Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 28

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 28
- DAGUR 19. DESEMBER 1987 „Það var eins og það sæti atltaf í okkur að tka heim“ - spjallað við Magga og Kiddu á Sauðárkróki, sem bjuggu 19 ár í Ástralíu „Nei, það er eins og við höfum farið í gær. Þó að bær- inn hafi stækkað mikið síðustu árin, er umhverfið það sama og fólkið hérna jafnelskulegt og áður,“ sögðu hjónin Magnús Jónsson og Kristín Helgadóttir sem í vor komu aftur heim til Sauðárkróks eftir að hafa búið í Ástralíu í 19 ár. Það var vegna langvarandi heilsuleys- is Magnúsar að fjölskyldan flutti til Ástralíu árið 1968. Ofnæmi þjakaði hann, læknar fundu ekki af hverju það stafaði, en töldu þó að það tengdist eitthvað andrúms- loftinu og það yrði til bóta fyrir hann að breyta um loftslag. Bæði eiga Magnús og Kristín rætur sínar að rekja til Sauðárkróks og nágrennis hans. Magnús er fædd- ur á Króknum árið 1925 og ólst þar upp meðal fjögura systkina. Kristín er fædd í Laxárdal í Húnavatnssýslu árið 1927 en for- eldrar hennar fluttu síðar í Tungu í Gönguskörðum og þar ólst hún upp frá 8 ára aldri í stór- um barnahópi. Leiðir þeirra lágu síðan saman og um jólin 1946 opinberuðu þau trúlofun sína í föðurhúsum Magnúsar í litla hús- inu að Aðalgötu 17, þar sem þau búa í dag. Þau keyptu það hús við heimkomuna frá Ástralíu sl. vor. Mánaðarferð frá Southampton til Perth Þó að þau Maggi og Kidda segist aldrei hafa haft neinar áhyggjur af morgundeginum, alltént hafi þær ekki haldið fyrir þeim vöku, að sögn Kiddu, hlýtur að hafa verið kvíði í fjölskyldunni þegar hún hélt upp í langt ferðalag til fjarlægrar heimsálfu í febrúar árið 1968. Sigríður, yngri dóttir- in, var þá aðeins 5 ára, Hilmar 12 ára, Unnur á fjórtánda ári og Jón Björn varð 18 ára daginn sem lagt var í ferðina suður á bóginn. Sjöundi fjölskyldumeðlimurinn Helgi sem var 20 ára kom ekki með. Hann hafði þá í nokkurn tíma verið í siglingum á skipum Eimskipafélagsins og ár var liðið frá því hann sá fjölskyldu sína. Helgi fór síðan veturinn eftir í Stýrimannaskólann og er í dag stýrimaður á Hofsjökli. Sexmenningarnir kusu að fara langleiðina til Ástralíu með skipi. Ævintýraþráin blundaði undir niðri og þeir vildu sjá svolítið meira af heiminum áður en fast land yrði undir fótum í nýjum heimkynnum. Tók ferðin frá Southampton í Englandi til Perth á vesturströnd Ástralíu 4 vikur. í þessari borg, sem er sú lang- stærsta á vesturströndinni með um milljón íbúa, bjó fjölskyldan af Króknum í öll árin 19. En hvernig var koman til Ástralíu, voru viðbrigðin ekki mikil? „Ég læt það allt vera. Við kom- um út í mars, einmitt þegar haustið var nýgengið í garð og regntíminn byrjaður. Það var því ekki mikill hiti á daginn og beinlínis hráslagalegt á nóttunni. Við bjuggum í múrsteinshlöðnu húsi með timburgólfi, sem súgur- inn komst vel undir svo það var dálítill gegnumtrekkur í því. Eini varminn í húsunum þarna er frá arineldinum svo að við söknuð- um hitaveitunnar svolítið. Ann- ars var fyrsti veturinn okkar sá langkaldasti af þeim sem á eftir komu og ekki var hægt að kvarta undan tíðarfarinu. Það var alveg himneskt og okkur leið ákaflega vel þó að við kunnum betur við okkur hérna heima,“ sagði Magnús. Smiður án sveinsbréfs - Hvað fékkst þú að gera eftir að þú komst út? „Síðustu 5 árin hérna heima hafði ég unnið á trésmíðaverk- stæði. Þegar við komum út hafði íslendingur, sem þarna var Kidda og Maggi heima í stofu á Aðalgötunni. búsettur og ég var í sambandi við, ráðið mig sem smið á tré- smíðaverkstæði, þó að ég hefði engin smiðsréttindi. Ég vann síð- an á verkstæðinu í 5 ár. Fór þá að vinna sjálfstætt við að girða lóðir. Kristín fékk vinnu á matsölustað og vann þar lengst af hálfan vinnudag." - Batnaði þér ofnæmið við að fara út? „Já, það hvarf algjörlega og Kidda sem hafði haft eymsli í eyrum varð miklu betri í þeim.“ - Og hefur verið allt í lagi eftir að þið komuð heim? „Já. Við höfum ekki kennt okkur neins meins. Hitann úti Ásamt fjölskyldu sonarins Hilmars. þoldum við vel, utan ég síðustu 2 árin. Þegar ég kom heim í vor lét ég mæla í mér blóðþrýstinginn og kom þá í ljós að ég var með allt of mikið blóð og þurfti að dæla heilmiklu úr mér. Það hefur lík- lega verið ástæðan fyrir því að ég var farinn að þola hitann illa.“ - Hvernig er heilbrigðisþjón- ustan í Ástralíu? „Hún er ágæt, en samt ekki eins góð og hér. Og við erum sannfærð um að við eigum mun færari lækna en þeir. Það var allt- ént mín reynsla af þeim,“ sagði Magnús. í kvöldskóla ásamt fólki frá mörgum þjóðlöndum - Hvernig gekk ykkur að ná mál- inu? „Ég átti í svolitlum erfiðleikum með það, vegna þess að í minni vinnu á trésmíðaverkstæðinu hafði ég frekar lítil samskipti við annað fólk. Það var miklu auð- veldara fyrir Kiddu þar sem hún umgekkst svo marga í sinni vinnu á matsölustaðnum. Við fórum í kvöldskóla, en mér fannst erfitt að nema þar. Þegar maður er búinn að vinna allan daginn, kominn á þennan aldur, er mað- ur ekkert sérstaklega móttækileg- ur á kvöldin," sagði Magnús. „Þarna var fólk frá 6-7 þjóð- löndum sem allt hafði sinn framburð. Kennarinn var léttur og skemmtilegur karl og sagði alltaf: Very good, very good. Ég var stundum að hugsa um það hver bæri þetta nú rétt fram. Krökkunum gekk öllum mjög vel í skóla og þeir voru fljótir að ná málinu. Þetta var svolítið erfitt í fyrstu fyrir yngstu krakk- ana. Hilmar var 12 ára og kunni auðvitað ekki stakt orð. Hann þurfti til að byrja með að læra með mun yngri krökkum, gott ef hann byrjaði ekki í fyrsta eða öðrum bekk. í frímínútunum voru krakkrnir svo að sýna hon- um hvað þessi og þessi hlutur héti og hann var mjög fljótur að ná þessu. Eins var með Siggu þegar hún var komin af stað, en hún var voðalega neikvæð í fyrstu. Það var heilmikil! grátur fyrstu 2 mánuðina og ég þurfti yfirleitt að fara með henni í skólann. Hún gat ómögulega skilið af hverju hún þyrfti að fara í skólann. „Ég skil engan og enginn skilur mig,“ sagði hún. Eftir 2 mánuði talaði ég við kennarann og þá sagði hann að hún læsi eins vel og hinir krakkarnir,“ sagði Kristín. - Nú er hásumar í Ástralíu þegar jólahátíðin gengur í garð. Jól við steikjandi sól og flugnager „Já, okkur fannst fyrstu jólin svo- lítið skrýtin. Okkur var boðið í garðveislu til finnskrar konu sem við kynntumst. Það var steikj- andi hiti og allt morandi af flug- um og okkur fannst síður en svo jólalegt." - Er jólahaldið hjá þeim líka öðruvísi? „Vegna sumarsins og hitans er fólk lítið inni við á þessum tíma og leggur því mun minna upp úr mat en við gerum. Annars er annað umstang í kringum jólin svipað. Sölumennskan söm við sig, farið að auglýsa ýmsan varn- ing löngu fyrir jól og jólasveinin- um, sem þeir kalla Father Christmas, er komið fyrir í stóru vörumörkuðunum.“ Kristín sagði að sér hefði fundist þetta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.