Dagur - 22.01.1988, Side 22

Dagur - 22.01.1988, Side 22
22 - DAGUR - 22. janúar 1988 i spurning vikunnar -ii fþróttir i Hvernig líst þér á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar? Spurt á Sauðárkróki Hrafnhildur Pedersen: Ekki vel. Efnahagsaðgerðirnar í dag koma öllum launþegum illa. En mér finnst fólk vera dautt fyr- ir þessu og held að þeir fái að komast upp með að svíkja allt sem þeir voru búnir að lofa. Ég hef samt ekki trú á að þessi stjórn sitji út kjörtímabilið. Kolbrún Amundadóttir: Það er enn ekki komið í Ijós hvernig staðgreiðslan og matarskatturinn koma út, en mér líst ekki vel á þetta. Það er kannski möguleiki á að hún sitji út þetta ár. Ágúst Eiðsson: Verk hennar eiga eftir að sanna sig. Ég hef trú á því að hún sitji út kjörtímabilið. Jónas Svavarsson: Þetta er ekki ríkisstjórn hins almenna launamanns og þeirra sem minna mega sín, heldur atvinnurekenda og breiðu bak- anna. Mér finnst hún ekki hafa gert neitt til bóta og á ekki von á að hún sitji út kjörtímabilið. Haukur Björnsson: Mér leist nokkuð vel á hana til að byrja með, en líst ekkert vel á hana núna. Það er sérstak- lega matarskatturinn sem mér líkar ekki við. Mér finnst sú aðgerð ekki stefna í rétta átt. Nær hefði verið að leggja á munaðarvörurnar en nauðsynj- arnar. Lífdagar stjórnarinnar fara mikið eftir viðbrögðum verkalýðsins þegar farið verður að semja um kaup og kjör. Keppni í 1. deildinni í handbolta hefst að nýju á sunnudag: FH sækir Þór heim - KA mætir Stjörnunni í Kópavogi á sama tíma Keppni í 1. deild á íslandsmót- inu í handknattleik hefst að nýju á sunnudagskvöld með fyrstu leikjunum í seinni umferð. Ekkert hefur veriö leikið í deildinni síðan um miðjan nóvember, vegna verk- efna landsliðsins. FH og Valur sitja á toppi deildarinnar með 16 stig að loknum 9 umferðum og hafa ekki tapað leik til þessa. Þórsarar fá FH-inga í heim- sókn á sunnudagskvöld og hefst leikurinn sem fram fer í Höllinni kl. 20. Á sama tíma sækja KA- menn Stjörnuna heim í Digranes í Kópavogi, ÍR og Víkingur mæt- ast í Laugardalshöll og Valur og Fram í Valshúsinu. Á mánudags- kvöld lýkur síðan 10. umferð með leik KR og UBK í Laugardais- höll. Staða akureyrarliðanna er alls ekki glæsileg, Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig í deildinni og KA- menn aðeins 7 stig. Það þarf mik- ið að gerast til þess að Þór haldi sæti sínu en í boði eru 18 stig og stríðið er aðeins hálfnað. KA kemur ekki til með að blanda sér í toppbaráttu að þessu sinni og liðið þarf að einbeita sér að því að halda sæti sínu. KA hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til liðsins voru gerðar í haust en liðið hefur alla burði til þess að gera mun betur. Það var ljóst strax í haust að veturinn yrði langur og strang- ur hjá Þórsurum en liðið hefði getað verið búið að ná í stig með smá heppni. // Brynjar Kvaran þjálfari KA: Petta er ijögurra stiga leikur" „Við komum til með að þurfa að hafa fyrir því að halda sæti okkar í deildinni, það er alveg Ijóst. Við munum heyja bar- áttu við að minnsta kosti fjög- ur önnur lið á botninum og það verður hart barist á milli þess- ara liða um hvert stig,“ sagði Brynjar Kvaran þjálfari KA í handbolta í samtali við Dag. - Ertu sáttur við árangur KA- liðsins það sem af er? „Ég tel að staða liðsins sé Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs: Víð þurfum að //v ,w r ,UI 11 1 bíta á jaxlinn // „Þó svo að staðan sé slæm, þýðir ekkert að hengja haus og gefast upp. Menn verða bara að bíta á jaxlinn og hafa trú á Erlendur Hermannsson, þjálfari Þórs. Staðan Staðan í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattlcik nú þcgar seinni umferðin er að hefjast, er þessi: FH 9 7-2-0 255:194 16 Valur 9 7-2-0 191:140 16 UBK 9 6-0-3 189:189 12 Víkingur 9 5-0-4 224:206 10 Stjarnan 9 4-1-4 202:217 9 ÍR 9 3-2-4 191:204 8 KA 9 2-3-4 175:189 7 KR 9 3-1-5 189:204 7 Fram 9 2-1-6 203:223 5 Þór 9 0-0-9 175:228 0 því sem við erum að gera,“ sagði Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs í handbolta í sam- tali við Dag. „Það hefur vantað sjálfstraust í leikmenn liðsins en ef það lagast er ég ekki í vafa um að við getum unnið öll þessi lið í 1. deildinni. Við eigum ennþá möguleika á 18 stigum og því er fráleitt að gefast upp núna. Við höfum verið nálægt því að ná í fyrstu stigin en vantað herslumuninn á og þar má m.a. kenna reynsluleysi liðsins uin.“ - Hvernig líst þér á leikinn við FH? „Við eigum alveg möguleika á því að vinna FH. Það gekk allt upp hjá þeim í fyrri leiknum en ekkert hjá okkur. Við höfðum þó í fullu tréi við þá framan af leikn- um og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem þeir gerðu út um hann,“ sagði Erlendur Her- mannsson. nokkurn veginn eins og við var að búast en þó hefðum við átt að getað verið með um 4 stigum meira. Við höfum verið mjög óheppnir bæði í leikjum og eins varðandi meiðsli leikmanna. Það hefur verið mikið um meiðsli í Iiðinu en ef við sleppum við það í seinni umferðinni, þá er ég sæmilega bjartsýnn á framhald- ið.“ - Þið eigið leik við Stjörnuna á sunnudag og það er lið sem ykkur hefur ekki gengið neitt allt of vel með. Hvernig leggst sá leikur í Þig? „Já það er alveg rétt að okkur hefur ekki gengið neitt allt of vel á móti Stjörnunni. Þetta eru lið af svipuðum styrkleika og við eig- um að geta lagt þá að velli á góð- um degi. Þetta er fjögurra stiga leikur, því þetta er eitt af þeim liðum sem við erum að berjast við í neðri hluta deildarinnar." - Kemur liðið vel undirbúið í lokaslaginn? „Já ég mundi segja það. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur og þá sérstaklega frá áramótum. Ef menn halda áfram á sömu braut, er ég ekki í vafa um að okkur á eftir að ganga vel. En það má þá heldur ekkert út af bera,“ sagði Brynjar Kvaran. Brynjar Kvaran, þjálfari KA. Blak: KA mætir IS - í Hagaskóla á morgun Karla- og kvennalið KA í blaki leika gegn IS fyrir sunnan á morgun laugardag. Karlalið ÍS er mjög sterkf um þessar mundir og hefur unnið alla Ieiki sína í deildinni. KA- mönnum hefur einnig gengið vel í vetur og liðið er í hörku toppbaráttu. Kvennalið ÍS er um miðja deild en er þó nokkuð sterkt. KA-stelpurnar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og hafa aðeins unnið 1 af 7 leikjum sínum. Báðir leikirnir fara fram í Hagaskóla og hefst kvennaleikurinn kl. 15.15 en karlaleikurinn kl. 16.30.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.