Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 24

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 24
ÞORRAMATU R Eins og undanfarin ár býður Bautinn upp á sinn vinsæla þorramat. Þorrablótsnefndir og einstaklingar. Hafið samband og við munum gefa nánari upplýsingar. BAUTINN HF. SÍMI 21818. Samningar tókust í Hrísey Tekist hefur að gera bráða- birgðasamkomulag á milli Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri og Útgerðafélags Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey um laun fiskverkafólks þar, en þar er verið að taka upp nýtt vinnslukerfi, svokallaða flæði- línu. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli þessara aðila, en samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atvkæðum á fundi starfsfólks í gærdag. Sævar Frímannsson formaður Einingar sagðist í samtali við Dag vera all þokkalega ánægður með þann samning sem gerður var. „Ákveðið var að greiða fasta krónutölu ofan á tímakaup og ákveðna upphæð á hvert fram- leitt kíló. Vegna þessa nýja kerfis eru ekki til neinir ákveðnir staðl- ar til að miða við og mun því koma í ljós á næstu vikum hvernig þetta reynist." Hann sagðist reikna með að ef afköst verði góð, þýddi þetta einhverja kjara- bót. Samningurinn gildir til 31. mars en þá verður væntanlega gerður annar samningur sem verður bónussamningur og mun hann taka mið af reynslutímanum. Aðspurður um hvort þessi samningur gæti hugsanlega orðiö fyrirmynd á öðrum stöðum sagð- ist Sævar ckki reikna með því. „Hann gæti hugsanlega verið það á þeim stöðum sem hafa svipaða línu.“ VG Þau voru að skera niður og ganga frá alls konar góðgæti sem notað verður í þorrabakkana frá Kjötiðnaðarstöð KEA. F.v. Sigríður Sveinsdóttir, Birgitta Reinaldsdóttir, Ármann Kjartansson og það er hann Rúnar Magnússon sem er lengst til hægri. Kjötiðnaðarstöðin útbýr bakkana sem seldir eru í kjörbúðum KEA. Gert er ráð fyrir að stöð- in útbúi á annað þúsund þorrabakka að þessu sinni. Mynd: Ár Þórshöfn: Drukknir á stolnum bíl Tveir unglingspiltar voru tekn- ir á Þórshöfn á stolnum bíl um síðustu helgi. Reyndust þeir vera undir áhrifum áfengis og við yfírheyrslur hjá lögreglunni viðurkenndu þeir að áfengið hefði verið keypt fyrir þá. Að sögn Jóns Stefánssonar lög- regluvarðstjóra á Þórshöfn eru nokkur brögð að því að fólk panti vín fyrir unglinga. Sagði hann að lögreglan hefði komist að því hver hefðj keypt vínið fyr- ir piltana í þessu tilfelli og hefði viðkomandi verið kærður fyrir vikið. Jón sagði að erfitt væri að koma í veg fyrir að fullorðið fólk keypti vín fyrir unglinga, en hann hefði áhyggjur af að sífellt yngri krakkar hefðu nú vín undir höndum. AP Kjarasamningar VMSÍ án ASÍ: „Sjálfsagður og eðlilegur hlutur“ - segir Asmundur Stefánsson „Okkar kerfi er þannig, að hvert verkalýðsfélag hefur umboð sjálft til að ákveða hvernig það fer með sína samninga. Það hefur legið Ijóst fyrir frá miðju sumri að nú yrði sainið á hverjum vettvangi fyr- ir sig,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ í samtali við Dag þegar hann var inntur álits á því að VMSÍ hefur ákveðið að rcyna samninga án aðildar ASÍ. Ásmundur sagði venjuna þá, að meta í hvert sinn sem Er karavæðing togara tímaskekkja?: „Svona reglugerð ber vott um mikla þröngsýni“ - segir Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins um væntanlega reglugerð EBE „Það virðist vera um það að ræða hjá Efnahagsbandalaginu að þeir telji kassa henta betur, um borð í togurum, en kör. Ég er ekki búinn að skoða þau rök sem þarna liggja að baki en það er full ástæða fyrir okkur að skoða þetta mál vel,“ sagði Halldór Árnason fram- kvæmdastjóri Ríkismats sjáv- arafurða í samtali við Dag vegna fréttar um væntanlega lagasctningu EBE um löndun ísfísks. „Við verðum auðvitað, í sam- bandi við gæði sjávarafla almennt, að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í viðskipta- löndunum og hvernig við stönd- um gagnvart þeim lögum og reglugerðum sem þau setja,“ sagði Halldór ennfremur. Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins sagði í samtali við Dag að almenna umræðan um kassa og kör væri á þá leið, að hvor aðferð um sig hafi sína kosti og galla. „Hitastig í fiskinum er að öllu jöfnu lægra, sé hann geymdur í köruin og því geymist hann í raun betur í þeim. Petta er háð því að vandað sé til þegar fiskin- um er raðað í körin. Gallinn er hins vegar sá að neðsti fiskurinn verður fyrir meiri þrýstingi en í kössunum og því tapar hann svolítið meira vatni. Lausnin á þessu vandamáli hefur verið sú að láta fiskinn liggja í blöndu af sjó og ís. Þannig helst hann mjög kaldur og geymist vel,“ sagði Grímur. „Ef ég væri með mannskap sem kynni að ísa í kassa þá myndi ég alveg óhræddur velja þá aðferð," sagði Grímur þegar hann var beðinn um að velja á milli aðferðanna tveggja. Útibú RF á Neskaupsstað vinnur nú að tilraunum með nýja gerð af körum, með ís í hliðun- um. „Við teljum að þetta geti haft ýmsa kosti. í öliu falli þá er ísun á fiski í litla kassa ekki loka- lausnin,“ sagði Grímur. „Miðað við þær rannsóknir sem við erum að gera þá finnst mér svona löggjöf eins og Banda- lagið ætlar að setja, bera vott um mikla þröngsýni og er alveg gátt- aður á henni,“ bætti hann við. ET gengið er til samninga hvernig hagsmunum er talið best borgið. Karvel Pálmason sagði á fundi hjá Einingu á dögunum að þeir teldu ekki vera sameiginlegan farveg innan heildarsamtakanna m.a. vegna mishárra launa og að líklega myndi þar verða samið um prósentuhækkanir, sem VMSÍ myndi ekki sætta sig við. Um þetta sagði Ásmundur að engin slík umræða hefði átt sér stað innan ASÍ þar sem legið hefði ljóst fyrir að þessir samn- ingar yrðu á höndum einstakra sambanda eða félaga. „Sameigin- leg stefnumótun hefur ekki farið fram á vettvangi ASÍ af þessum ástæðum. Kröfugerð í þeim samningum sem ASÍ sem heild hefur farið með hefur verið með mismunandi hætti og misjafnt hvaða áherslur hafa þar verið lagðar. Það að hver vilji fara fyrir sig er sjálfsagður og eðlilegur hlutur." Aðspurður um hvort þessi ákvörðun VMSÍ hefði hugsan- lega einhverjar breytingar í för með sér varðandi komandi samn- inga sem lytu að aðildarfélögum ASÍ sagði Ásmundur, að í raun væri ekki til neinn Alþýðusam- bandssamningur. „Það sem ASÍ hefur gert þegar staðið er sameig- inlega að samningum innan þess, er að semja um breytingar á samningum hinna einstöku félaga og sambanda. Rökstuðningur fyrir samfloti í samningum hefur oftast verið sá, að Ieggja áherslu á sameiginleg mál eins og kaup- máttartryggingu og félagsleg atr- iði. Nú eru áherslur lagðar á kröfur fiskvinnslufólks sem eðlilegt er að tekið sé á á þeirra vettvangi. Ég á því ekki von á að Alþýðu- sambandið verði í neinum samn- ingaviðræðum. Það hefur ekki verið til umræðu að það yrðu sameiginlegir samningar á vegum Alþýðusambandsins og ég hef ekki verið á þeirri skoðun að það sé rétt, svo þar hefur ekki verið um neinn ágreining að ræða.“ VG 218 nemendur ganga til samræmdra prófa - í Norðurlandsumdæmi vestra næsta vor „Stærö árganganna er á bilinu 191 til 218 börn, og því eru ekki miklar sveiflur í nemendafjölda milli ára í okk- ar umdæmi. í vor munu 218 nemendur ganga til samræmdra prófa í skólum umdæmisins, en þeir voru 207 í fyrra,“ sagöi Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis vestra, þegar hann var spurður um þróun nemendafjölda og fjölda þeirra sem munu taka sam- ræmd próf. Til að gefa glögga mynd af skiptingu nemenda í 9. bekk milli skóla í Norðurlandsumdæmi vestra gaf fræðslustjóri upp tölur um fjölda þeirra í hverjum skóla. Tölur í svigum fyrir aftan uppgef- inn nemendafjölda tákna fjölda þeirra nemenda á árinu 1987, sem gengu til samræmdra prófa: Grunnskóli Siglufjarðar 29 (32), Gagnfræðaskólinn á Sauð- árkróki 44 (48), Laugarbakka- skóli 18 (8), Grunnskólinn á Hvammstanga 11 (8), Héraðs- skólinn á Reykjum 19 (35), Húnavallaskóli 22 (14), Grunn- skólinn á Blönduósi 22 (18), Grunnskólinn í Höfðakaupstað, Skagaströnd, 11 (11), Varma- hlíðarskóli 26 (24), Grunnskól- inn á Hofsósi 16 (9). EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.