Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 9
i' I hamborgarhryggur. Eftir það hef ég eytt aðfangadegi hér og þar, svo matarvenjur þennan dag eru orðnar alger hrærigrautur. Þetta er orðið svo fjölbreytt að ég á mér ekki til neina eigin hefð og kann ég svo sem ekkert illa við það. Fyrir mér eru þó engin jól ef ekki er einhvern tíma heitt hangi- kjöt. Þetta er algjört skilyrði og oftast fæ ég hangikjöt og laufa- brauð á jóladag. Laufabrauðs- athöfnin, það að gera laufa- brauð, finnst mér mjög hátíðleg stund. Varðandi Þorláksmessu, hafa þær ekki liðið margar án þess að ég fái kæsta skötu, og er ég hrif- inn af henni. Skötu borðar maður bara einu sinni á ári, þennan dag og er því skemmtileg hefð. „Lyktin af sköt- rnrni nægði“ „Ég veit ekki hvað ég fæ að borða á aðfangadag,“ sagði Nói Björnsson, knattspyrnu- maður í Þór þegar við forvitn- uðumst um matarvenjur hans um jólin. g hef oft fengið reyktan svínakamb og ólst reynd- ar upp við það, sagði hann, en maður veit aldrei hvað gerist. Ég kem lítið nálægt matn- um að öðru leyti en að borða hann og borða þá vel, annars skipti ég mér ekki af honum. Nói sagði að allt væri inni í myndinni varðandi hugsanlegar breytingar og að hann kynni alls ekki illa við að breyta út af venjum. Eini virkilega fasti punkturinn í matarvenjum Nóa er á jóladag þegar hann, eins og flestir, borð- ar kalt hangikjöt með laufa- brauði að sjálfsögðu. Það hefur ekki verið neitt ákveðið á Þorláksmessu. Skötu hef ég aldrei smakkað, lyktin hef- ur nægt mér. Þennan dag er mað- ur á hlaupum úr einu í annað og þá auðveldast að grípa í eitthvert snarl, sagði Nói að lokum. „Svínasteikur voru ekkikoitmar í tísku“ Hvað borða ráðherrar um jólin? Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra varð fúslega við því að svara þessu fyrir sína hönd. S aðfangadag reynum við yfirleitt að hafa rjúpur. Það er hin hefðbundna jólasteik okkar. í æsku borðaði ég að vísu ekki rjúpur, en kynnt- ist þeim með konunni minni og höfum við borðað rjúpur síðan. Fjölskyldan öll er hrifin af rjúp- unni og þætti heldur dapurt ef hún væri ekki á borðum á aðfanga- dag. Þegar ég var barn borðaði fjöl- skyldan yfirleitt lambakjöt, en svínasteikur voru ekki komnar í tísku þá. Á jóladag er hinn hefðbundni jólamatur, hangikjöt, laufabrauð og tilheyrandi. Við höfum ekki haft neinn sér- stakan sið á Þorláksmessu og höf- um aldrei komist upp á lagið með að borða skötu. Ég hef einu sinni á ævinni gert það en aldrei varð það að sið. Á Þorláksmessu er jólahangikjötið hins vegar soðið og það er ekki óalgengt að það sé smakkað á því um kvöldið. ,JPór með laufa- brauðið eins og komabam“ - segir Baldur Ágúst&son framkvæmdastjóri Baldur Ágústsson fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Akur- eyrar í Reykjavík varð fúslega við beiðni Dags um viðtal í jólablaðið. Hann hefur búið í Reykjavík síðan 1964, en held- ur samt fast í hefðbundið norð- lenskt jólahald. „Á jóladag borðar fjölskyldan alltaf norð- lenskt hangikjöt frá KEA,“ sagði Baldur er Dagur innti hann eftir því hvort jólahaldið væri öðruvísi hjá honum í Reykjavík en fyrir norðan. S g held að flestir séu þannig að þeir halda fast í þær venjur sem þeir eru aldir upp við. Hjá minni fjöl- skyldu er alltaf borðuð svínasteik á aðfangadag, en það var einnig gert hjá foreldrum mínum. Síðan er það hangikjötið á jóladag, eins og ég sagði áðan. Með því er laufabrauðið ómissandi, en það eru engin jól hjá okkur án laufa- brauðs. Hér áður fyrr fór konan mín alltaf norður til fjölskyld- jnnar þar og steikti laufabrauð. Þegar ég átti heimangengt fór ég líka með, en það var oft erfitt vegna vinnu minnar. Nú hins vegar tvö síðustu árin kaupum við laufabrauð af tveimur norð- lenskum konum hér í Reykjavík sem steikja það hér fyrir sunnan. En að sjálfsögðu er það eftir norðlenskri uppskrift! - Hefur þú haldið jól fyrir utan landsteinana? „Já, einu sinni í Danmörku. Þá voru dætur mínar tvær staddar þar ásamt eiginmönnum sínum við nám. Þá fórum við öll fjöl- skyldan og héldum jólin hátíðleg í Kaupmannahöfn. Það var í sjálfu sér ekkert mjög öðruvísi en hér heima því þarna var öll fjöl- skyldan samankomin og við kom- um með hangikjötið og laufa- brauðið með okkur. Mér er það alltaf minnisstætt að ég hélt á laufabrauðinu í fanginu í flugvél- inni eins og kornabarni og tókst að koma því að mestu leyti óbrotnu til Danmerkur!“ - Nú varst þú í mörg ár versl- unarstjóri hjá KEA og síðan hjá Silla & Valda í Reykjavík. Hvernig var það að fara síðan í annað starf sem ekki krafðist ómældrar vinnu fyrir hátíðina? „í fyrstu var það hálftómlegt og skrýtið að sjá flesta kunningj- ana vera á fullu, en maður sjálfur hafði það náðugt. En síðan fannst mér það ósköp notalegt og nýt þess núna að fara í búðir í rólegheitum fyrir jólin og myndi alls ekki vilja skipta um hlutverk." Svo mörg voru þau orð Baldurs Ágústssonar og þökkum við honum kærlega fyrir spjallið. AP Við sendum okkar bestu jóla- og nýársóskir til viðskiptavina okkar og landsmanna Þökkum viðskiptin <r 19. DESEMBER 1987 - DAGUR - 9 / Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á árinu. skRpcit Gullsmídastofan Hafnarstræti 94, simi 96-24340 KŒj'XI HMNARS1RA1I 94 fcOO AK( iRtYRI SIMI 96-HMO Sendum öllum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári cPzái6myn(lir~' Hafnarstræti 98, sími 23520 / J '\ n Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Akurliljan Hafnarstræti 106, sími 24261. Verslun fyrír alla aldurshópa. V \ Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem er að líða % S.E VALSMÍÐI AKUREYRI Frostagötu 6, sími 23003. (T / Á, Oskum Olafsfírðingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Bæjarstjóm ÓlaMjarðar ^ ttti & ____ Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin. jhársnyrti \stofan i’Skipagötu 12, 2. hæð, sími 23022. \ n ý/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.