Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 8
8 - ÐA<3UR - 22/>janúar 1-988 „TOPPURINNAÐ EIGA KONUAÐ VESTÁN.. hreinlega slegist um að koma ferðamönnum út fyrir þetta alræmda Suðvesturhorn. Ping- eyingar allir þurfa að koma fram sem ein heild til að taka á móti þessu fólki. Þá á ég við að Mývetningar, Húsvíkingar, aðrir Þingeyingar og jafnvel Eyfirðing- ar standi saman um að taka almennilega á móti fólkinu, sýna því það sem það vill sjá og þjón- usta það vel. Við stofnuðum um daginn á Ak- ureyri félagsskap sem nefnist ís- lensku hótelin, það er samstarfs- hópur um að vinna sameiginlega að vöruþróun, þjónustuþróun og markaðsmálum. Við erum að búa okkur til hjálpartæki til að þróa okkur áfram og örva sam- starf og það er akkúrat þetta sem verður að fara að gerast og er að gerast þar sem einhverjar fram- farir eiga sér stað. í þessari grein er verið að efla samstarf hags- munaaðila á fleiri sviðum og mun verða gerð grein fyrir því síðar.“ - Finnst þér ferðamanna- straumur í Mývatnssveit hafa náð hámarki með tilliti til náttúru- verndarsjónarmiða? „Ég vil nú ekki segja til um það. Ef of mikið er af ferða- mönnum þá er annað hvort að skipuleggja sig betur og taka bet- ur á móti þeim eða að fækka þeim. Ég vil fara fyrri leiðina og skipuleggja betur, hindra að eitthvað sé eyðilagt og taka betur á móti fólkinu. Ef það er of dýrt verður hreinlega að fara að selja aðgang.“ - Nú fylgir þínu starfi mikill erill, hvernig líkar þér að vinna sem hótelstjóri? „Mér líkar vinnan mjög vel. Það á mjög vel við mig að vera ekki fastur á einhverjum ákveðn- um tíma, ég kann mjög vel við að geta hreyft minn vinnutíma til og unnið á öllum og engum tímum. Mér finnst allt gaman í vinnunni. Það er ekkert sem hægt er að segja að sé leiðinlegt, sem stjórn- andi fyrirtækis fær maður náttúr- lega allskonar mál inn á borð og sum þeirra væri gaman að geta sett beint í tunnuna en ég lít þannig á að vandamálin komi á borðið til að leysa þau strax og það á illa við mig að salta hlutina, ég vil sjá hlutina gerast fljótt.“ Yið verðum að lifa þetta af - Hvað með nýtingu hótelsins á veturna? „Miðað við allar eðlilegar aðstæður er nýting hér alveg þokkaleg yfir veturinn þó hún mætti vera betri. Þeir sem nota sér þessa þjónustu á veturna eru þeir sem eru í erindagjörðum hér í bænum, þeir koma á vegum fyrirtækja eða eru að þjónusta þau, svo er alltaf eitthvað um helgarfarþega Flugleiða. Ég á ekki von á að þetta aukist að neinu marki, hins vegar gæti það orðið tískusveifla að fara hingað eða eitthvað annað út á land í stað þess að fara til útlanda t.d. á skíði. Það er nokkuð þekkt að það er lítið að gera á veturna en mikið aö gera á sumrin og við verðum að lifa þetta af og laga okkur að aðstæðum. Síðan er allt sem veröur að tekjuauka á veturna jákvætt“. - Hvað með notkun bæjarbúa á hótelinu, eykst hún eða eru bættar samgöngur farnar að valda því að þeir fari annað til að skemmta sér? „Mér dettur ekki í hug að segja að bæjarbúar fari ekkert annað til að skemmta sér því ég veit að þeir gera það. Við getum ekkert verið að keppa um skemmtana- hald við aðra. Hins vegar finnst mér að bæjarbúar mættu átta sig betur á því að þetta er þeirra eig- ið fyrirtæki og það á allt sitt undir því að hafa þessi föstu sam- kvæmisviðskipti á veturna, árs- afkoman getur hreinlega byggst á því. Fyrirtækið á allt sitt undir viðhorfi eigenda sinna, það er bæjarbúa, sé það jákvætt gengur vel, sé það neikvætt gengur illa. Það er náttúrlega engin einasta glóra í því að vera með svoleiðis samkvæmi á röngu verðlagi, það verður að vera samræmi þannig að fólk sé ánægt með matinn og fái góða þjónustu. En ég sé ekki ástæðu til að menn séu hér með einhver pílagrímsviðskipti þann- ig að þeir kaupi hér hangikjöts- lærið á uppsprengdu verði, bara af því að það er hérna. En ég vil að menn átti sig á að þetta er þeirra fyrirtæki og þeir fái hér þá þjónustu sem þeir vilja fá, á verði sem er vel samkeppnisfært. Fyrirtæki eins og hótelið verða að lifa á heimamarkaðinum, það er markaður sem ekki þarf að sækja og fólk veit hvað við getum gert. Þegar þú kemur hérna inn þá veistu alveg hver okkar tak- mörk eru, þú veist hvað þú vilt fá og getur nánast fengið nákvæm- lega það sem þú vilt en það getur þú ekki fengið alls staðar. Þetta þyrftu heimamenn að íhuga, að þeir geta fengið það sem þeir vilja, bara ef þeir segja hvað þeir vilja.“ - Nú tók hótelið félagsheimil- ið á leigu í fyrravor, hvernig hef- ur þessi sameiginlegi rekstur gengið? „Við hjá hótelinu erum hæst- ánægð með það og finnst eðli- legra að þetta sé rekið undir ein- um hatti. Hér voru tvö fyrirtæki undir sama þaki með nánast sömu starfsemi en tvær yfirbygg- ingar, við bættum engu starfs- fólki við, hækkuðum ekki laun þeirra sem juku vinnu sína, þannig að hagkvæmnin er aug- ljós.“ Loksins að átta okkur - í fyrrahaust var teríu hótelsins lokað og var sú ákvörðun umdeild, hver var orsökin fyrir henni? „Það var mjög nauðsynlegt að loka teríunni í fyrra, fyrir það fyrsta voru tækin í henni orðin mjög léleg, teppin og fleira orðið ákaflega þreytt. Þetta var líka spurning um að láta eitthvað innanhúss breytast verulega og athuga hvort heimamarkaðurinn mundi taka viðbragð ef hann sæi breytinguna fíins vegar fór þetta að sumu leyti fyrir ofan garð og neðan því margir brugðust hreinlega reiðir við, aðilar sem koma hér vægast sagt mjög sjaldan sem gestir. Þó varð söluaukning alla mánuðina í fyrravetur. Nú er þörf á að gera aðra breytingu því þessi hópur Húsvíkinga sem borðar úti er svo lítill að það tekur ekki nema nokkra mánuöi að klára hverja hugmynd. Onnur mjög mikilvæg ástæða fyrir lokun teríunnar er sú að teríur eru til fyrir stóra markaði. Ef flestir Húsvíkingar kæmu að borða hér í hádeginu og við viss- um að þeir kæmu væri þetta allt í lagi. En það eru svo fáir sem koma, við erum kannski að tala um tíu manns og þá er ekki hægt að eiga allar heimsins tegundir af smurðu brauði, þrjá rétti og svo framvegis. Það er ekki hægt að hafa fullt borð af mat þegar von er á svona fáum og ekki heldur hægt að hafa hálftómt borð. Við verðum að passa hráefnisnýting- una. Þá er alveg eins gott að gest- irnir tali við þjón eða fram- reiðslumann og átti sig á því að það þarf hvort sem er að bíða smástund í öllum tilvikum. Komi maður inn á teríu þar sem ein brauðsneið er í borðinu þá kaup- ir hann hana ekki því hann verð- ur alveg viss um að hún sé eld- gömul. Því borgar sig aldrei að hafa teríu fyrir lítinn markað en sú hugmynd hefur komið inn á borð hjá okkur að opna skyndi- veitingahús í hádeginu í salnum sem terían var í og hafa svo meiri huggulegheit þar á kvöldin.“ - Ertu bjartsýnn á framtíöina fyrir Hótel Húsavík? „Menn spyrja að því af hverju komi ekki ferðamenn til Húsa- víkur og hvað sé að gerast, hvar ráðstefnur eins og voru hér fyrir tíu árum séu. Því er til að svara að fyrir tíu árum var Hótel Húsa- vík nýtt og eiginlega eitt sinnar tegundar á landsbyggðinni svo samkeppni var lítil sem engin og þessar ráðstefnur sem hér voru haldnar var upplögð tilrauna- starfsemi. Eftirspurn eftir slíku er lítil í dag og er þess virði að velta því fyrir sér af hverju þessir hópar koma ekki aftur, hvernig þjónustu fengu þeir? Voru þeir ekki ánægðir? En upplýsingar til að svara þessum spurningum liggja ekki fyrir. Mörguin finnst Húsavík afskipt hvað ferðamenn varðar og það er kannski af því að það er ekkert landsfrægt náttúrundur hér akkúrat í miðjum bænum. Það hefur verið lítið fyrir ferða- menn að gera hér en þar er að verða veruleg breyting á. Á síð- asta ári byrjuðu menn með sjó- stangveiðiferðir og skoðunar- ferðir á sjó og þar eru menn kannski einmitt farnir að nálgast raunveruleikann til að örva ferða- mannastrauminn, það er sjórinn sem menn vilja koma til að kynn- ast hér. Það er inn í myndinni núna að hefja skoðunarferðir á landi frá Húsavík en þær hafa ekki staðið til boða. í fyrra byrjuðum við með minigolf. Loksins, eftir öll þessi ár erum við að átta okkur á því að það þarf að bjóða fólki eitthvað á staönum. Það eru fleiri dæmi um það að hótel sem stend- ur eitt og sér úti í auðninni það gengur ekki neitt. Menn héldu fyrir nokkrum árum að nóg væri að byggja hótel, þar með væri allt orðið fullt af ferðamönnum. Það cr bara ekki málið, ferðamenn standa ekki í röðum og bíða eftir að komast hingað eða yfir höfuð til íslands. Það verður að sinna þessu eins og hverjum öðrum markaði, það verður að vera samband milli framboðs og eftir- spurnar eins og í öllum öðrum greinum. Maður hefur trú á að aukið framboð þjónustu, s.s. að framan er talið, leiði til aukinnar eftirspurnar á þeirri þjónustu sem fyrir er.“ IM VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Tölvunámskeið Verkmenntaskólinn mun á næstunni bjóöa upp á rit- vinnslunámskeið (Dos/Word) fyrir almenning, fáist næg þátttaka. Námskeiðin verða 24 kennslustundir eða 3 skipti. Hið fyrsta hefst 2. febrúar. Innritun fer fram dagana 25.-29. janúar á skrifstofu skólans á Eyrarlandsholti. Skrifstofan verður opin aukalega mánudaginn 25. jan. frá kl. 17.00-19.00. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu VMA. Skólameistari. TU leigu iðnaðarhúsnæði 60 fm n.h. og 40 fm e.h. Heppilegt fyrir rafverktaka, léttan iðnað eða sambærilega starfsemi. Gott lagerpláss og góð skrifstofuaðstaða. Húsnæðið er í Skála austurhlið sem snýr að Kald- baksgötunni. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. FELL hf. Kaupvangsstræti 4 Akureyri • simi 25455 HYunDni PÍANÓ Verð frá kr. 99.000.' ■uwmjhiio ; yssnBUÐ/nt ® 22111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.