Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR -22. janúar 1988
Um dansgólfíð liðuðust 6 danspör í léttum cha-cha-cha, þegar okkur bar
að garði. Staðurinn er Dansskóli Sigvalda, það var mánudagskvöld og
klukkan rúmlega hálf tíu. Við vildum forvitnast um dansástríðuna. Hvers
vegna dans? Hvernig fólk lærir dans? Þarf yfírleitt að læra að dansa?
„í augnablikinu vill
enginn læra tjútt"
— Sigvaldi Þorgilsson danskennari í stuttu spjalli
Sigvaldi Þorgilsson danskcnn-
ari á og rekur Dansskóla Sig-
valda á Akureyri. Hann hóf
danskennslu í Reykjavík 1964
og hefur því verið í „bransan-
um“ í 24 ár. Fyrir 6 árum hóf
hann kennslu á Akureyri, en
íslandsmeistarakeppni í dansi, og
ég fæ bara eitt og hálft par til þess
að fara núna. Ég segi eitt og
hálft, því einn strákur hætti svo
annar dansar til skiptis við tvær
dömur. Þetta fólk er mjög gott í
dansi.“
- Hópurinn sem er hér í
kvöld, hvað er hann búinn að
vera lengi hjá þér?
„Eitt parið hefur verið í rúm 5
ár, hin í 3-4 ár. Þetta fólk hefur
náð mikilli færni og kann nóg til
að ná í brons, silfur og gull í öll-
Hinn hressi hópur saman kominn með danskennara sínum, Sigvalda Þorgilssyni.
Fólkið hefur náð mikilli leikni í hinum ýmsu dönsum.
um dönsum. En þau þora ekki í
keppni.“
- Hvað ertu með marga hópa
núna í dansnámi við skólann?
„Það eru 3 hópar á mánudög-
um, þriðjudögum og miðviku-
dögum, 5 á fimmtudögum og 4 á
laugardögum. Þar af eru 3 hópar
með börnum á aldrinum 3-5 ára.
Það eru tvö námskeið á hverj-
„Fólk verður að æfa sig heima“.
um vetri, fyrir og eftir áramót og
tekur hvert námskeið 14 vikur.
Til þess að sinna þessu kennum
við hér bæði hjónin og svo hefur
dóttir okkar líka hjálpað til við
kennsluna.“
- Nú hefur þú sér tíma í tjútti,
getur fólk sem e.t.v. kann eitt-
hvað að dansa, farið beint inn í
svoleiðis hóp og lært að tjútta?
„Já, ef það vill bara læra tjútt, en
í augnablikinu vill enginn læra að
tjútta. Það innritaði sig ekki einn
einasti nemandi í tjútt-tímana.
Málið er nefnilega að það þarf að
vera einhver bóla í gangi. Éf sýnd
er rokk- og tjútt-mynd í sjónvarpi
eða í kvikmyndahúsi, er það nóg
til að fylla alla tíma. í fyrra var
t.d. sýnd hér á Akureyri svona
mynd og þá innrituðu margir sig í
tjútt-tíma. Sömu sögu er að segja
um aðra dansa eins og stepp, það
virðist vera tískubóla.“
Og þar með var Sigvaldi rok-
inn því vinnan kallar og skipta
þurfti um músík og nemendurnir
snéru sér að því að dansa rúmbu.
„í augnablikinu vill enginn læra
að tjútta“ - Sigvaldi Þorgilsson
danskennari í stuttu spjalli.
síðastliðin 5 ár hefur hann ver-
ið þar búsettur. Við byrjuðum
fyrst á að spyrja hann, hvort
einhver munur væri á því að
kenna dans á Akureyri annars
vegar, eða Reykjavík hins
vegar.
„Já, það er nokkur munur.
Þegar kenndur er dans í Reykja-
vík, tekur maður eitthvað ákveð-
ið fyrir í dansi allan veturinn, en
hér hef ég eingöngu tímann fram
að áramótum, en þá fara allir á
skíði og gefa sér ekki tíma til að
vera í dansi. Þetta á sérstaklega
við um krakkana.
Áhuginn er þó svipaður, þ.e. í
byrjun. En fólk hér þarf að
aðlagast því að vera í dansi allan
veturinn. Þeir sem á annað borð
fá verulegan áhuga eru komnir
með bakteríuna. Hér er t.d. fólk
í tímum sem hefur verið hjá mér
í dansi í 6 ár, eða allt frá því ég
kom hér fyrst.
Þegar fólk lærir að dansa, þarf
það að athuga vel, að ekki er nóg
að mæta einungis í tíma einu
sinni í viku. Það þarf að æfa sig
heima, annars staðnar maður
fljótt. Á laugardögum höfum við
opna tíma þegar allir mega mæta
og æfa sig. Við erum líka með
böll einu sinni í mánuði þar sem
eingöngu er leikin dansskólamús-
ik.
Við höfum sömuleiðis gert
nokkuð af því að fara saman út á
dansleiki og haldið þar hópinn.
Það hefur verið mjög skemmti-
legt.
- Hafa margir náð sér í dans-
gráður og jafnvel náð að fá gull-
merki?
„Nei ekki margir. Það eru helst
krakkarnir sem hafa áhuga á
þessu en fullorðna fólkið er treg-
ara. Ég veit um margt fullorðið
fólk sem gæti mjög vel náð gulli,
en það er eins og það þori ekki að
reyna.
Nú er á hverju ári haldin
„Höfum verið dansfífl frá upphafi"
- rætt við þau Sigurmundu og Sigurð sem lært hafa dans í 5 ár
Það var hálfgerð synd að
trufla þau Sigurmundu Heklu
Eiríksdóttur og Sigurð Stef-
ánsson frá glæsilegum dansin-
um. Þau eru gullhafar í suð-
ur-amerískum dönsum. Okk-
ur lék forvitni á að spjalla
aðeins við þau og lá fyrst
beinast við að spyrja þau
hversu lengi þau hafa lært
dans.
„Við höfum lært dans hjá Sig-
valda í 5 ár og vorum þá um
fimmtugt, algerir byrjendur og
höfðum aldrei í dansskóla
komið."
- Hvers vegna fóruð þið að
læra dans?
„Við höfum alltaf verið dans-
fífl frá upphafi bæði tvö,“ sagði
Sigurmunda.
- Nú komið þið aftur ár eftir
ár, hvers vegna?
„Af því að þetta er alveg
dýrðlega skemmtilegur félags-
skapur fyrir þá sem hafa gaman
af því að dansa. Þetta er líka
góð hreyfing fyrir alla, sérstak-
lega fyrir fullorðnar konur.
Sennilega er ástæðan fyrir því
að við fórum ekki fyrr að læra
dans, er að við eigum þrjú börn
og meðan þau eru Iítil getur
maður ekki farið mikið út. En
eftir það höfum við farið mikið
út að dansa af því að við höfum
gaman af því.“
- Þessi hópur sem er hér með
ykkur á mánudagskvöldum, er
þetta góður hópur?
„Já mjög góður og hér ríkir
skemmtilegur andi. Við förum
saman á böil og á vorin er farið
í fjölskylduútilegu. í fyrstu úti-
legunni taldi hópurinn alls 60
manns og það var mjög gaman.
Flestir taka með sér börnin sín,
en af því að við erum orðin svo
fullorðin, tökum við barnabörn-
in okkar með í staðinn."
- Hafið þið ekki lært núna
vel flesta dansa?
„Það er mjög einstaklings-
bundið hvað hver getur lært og
aðal atriðið er að vera með. En
við erum komin með ágætis
fjölbreytni í dansinn. Þó við
séum með gull í suðuramerísk-
um dönsum, erum við ekki
komin eins langt í samkvæmis-
dönsunum, því hitt hefur setið
fyrir. Við höfum meira gaman
„Við dönsum því við höfum gaman af því.“
af jive og cha-cha, heldur en
enska valsinum, tangó og kvick-
step,“ sagði Sigurður, en Sigur-
munda sagðist hafa jafn gaman
af þessu öllu.
Við vildum ekki tefja þau
lengur og kvöddum um leið og
þau svifu út á gólfið í enskum
valsi.