp hún hingað á milli skóla og var hér 8 mánuði í fisk- vinnu hjá Kirkjusandi í Reykja- vík ásamt ástralskri vinkonu sinni. Svo ákvað hún í fyrra að flytja heim og var því komin ári á undan okkur. Hún var í mjög góðri og öruggri vinnu hjá ríkinu, en það aftraði henni ekki frá því að koma heim.“ - Hvernig er afkoma Ástralíu- búa? „Þeir sem hafa atvinnu lifa ágætu lífi. En atvinnuleysi er tals- vert þarna sérstaklega meðal yngra fólks og maður verður var við mikið vonleysi í ungu fólki. Þegar ungir krakkar sem hættir eru í skóla eru spurðir, af hverju þeir haldi ekki áfrani að læra, er svarið: Til hvers! Þegar auglýst er starf fyrir unglinga, sækja 50-100 um og síðan er þeim sagt að þau verði látin vita. Og svo bíða þau án þess að fá nokkurn tímann að vita neitt. Mörg þeirra voru búin að sækja svo oft um að þau voru hætt að standa í því, búin að gef- ast upp. Enda skilur maður það vel að fólk fyllist vonleysi þegar því er ekki einu sinni svarað. Ég á ekki gott með að skilja hvernig stendur á þessu atvinnuleysi. Því nú gefur landið mikið. Ávaxta- rækt er mikil og námugröftur, járn og gull og nýlega fundust að því sagt er auðugustu demanta- námur í heimi.“ Fólk getur misst vinnuna fyrirvaralaust - Þú sagðist, þegar ég bað um þetta viðtal, alltént vita að Islendingar hefðu það gott, en þeir kynnu bara ekki að meta það. var sagt einn morguninn að hann þyrfti ekki að mæta oftar. Hann krafðist skýringa en fékk engin svör. Ég gekk eftir skýringunni, sem var sú að hann hefði skropp- ið út úr húsinu sem hann var að vinna í til að fá sér að reykja. Það þurfti ekki meira. Þetta var mikið áfall fyrir manninn, en hann fékk vinnu annars staðar svo það bjargaðist þannig lagaö. Mér fannst líka slæmt, að það að litlu að ég yrði rekinn fyrir þetta. Ef mannskapurinn á verk- stæðinu hefði ekki staðið á bak við mig og hótað að ganga út, hefði svo farið. Ég er þó ekki að segja að svona hafi þetta verið alls staðar, en töluvert um það.“ Með áætlunarbíl yfir þvera Ástralíu - Ferðuðust þið rriikið? „Nei, það var ósköp lítið. Lítið meira en heimsóknir til barnanna okkar. Unnur bjó í 350 kílómetra fjarlægð og við fórum nokkrum sinnum til hennar. Það var ekki svo lengi verið að aka þangað eft- ir malbikinu. Öllu lengra var til Hilmars sem býr í Queensland- fylki alveg hinum megin, á norð- austurströndinni. Þangað fórum við tvisvar með áætlunarbíl. Ferðast var dag og nótt og tók ferðin 3 sólarhringa. Þá gerði maður sér vel grein fyrir hvað Ástralía er stór. Farið var yfir Nullarbrorsléttuna um lengsta beina veg heimsins. Landslagið meðfram veginum er ósköp til- breytingalíiið. Þó maður svæfi í 2 tíma fannst inanni þetta vera sami runninn og fór fyrir glugg- ann rétt áður en maður sofnaði. Annars er mjög fallegt í Ástralíu og líklega mundum við ferðast Frá 1. des. hátíð íslendinga í Perth. I Á ferðalagi skammt frá borginni Albany, sem er suður með vesturströnd- inni, ásamt Þórólfi bróður Kiddu, sem brá undir sig betri fætinum og kom í heimsókn. „Já þeir eiga gott að hafa atvinnuöryggið, það held ég að sé það sem mest skortir í Ástralíu. Menn vita ekkert með vissu hvað þeir halda vinnunni lengi. Það eru mörg dæmi þess að menn missi vinnuna 45-50 ára og cftir það er nær ógjörningur fyrir þá að fá vinnu annars staðar. Þeir eru þá taldir vera orðnir of gamlir fyrir vinnumarkaðinn. Þegar ég var að girða í kringum hús sem ríkið átti, leigði þar smiður u.þ.b. 45 ára. Hann hafði misst vinnuna á þeim forsendum að hann væri orðinn of gamall. Það var greinilegt á því sem hann var búinn að laga kringum húsið að þetta var góður smiður og dug- legur. Ég hefði skilið ef þeir hefðu rekið mig því ég var þó réttindalaus, en að hann skyldi vera rekinn var mér óskiljanlegt. Mátti ekki tjá mig við vinnufélagann Svo veistu aldrei nema þú verðir rekinn. íslendingi sem vann með mér, góðum smið á besta aldri, var eins og maður mætti ekki tjá sig um hlutina, eins og fólk gerir hérna. Hér segir hver maður það sem honum býr í brjósti, en það munaði ekki nema hársbreidd einu sinni að ég yrði rekinn bara vegna þess að ég talaði of mikið. Við smiðirnir fengum tíma- áætlanir á verkin. Við vorum að smíða eldhússkápa og það var alveg sama hvort þeir voru ein- faldir eða með einhverju mixi, að alltaf var ætlaður sami tíminn á fetið. Ég fór að gagnrýna þetta við vinnufélaga minn og sagði að það færi hvert fyrirtæki fljótlega á hausinn á að vinna eftir svona áætlunum. Daginn eftir kallaði verkstjórinn minn á mig og spurði hvort ég hefði verið að segja eitthvað við vinnufélaga minn daginn áður. Eftir svolitla umhugsun minntist ég gagnrýn- innar á áætlunina. Þá sagði hann mér að ég skyldi aldrei aftur tala um það við næsta mann hvað mér fyndist um hlutina. Ég skyldi frekar tala um það við hann sjálfan. Það hefði nefnilega mun- meira um ef við skryppum þang- að í heimsókn. Þá hefðum við meiri tíma en þegar við bjuggum þar. Perth borgin sem við áttum heima í er ákaflega falleg borg. Heimili okkar var upp við hæðirn- ar þar sem mikið er um ávaxta- ekrur; epli, appelsínur og vímið. Þaðan var aðeins 20 mínútna akstur niður að baðströndinni. Við vorum reyndar ekki dugleg að nota hana,“ sagði Magnús. Heimferðin var fljótlegri en ferðin út 19 árum fyrr. Flugið til London tók tæpan sólarhring. Hilmar sonur þeirra, sem kvænt- ur er stúlku frá Burma, er sá eini úr fjölskyldunni sem enn sem komið er hefur ekki hugað að neimför. Unnur kom heim í haust og mun gerast kennari við Grunnskólann á Sauðárkróki núna eftir áramótin. Jón Björn var fyrir stuttu búsettur á Krókn- um í ár, en dvelst nú í Perth þar sem kona hans er við nám. Öll eiga börn Magnúsar og Kristínar íslenska maka, að Hilmari undanskildum. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.