Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. janúar 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir),
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Krafa um hækkun
lágmarkslauna
Flestir kjarasamningar eru nú lausir og ófrið-
lega horfir á vinnumarkaðinum. Formaður og
varaformaður Verkamannasambandsins hafa
undanfarna daga verið á hringferð um landið
til að „hlusta“ félaga sína í VMSÍ um hvernig
kröfugerðin í komandi viðræðum eigi að
hljóða. Þeir hefðu í raun getað sparað sér
ómakið, því niðurstaðan var vituð fyrirfram.
Verkafólk vill skilyrðislaust umtalsverða
hækkun lægstu launa, tryggingu kaupmáttar
og jafnframt vill það að hækkunin gangi ekki
upp eftir öllum launastiganum. Þessi krafa er
ekki ný af nálinni. Þvert á móti hefur hún ver-
ið sett fram í öllum kjarasamningaviðræðum
seinasta áratuginn eða svo. Það hefur bara
aldrei verið tekið mark á þessari kröfu og þar
á verkalýðsforystan sjálf talsverða sök.
Ljóst er að komandi kjarasamningar hafa
úrslitaþýðingu hvað varðar framvindu efna-
hagsmálanna næstu mánuði. Ef samið verður
óskynsamlega, þ.e. ef samið verður um meiri
hækkanir en atvinnulífið getur borið, mun illa
fara. Þá þarf örugglega að fella gengið og við
tekur hin óskemmtilega en gamalkunna víxl-
verkun kaupgjalds og verðlags. Væntanlega
er það einskis vilji að svo fari. Málið hlýtur að
snúast um það að finna út hversu mikla
hækkun atvinnufyrirtækin geta borið og þá
ekki síður hvernig deila á þeirri hækkun
niður.
Nýlega voru laun bankastjóra ríkisbank-
anna hækkuð um 17% og þeir hafa nú um 250
þúsund krónur í mánaðarlaun. Það voru póli-
tískt kjörnir fulltrúar í bankaráðunum sem
tóku þessa ákvörðun og hækkuðu reyndar
laun sjálfra sín í leiðinni. Slík laun og þaðan af
hærri eru ekkert einsdæmi og þekkjast víða
meðal lækna og stjórnenda stærri fyrirtækja
svo dæmi séu tekin, og þá einkanlega á
höfuðborgarsvæðinu. Slíkir menn hafa ekkert
með launahækkun að gera.
Krafa verkafólks um talsverða hækkun
lægstu launa er bæði réttmæt og sjálfsögð og
að henni þarf að ganga. Það má hugsa sér
fasta krónutöluhækkun eitthvað upp eftir
launastiganum en síðan ekki söguna meir.
Kaupmáttur hærri launa má alveg við því að
rýrna svolítið að raungildi. Við verðum að
sýna þann þroska að skipta kökunni sann-
gjarnar en við höfum gert til þessa. BB.
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Kosið í nýjar bæjarmálanefndir
- Lóðaleiga á hafnarsvæðinu 2,5%
Á fundi Bæjarstjórnar Húsa-
víkur sl. þriðjudag var sam-
þykkt að bæjarstjórnarfundir
hæfust að jafnaði kl. 20:00 og
verður sá tími hafður til reynslu
fram að sumarleyfi bæjar-
stjórnar.
Tilgangurinn með breyttum
tíma er að auðvelda bæjarbúum
að sækja fundina en undanfarin
ár hafa þeir hafist kl. 16:00.
Samkvæmt nýrri bæjarmála-
samþykkt var kosið í nýjar bæjar-
málanefndir. Skólanefnd grunn-
skóla voru falin verkefni nýrrar
nefndar, skólanefnd framhalds-
skóla til loka kjörtímabilsins.
Kosið var í þjóðhátíðarnefnd,
umhverfismálanefnd, æskulýðs-
og íþróttanefnd, sögunefnd og
umferðarnefnd.
Á fundinum var samþykkt
samhljóða að innheimta 2,5%
lóðarleigu af öllum lóðum á hafn-
arsvæðinu. Um er að ræða 21
fasteign og rennur lóðarleigan til
Hafnarsjóðs. Almenn lóðarleiga
er 1,5% af fasteignamati lóðar.
Jón Ásberg Salómonsson lagði
fram tillögu þess efnis að á þessu
ári verði undirbúið að gjalddög-
um fasteignagjalda verði fjölgað
frá fimm og upp í tíu. Samþykk
var samhljóða að vísa tillögunni
til bæjarráðs.
Örn Jóhannsson lagði fram til-
lögu þess efnis að við gerð fjár-
hagsáætlunar verði gert ráð fyrir
undirbúningsframkvæmdum við
reit merktan 2, í aðalskipulagi.
Bygginganefnd verði veitt heim-
ild til að auglýsa nú þegar eigi
færri en 10 lóðir undir einbýlishús
á einni hæð, í reitnum og stefnt
verði að því að lóðirnar verði
byggingarhæfar ekki síðar en í
ágúst.
Mjög lítið hefur verið um hrá-
efni hjá Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar frá áramótum. Súlnafell
hefur landað einum smáslatta
og bátar hafa fiskað lítið. Segja
má að loðnan sé eini fiskurinn
sem sést þessar vikurnar á
Þórshöfn en nú hafa um 22
þúsund tonn verið brædd í
verksmiðju Hraðfrystistöðvar-
innar.
í frystihúsinu hefur verið lítið
að gera alveg frá áramótum.
Súlnafell landaði 14,7 tonnum
13. janúar, dagróðrarbátar hafa
farið í tvo til þrjá róðra og lítið
fiskað.
Á þriðjudaginn kom síldarbát-
ur að landi með um 75 tonn af
Umræddur reitur er á Stórhól
þar sem Húsavíkurbær er með
malarnám.
Miklar umræður urðu um til-
löguna og samþykkt var að vísa
henni til bæjarráðs þar sem mál
þetta væri þegar í undirbúningi
og vinnslu." IM
síld sem unnin voru í Hraðfrysti-
stöðinni til útflutnings og í beitu.
Tveir af stærri heimabátunum,
Geir og Fagranes, fara senn að
hefja netaveiðar. Báðir hafa ver-
ið í viðgerðum upp á síðkastið en
í haust var Geir á línu og Fagra-
nesið á dragnótarveiðum. Ekki
er þó líklegt að verulega rætist úr
atvinnuástandi fyrr en í mars eða
apríl.
„Það má segja að atvinnu-
ástandið sé komið í sama far og
það var fyrir mörgum árum, eftir
að Stakfellinu var breytt,“ sagði
viðmælandi blaðsins á Þórshöfn.
Ekki hefur enn komið til upp-
sagna í Hraðfrystistöðinni en ein-
hverjir dagar hafa fallið alveg úr
vegna verkefnaskorts. ET
Þórshöfn:
Dauflegt atvinnuástand
- vegna hráefnisskorts
Opið á föstudögum til kl. 19 og á
laugardöguni frá kl. 10-16.
Kjörbúð KEA
Sunnuhlíð