Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 22. janúar 1988 Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspiiurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. ísetning á bíltækjum. Slmi (96) 23626 Glerárgotu 32 Akurevri Lifmdion) „Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem eiskaði mig og lagði sjálf- an sig í sölurnar fyrir mig.“ Gal. 2. 20. Þessi orð sýna okkur glöggt afstöðu Páls postula; hversu einlæg og persónuleg trú hans var. Hann lifði í nánu trúarsamfélagi við Drottinn sinn og hann var snortinn af kærleika Krists. Það snart hjarta hans að Drottinn Jesús skyldi elska hann og hafa liðið krossdauðann fyrir hann. Honum fannst hann hafa hlot- ið sérstaka náð og miskunn frá Guði þar sem hann hafði áður ofsótt hina kristnu. Hann segir: „Mér, sem fyrrum var lastmælandi, ofsóknari og smánari. En mér var miskunn- að, sökum þess að ég gjörði það ! vantrú, án þess að vita, hvað ég gjörði." 1. Tím. 1.13. Honum fannst kærleikur Guðs svo mikill og óverðskuldaður. Það var þesi kærleikur sem sigraði hug hans og hjarta. Hann ritar sömuleiðis: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn lif- um í syndum vorum." Róm. 5. 8. Þakklætið braust fram í brjósti hans. Hann hafði feng- ið allt fyrirgefið frá Guði. Hann var leystur undan sekt og synd, óverðskuldað. Andi hans var orðinn frjáls og fagn- andi. Þetta var ástæðan sem lá að baki því að hann vildi lifa „í trúnni á Guðs son“. Einmitt þess vegna vildi hann fylgja honum og þjóna honum sem hafði með þessu móti elskað hann að fyrra bragði. Því segir Páll: „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur." 1. Tím. 1.15. Snertir þetta þig og mig? Hefur þetta áhrif á hjörtu okkar? Höfum viö hugleitt það, að hinn almáttugi Guð skuli í raun og veru elska okk- ur sem einstakling, jafnvel eins og við erum. Eigum við þessa trú sem postulinn talar um? Eigum við þessa sann- færingu, að sonur Guðs hafi elskað okkur og lagt líf sitt í sölurnar fyrir okkur? Ritningin fullyrðir að svo sé, að Guð hafi sýnt okkur þessa gæsku í Kristi Jesú. Síðan er það okk- ar að taka við þessari náðar- gjöf Guðs í trú. of erlendum veffvangi Nú lifir Suzanne, dætur hennar tvær, Pernilla og Theresa, ásamt eiginmanninum Pétri venjulegu fjöldkyldulífi í ein- býiishúsahverfi í Tidaholm. En Suzanne hefur misst móður sína, dætur hennar eiga enga ömmu. - Það er sú fórn. sem við urðum að færa, segir Suzanne alvarlega. dís. í örvinglan sinni fundu þau, einkum mamma, einhverja von í þessu loforði. Eftir að pabbi lést 1968 hefur móðir mín hlýtt sam- tökunum í blindni. Hún reynir ekki lengur að hugsa sjálf. Sama er að segja um tvo elstu bræður mína. Þeir hlýða nú í einu og öllu hörðum reglum sértrúarflokks- ins. Þess vegna leyfist hvorki þeim eða mömmu að hafa nokk- urt samband við mig eða stelp- urnar mínar.“ Horfíð frá sannleikaiium Suzanne er fjórða í röðinni af fimm systkinum, þremur bræðr- um og tveimur systrum. Einn bræðranna varð aldrei Vottur og á hann er bara litið sem heið- ingja, öfugt við trúvilling. Eldri systir Suzanne var skírð inn í flokkinn 15 ára gömul, en yfirgaf Vottana á tímabili, sem var ekki alveg eins harðneskjulegt. Þau geta bæði haft samband við Suzanne og eins eldri bræðurna og móðurina. „Við þrjú systkinin höfum núna mjög náið og gott samband. Við erum eins og lítil fjölskylda út af fyrir okkur.“ Hvað Suzanne sjálfri viðkemur er litið svo á, að hún hafi séð sannleikann og snúið baki við honum. Þess vegná er hún útskúfuð. Fyrstu tvö árin eftir útskúfun- Eftír að ég byijaði nýtt Í þorir móðir mín ekld emu sinni að heilsa mér - en nú get ég loksins haldið jólahátíð með fjölskyldu minni! rfi ' ’ •J Þegar Suzanne Byström-Friberg var lítil stúlka fékk hún aldrei að taka þátt í bekkjarskemmtunum eða fagna skólaslitum. Flún fékk ekki að halda upp á jólin, ekki að dansa í kringum jólatréð eða baka piparkökur. Flún minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma verið hamingju- söm í þá daga. Fjölskylda okkar tilheyrði Vottum Jehova, segir Suzanne. Fyrir átta árum fékk ég nóg af öllu saman og yfirgaf sértrúarflokkinn ásamt dætrum mínum tveimur. Nú banna Vottar Jehova móður Suzanne svo mikið sem að heilsa dóttur sinni og barnabörnum. Nú dansa þau í kringum jólatréð og á borðum er bæði svínakjöt og saltfiskur, þegar jólin koma, heima hjá Byström-Friberg fjöl- skyldunni í Tidaholm í Svíþjóð. En það eru ekki mörg ár síðan Suzanne, sem er 37 ára, og dætr- unum hennar tveimur, Pernillu 19 ára, og Theresu 16 ára, var bannað að koma nálægt nokkru, sem jólahald nefnist. Þá var Suzanne Vottur Jehova. Fyrir átta árum hvarf hún úr sér- trúarflokknum, og nú líta fyrrum vinir hennar, meira að segja móðir hennar og eldri bræður, á hana sem dauðadæmda og að eilífu glataða. Móðirin og bræð- urnir þora ekki einu sinni að heilsa henni, þegar þau mætast á götu. Ef þau gerðu það, ættu þau yfir höfði sér að hljóta hegningu fyrir. Suzanne á því enga móður lengur - Pernilla og Theresa ekki ömmu. „Þetta er sú fórn, sem við höf- um orðið að færa, og við getum ekki breytt ástandínu." Kaldir og kærleikssnauðir „Vottar Jehova eru köld og kær- leikssnauð samtök," segir Suzanne. „Sumir þeirra vina minna, sem ég átti þar forðum, hafa jafnvel valið þá leið að fremja sjálfsmorð. Svo harð- neskjulega þjarmar sértrúar- flokkurinn að lrelsi einstakling- anna.“ Fyrir rúmlega átta árum var Suzanne rekin úr flokki Votta Jehova í Tidaholm. Öldungaráð flokksins dæmdi hana til eilífrar útskúfunar vegna þess, að þeir töldu hana ekki lengur lifa lífi sínu á þann hátt sem sönnum Votti bæri. „Fyrst var ég gersamlega brot- in niður,” segir Suzanne. „Ég var einangruð. Allir vinir mínir voru í hópi Vottanna, einnig móðir mín og bræður, og nú máttu þau ekkert samband hafa við mig. Sjálfsvitund mín var í molum og sjálfstraustið eftir því. En nú hef ég horfið til lífsins á nýjan leik. Ég hef nú mjög frjálslegt og innilegt samband við dætur mínar, ég hef gengið í hjónaband að nýju með frábærum manni, Pétri, sem er 30 ára, og ég hef öðlast innihaldsríka og lifandi trú á Guð og stunda nú guðfræðinám á vegum sænsku kirkjunnar. Ég horfi björtum augum til framtíð- arinnar." Það fer hryllingur um Suzanne Byström-Friberg, þegar hún lítur Á fyrstu jólunum, sem þau héldu eins og venjuleg fjölskylda, þurfti að sjálf- sögðu að opna marga pakka. Hér situr Theresa í miðri hrúgunni. til baka og hugsar um líf sitt forð- um daga. „Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni verið hamingju- söm,“ segir hún. „Þegar ég var barn mátti ég ekki eiga mér neina leikfélaga utan trúflokksins. Ég var aldrei með á neinni bekkjar- hátíð og ég fékk ekki að vera við- stödd skólaslit, sem fóru frarn í kirkjunni. Ég mátti ekki syngja jólasöngva, og þegar bekkjarfé- lagar mínir fóru að búa sig undir jólin, þegar talað var um jólatré og piparkökubakstur, var ég allt- af utanveltu. Mér fannst ég hvergi eiga heima." Foreldrar Suzanne gengu í trúflokk Votta Jehova á erfið- leikatímum í byrjun sjötta ára- tugarins. „Pabbi veiktist alvarlega og fjárhagurinn fór í rúst. Nokkrir Vottar komu heim og freistuðu með loforðum um eilíft líf í Para- ina lifði Suzanne í algerri ein- angrun með dætrunum tveimur. „Mig vantaði alveg sjálfs- traust,“ segir hún. „Hjá Vottun- um eru konur lítils metnar. Hjá Vottum Jehova lifir konan lífi sínu í gegnum eiginmanninn. Án eiginmanns er hún einskisverð og jafnvel innan fjölskyldunnar er hún algerlega undirgefin. Þegar eiginmaðurinn talar ber konunni skilyrðislaust að þegja, og hún á alltaf að láta lítið á sér bera, bæði innan trúflokksins og á heimil- inu.“ Suzanne varð að hætta í skóla eftir áttunda bekk. Vottar eiga helst ekki að afla sér neinnar æðri menntunar og konur alls ekki. „Samkvæmt kenningum Vott- anna er heimsendir á næstu grösum,“ segir Suzanne, „og það sem máli skiptir er að helga allan tíma sinn útbreiðslu þeirrar trúar. Auk þess telja þeir alla menntun óþarfa, því að í Paradís er hvorki þörf fyrir lækna né lög- fræðinga. Á sínum tíma vorum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.