Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. janúar 1988 Ljót mynd af slysstað. I þessu tilfelli slapp ökumaður ómeiddur og má teljast heppinn. Erfið samkeppnisstaða inniendrar bakaraiðnar - segir Júlíus Snorrason vegna breytinga á toliskrá Akureyri: Árekstrum fjölg- aði mjög 1987 Á síðasta ári fjölgaði árekstr- um í umferðinni á Akureyri úr 780 1986 í 924. Þarna er um 18% fjölgun að ræða. Flestir þeirra, eða 113 áttu sér stað í október, þar á eftir eru febrúar og desember með 95 árekstra hvor mánuður. Á þessum tíma hefur bifreiðum á Akureyri fjölgað um 1000 en þó er talið Húnavatnssýslur: Umferðarslysum fjölgaði um fjórðung Árið 1987 var mikið slysaár í Húnavatnssýslum og fjölgaði óhöppum í umferðinni um fjórðung á milli ára. Einnig varð mikið af alvarlegum slys- um sem urðu með öðrum hætti. Óhöpp í umferðinni urðu 137 á síðastliðnu ári, þar af eitt dauða- slys og í mörgum tilvikum urðu veruleg meiðsli á fólki. Árið 1986 voru óhöpp í umferðinni 91 og er því þarna um töluverða aukningu að ræða á milli ára. Fjórir menn fórust í flugslysi, skammt frá flugvellinum á Blönduósi, er flugvél fórst þar skömmu eftir flugtak. Einn mað- ur fórst í slysi á dráttarvél og eru dauðsföll á nýliðnu ári því orðin 6 að tölu. Talsvert mörg ár eru liðin frá því að dauðaslys varð síðast í umferðinni í Húnaþingi, þar til á nýliðnu ári. fh Þrjár sveitir berjast um meist- aratitilinn í Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar, þegar tveimur umferðum er ólokið. Aðrar sveitir koma varla til með að blanda sé í þá baráttu. Ellefta umferð var spiluð sl. þriðjudag. Úrslit urðu þessi: Sv. Kristjáns Guðjónssonar - sv. Ragnhildar Gunnarsd.: 25-2 Sv. Sveinbjörns Jónssonar - sv. Grettis Frímannssonar: 21-9 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar - sv. Zarioh Hamadi: 21-9 Sv. Hellusteypunnar - sv. Gunnlaugs Guðmundss.: 19-11 Sv. Sigurðar Víglundssonar - sv. Gunnars Berg: 16-14 Sv. Ormars Snæbjörnssonar sat yfir og hlaut 18 stig. Leik sv. Sporthússins og sv. Gylfa Pálssonar var frestað. Alls taka 13 sveitir þátt í keppninni og er spilaður einn 32ja spila leikur á kvöldi. Keppnisstjóri er Albert Sig- urðsson. Þegar tveimur umferðum er ólokið er staða efstu sveita þessi: 1. Kristján Guðjónsson: Stig 211 2. Hellusteypan: 209 3. Stefán Vilhjálmsson: 201 4. Grettir Frímannsson: 187 að það sé ekki skýringin á hinni miklu fjölgun árekstra. I 36 tilfellum var um slys á fólki að ræða og á árinu voru tvö banaslys. Lögreglan flokkar árekstra í tvo flokka, þá sem gerðar eru skýrslur um og þá sem vísað er beint til tryggingafélaga. Peir árekstrar sem gerðar voru skýrsl- ur um á síðasta ári voru alls 543. Ýmsar orsakir liggja að baki árekstra og umferðarslysa. Ef þeim árekstrum, sem skýrslur voru gerðar um, er skipt í orsaka- flokka, verða flestir árekstrar, eða 117 vegna þess að aðalbraut- arréttur er ekki virtur. Næst á eftir, eða í 107 tilfellum, vegna þess að umferðarréttur er ekki virtur. Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði í samtali við Dag, að mjög alvarlegt væri hversu há þessi tíðni er. Paó að svo margir virði ekki aðalbrautarrétt leiði hugann að því, hvort ekki væri réttast að svipta ökumenn réttindum vegna þessa brots. í þriðja sæti yfir orsakir árekstra er að ógætilega er ekið afturábak sem svo sannarlega er athyglisverður punktur. Árekstr- um vegna ölvunar við akstur fjölgaði úr 7 1986 í 14 á síðasta ári, eða um 100%. „Nú hefur verið rætt um að taka upp hér á landi svokallað punktakerfi, sem alþekkt er erlendis. Pað virkar þannig að menn fá punkta í skírteinið sitt í hvert sinn sem þeir brjóta umferðarlögin og þegar ákveðn- um punktafjölda er náð, eru öku- menn sviptir skírteininu," sagði Ólafur að lokum. VG 5. Gunnlaugur Guðmundss.: 171 6. Sveinbjörn Jónsson: 169 Næstsíðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 26. janúar og hefst spilamennskan kl. 19.30 í Félagsborg. „Þaö hættu þrír starfsmenn hjá okkur um áramótin en það er eins og gengur, þetta eru ekki meiri eða minni uppsagnir en hafa verið undanfarin ár. Nú fer í hönd rólegasti tíminn hjá bökurum og við því er ekk- ert að gera,“ sagði Júlíus Snorrason, bakarameistari hjá Brauðgerð Kristjáns Jónsson- ar á Akureyri, þegar hann var spurður að því hvort starfsfólki hefði fækkað hjá brauðgerð- inni. Júlíus var spurður um almenna afkomu fyrirtækisins í fyrra, og sagði hann þá að engar endanleg- ar tölur lægju fyrir um reksturinn á árinu 1987. Þó væri ljóst að síð- asta ár hefði verið Brauðgerðinni frekar óhagstætt frá rekstrarlegu sjónarmiði. „Við vonumst þó til að vera réttum megin við núllið,“ sagði Júlíus. Á síðasta ári voru flutt inn um fjögur hundruð tonn af erlendum kökum til landsins. Júlíus sagði að þessi innílutningur stæði eðli- legum vexti innlendrar bakara- iðnar nokkuð fyrir þrifum. Þrátt fyrir framleiðsluaukningu á síð- asta ári væri afkoman ekki betri en raun bæri vitni, og spilaði söluskattur og vörugjald verulega inn í afkomuna, því auknar opin- berar álögur hefðu ekki farið út í verðlagið að neinu marki. - En hvaða áhrif hafa breytt tollalög á afkomu innlendrar brauðgerðar? „Erlendar kökur lækka í verði um 10% á meðan innlendar kökur hækka um 13%. Þarna myndast því 23% bil á milli innlendrar og erlendrar Nýlokið er á Sauðárkróki vinnuvélanámskeiði sem Vinnueftirlit ríkisins og Iðn- tæknistofnun stóðu fyrir. Þátt- takendur í námskeiðinu voru 14 af svæðinu frá Fljótum og vestur í Bólstaðahlíð. 1. mars nk. hefst á Blönduósi sams konar námskeið fyrir véla- vöru. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvaða áhrif þetta hef- ur á innlenda markaðinn. Við bendum t.d. á að óhollum rot- varnarefnum er dælt í innfluttar kökur en slík efni eru ekki notuð hjá Brauðgerð Kristjáns Jónsson- ar,“ sagði Júlíus Snorrason. menn úr Húnavatnssýslum. Við hóf sem haldið var þegar nemendur fengu prófskírteini sín afhent mætti meðal annarra Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands íslands, en hann átti mikinn þátt í því að farið var að halda slík námskeið. Gat Guðmundur þess í máli sínu hve mikilvæg slík starfsfræðslunámskeið eru og árangur þeirra spari þjóðfélaginu í heild ómæld verðmæti. En því miður geri sér ekki allir grein fyr- ir því. Bæði Guðmundur og aðal- leiðbeinandinn Svavar báðu vinnuvélamennina að meta starf sitt að verðleikum og líta svolítið stórt á sig. Segja ekki eða hugsa: Ég er bara vinnuvélamaður. Full ástæða væri til þess að sýna metnað. Starfið sé ábyrgðarmik- ið og gegni lykilhlutverki í þjóð- félaginu í dag, t.d. í byggingar- iðnaðinum. Fjórir af 5 leiðbeinendum á nám- skeiðinu komu að sunnan. Aðal- leiðbeinandinn Svavar Svavars- son, Tómas Grétar, Karl Sig- hvatsson og Ágúst Guðmunds- son. Einnig leiðbeindi Stefán Stefánsson starfsmaður vinnueft- irlitsins á Norðurlandi vestra á námskeiðinu. Þá lánaði Pálmi Friðriksson vinnuvélaeigandi vél- ar til kennslunnar. -þá Þátttakendur og leiðbeinendur á vinnuvélanámskeiðinu ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni sem viðstaddur vai afhendingu skírteina. Mynd: þá Akureyrarmót B.A.: Spennan eykst - einungis þrjár sveitir eiga nú möguleika á titlinum EHB Sauðárkrókur: Vinnuvélamenn á námskeiði - „Starfið er ábyrgðarmikið,“ segir Guðmundur J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.